Krossar og hræsni

Ítalskur dómari var í gær dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að neita að sitja í dómsal þar sem róðukross hékk á veggnum!  Þetta er gott dæmi þess að öfgar í trúarbrögðum leiða menn undantekningar lítið á algerar villigötur. Gildir þá einu hvort um er að ræða Íslam, kristna trú, hindúa trú, eða hvað þetta heitir nú allt saman.

Öll trúarbrögð hafa í gegnum aldirnar verið dragbítur á þróun og framfarir. Hafi verið hægt að túlka „Guðs orð“ gegn framförum, tilslökun, o.s.f.v. hefur það verið gert af sjálfskipuðum fulltrúum Guðs sem telja sig vita betur og telja sig hafa vald til að segja öðrum hvernig þeir eiga að hugsa. Grunnstoð almenns siðgæðis, umburðalindi, kærleikur og  vinsemd í garð náungans er það fyrsta sem víkur hjá þessum mönnum og við tekur þraungsýni, afturhald og hræsni.

Eins og gefur að skilja erum við frekar tilbúnir að sjá þessa bresti hjá öðrum trúarbrögðum en okkar eigin.

Vonandi nær mannkynið fljótlega þeim þroska að henda öllum trúarbrögðum á öskuhauga fáfræðinnar, því fyrr því betra.

Það var í valdatíð Mussolinis sem tilskipun um krossa í dómsölum var gefin út. Það hefur sennilega átt að undirstrika með hverjum Guð stæði.  Einkennilegt að tilskipanir Mussolinis skuli enn vera í fullu gildi. 

Margir grófustu glæpir sögunnar hafa verið framdir í Guðs nafni!

Það er spaugilegt að lesa sögur af stríðsátökum þar sem herprestar beggja liða fóru með bænir fyrir orrustu.  Bæði lið geystust fram og börðust í Drottins nafni, bæði lið töldu hann í sínu liði. Og svo sigraði annað liðið, með Guðs hjálp að sjálfsögðu. Þvílík hræsni. Ekki passar þetta við þann alvitra, almáttuga, algóða, kærleiksríka og miskunnsama Guð sem prestarnir segja okkur að hann sé.

Og þetta er enn að gerast.

 
mbl.is Dómari dæmdur í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert einkennilegt að tilskipanir Mussolinis séu ennþá í hávegum hafðar á Ítalíu. Hið sataníska Vatíkan sem stóð fyrir fjöldamorðum og þjóðernishreinsunum á hinum myrku miðöldum studdi fasistahreyfinguna á Ítalíu fullum fetum, þó að hún hefði ekki gert það beint opinberlega, það sama átti við um Nasistaflokkinn í þýskalandi sem á yfirborðinu var látinn líta út fyrir að vera trúlaus, en var í raun hátrúaður og fylgdi ritningunni á allann hátt. Orðið "Haulocaust" sem notað var yfir þjóðernishreinsanir nasista á gyðingum þýðir nefnilega einfaldlega "al-brunninn" (Haulos = heill, Kostos = brunninn) og var upphaflega notað þegar Kane drap Able og færði guði hann að fórn í gamla testamentinu. Gyðingarnir voru þeirra fórn til guðs. Þetta er hinsvegar ekki neitt sem fólk almennt hefur á orði eða þekkingu ef út í það er farið, en Þjóðernishreinsanir Vatíkansins hafa aldrei liðið undir lok. Vatíkanið hefur aldrei nokkurntíman fordæmt þjóðernishreinsanir nasista og upp á þá hefur verið sannað að þeir gerðu mörgum landflótta nasistum lífið auðveldara í lok styrjaldar með því að falsa fyrir þá skilríki til þess að koma þeim undan réttvísinni og til Suður Ameríku.

Mindscreen (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 01:44

2 identicon

Vil nú reyndar benda á að þetta mál tengist meir réttarkerfinu en trúarmálum. Það er réttarkerfið sem fordæmir dómarann, ekki trúarbrögð af neinu tagi..

Húni (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 02:00

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Mindscreen.

Takk fyrir innlitið og mjög svo athyglisverða og skemmtilega söguskýringu. Ef einhverstaðar er gósenland fyrir afturhald og hræsni í okkar heimshluta þá er það innan kirkjunnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.2.2008 kl. 02:02

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Húni.

Takk fyrir innlitið. Hvað er kross að gera í réttarsal ef engin telur tengsl þar á milli?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.2.2008 kl. 02:07

5 identicon

Axel

Ég var einungis að benda á að fréttin greinir frá því að réttarkerfi Ítalíu dæmdi dómarann, ekki Kirkjan. Þótt hún sitji örruglega hróðug einhverstaðar yfir útkomunni. Hvort að Kirkjan eða Vatíkanið hafi íhlutast eitthvað beint eða óbeint í málið einsog ýjað er að er síðan annað mál..

Með kveðjum og þökkum

Húni (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 02:15

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Húni.

Margir líta svo á að ríki og kirkja séu sama apparatið. Og svo verður meðan ekki hefur farið fram fullur aðskilnaður ríkis og kirkju. Áhrif kirkjunnar og trúarleg hugsun ná langt inn í lagasetningar. Og ekki að efa að dæmt hefur verið eftir þannig lögum í þessu máli.

Það hefur ekki hvað síst verið gagnrýnt á vesturlöndum hvað íslömsk ríki hræra saman guðlegum og veraldlegum boðum og bönnum. Við eigum ekki að gagnrýna slíkt ef við erum ekkert þroskaðri sjálf. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.2.2008 kl. 02:29

7 identicon

Axel

Lítilsháttar viðbót á sviði hugmyndafræðinnar:

Með því að gera mál úr veru krossins í réttarsalnum, og aðgreina hann frá öðrum innanhúsarkitektúr, var dómarinn í raun að viðurkenna afl krossins yfir sér. Hefði hann litið fram hjá veru hans og lagt sig allan fram í starfi hefði hann unnið frekar gegn áhrifum kirkjunnar á dómskerfinu, svo langt sem það nær.

Nú veit ég ekki hvort umfjöllunin um hrakfarir hans eigi eftir að flýta fyrir falli Kirkjunnar en mér sýnist hinn kosturinn í stöðu hans, að sinna starfi sínu og gera merkingarfræðina bak Krossins í huga sér að engu, vænlegri.

Húni (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband