Hrefnukjöt er besti matur

Hrefnuveiðimenn búa sig undir veiðar í sumar.  Vonandi munu  veiðarnar ganga  vel. Ekki hefur verið gefin út kvóti í ár, en í fyrra voru veidd 45 dýr. Hrefnukjöt er úrvalsmatur, hollt og gott.

Og ekki hvað síst er neysla á hvalkjöti umhverfisvænni en neysla annars kjötmetis. Það kostar aðeins losun á 1,9 kg af koltvísýringi fyrir hvert kg af hvalkjöti á móti 15,8 kg á hvert kg af nautakjöti, svo dæmi sé tekið.

Þannig að öfgaumhverfisverndarsinnar, samkvæmir sjálfum sér, munu væntanlega éta Hrefnukjöt í hvert mál.

Verði ykkur að góðu!


mbl.is Hrefnuveiðimenn undirbúa veiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband