Algerlega fréttlaus ekki-frétt

Mér finnst Mbl.is óðum fara halloka gagnvart Vísi.is sem net og blogg miðill. Sumar fréttir virðast skila sér seint og illa inn á Mbl.is. Og renna svo sitt skeið á enda á örskömmum tíma.

Svo eru aðrar fréttir sem er haldið inni í langan tíma þrátt fyrir ótrúlega lítið fréttagildi og nánast ekkert innihald.

Það er ótrúlegt að sú frétt sem hér er vitnað í skuli yfir höfuð hafa komist á þrykk og hvað þá á Íslandi og sem úrval helstu frétta úr heimspressunni á Mbl.is, en umræddur atburður gerðist í krummaskuði í BNA.

Er heimsmynd ritstjóra Mbl.is  svo brengluð eða þokukennd að þetta sé í þeirra augum heimsviðburður og þungaviktarfrétt?


mbl.is Lögreglan rakti slóð sælgætisþjófanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Einu sinni sagði Megas í viðtali þegar hann var spurður um hvað hann væri eiginlega að semja; "ég er ekki að semja um neitt, ég bara geri það svolítið skemmtilega". Málið er að flytja skemmtilegar og hugsanlega jákvæðar fréttir burtséð frá hvaða gagn þær gera annað en að ná fram glotti í gráma lífsins..

Gulli litli, 11.4.2008 kl. 13:45

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Gulli.

Megas kemst ætíð vel að orði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.4.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband