Stóra smjörklípan

Össur fór mikinn í bloggi sínu um Gísla Martein eins og frægt er orðið. Vart hefur verið um annað rætt frá því bloggið birtist. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna bloggið og gert það óvægilega. Ekki ætla ég að gera lítið úr þeirri gagnrýni. Össur hefði  átt að orða sumt á annan hátt en hann gerði.

En þvílík himnasending fyrir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa legið á bæn dögum saman um einhverja smjörklípu til að draga athyglina frá þeirri krísu sem þeir eru í. Og hér er hún komin, vel útilátin.

Ég efa ekki, að margir sjálfstæðismenn, sem hvað harðast hafa gagnrýnt Össur fyrir skrifin, hafa verið með krosslagða fingur og hugsað þakklátir, takk Össur, takk.

Össur segir eitthvað á þá leið að tæpast eigi Gísli afturkvæmt pólitískt séð. Ekki er óeðlilegt að Össur hafi einmitt með bloggi sínu skapað nægjanlega vorkunn, og þannig kippt Gísla Marteini aftur inn á pólitíska sviðið mitt og inn í biðstofuna þar sem borgarstjóraefnin bíða þess óþreyjufull að Villi komi undan feldinum.

Þannig séð eru skrif Össurar pólitísk mistök.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband