Sjúkt ógeð

Jæja, svo Rocky hefur verið valin besta íþróttamyndin!  Og þriðja besta myndin var önnur hnefaleikakvikmynd. Er ekki allt í lægi?

Ég er þeirrar skoðunar að hnefaleikar séu eitthvert ógeðslegasta form mannlegra samskipta og eigi ekkert skylt við íþróttir.

Það er í hæsta máta undarlegt að telja það íþrótt þar sem markmiðið er að skaða andstæðinginn sem mest á sem skemmstum tíma og slá hann kaldann. Þeir eru ófáir sem hlotið hafa alvarlega heilaskaða og jafnvel dauða af þessari „íþrótt“.

Ef tveir strákar slægust í húsasundi vegna stelpu væri það talið sjúkt,  en ef þeir sömu slægust í hringnum fyrir einhvern titil eða pening er það sagt íþrótt. Og svo horfa menn á þetta með slefuna í munnvikunum.

 Það er sjúkt.


mbl.is Rocky besta íþróttamyndin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.