Vilhjálmur Þ. dregur höfuðið upp úr sandinum

 

Fylgið hrynur af Sjálfstæðismönnum í borginni.  Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson dregur hálf dapurt höfuðið upp úr sandinum, en augu hans hljóta að vera full af sandi því hann skilgreinir og sér vandan þannig:

En menn hafa gengið langt í því að reyna að gera okkar málstað ótrúverðugan og ég verð bara að viðurkenna að andstæðingum okkar hefur tekist það, segir Vilhjálmur. Hann bætir því við að núverandi meirihluti hafi ekki gert neitt annað en að stjórna borginni og ég er sannfærður um að við erum að gera góða hluti í því. Það er síðan í verkahring kjósenda að dæma okkur af þeim verkum í næstu kosningum, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.“

 

Sem betur fer er lítil von að  Vilhjálmur og félagar líti sér nær. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa ekki þurft neina hjálp til að minnka fylgið. Fátt ef nokkuð hefur gengið upp hjá þeim. Hver höndin er upp á móti annarri. Sú ákvörðun Vilhjálms að hanga áfram á voninni að setjast í borgarstjórastólinn, eins og hundur á roði og taka þannig eigin hagsmuni klárlega fram yfir hagsmuni flokks og borgar, hangir eins og snara í hengds manns húsi yfir höfðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

En vandræðin eiga bara eftir að aukast. Sjálfstæðismenn eiga eftir að ákveða hver sest í stólinn þegar græðirinn Ólafur F. stendur upp úr honum. Þar eru allir kostir slæmir. Vilhjálmur vill, en vilja hin hann? Tæplega, því hér eru allir kallaðir. Hver verður útvalinn? Sá eða sú verður þá borgarstjóraefni flokksins í næstu kosningum. Einhverjir verða virkilega fúlir svo mikið er víst. Eining og traust milli manna verður seint byggt á fýlu.

Ekki hefur reynslan kennt þeim neitt. Ólyginn segir að forysta  flokksins hafi í angist sinni leitað til Árna Sigfússonar, af öllum mönnum, að koma til bjargar......., en fengið hreint afsvar!

Það er sannfæring mín að græðarinn Ólafur F. verði ekki með allan hugann við samstarfið eftir að hann stendur upp úr borgarstjórastólnum, sér í lagi ef hann sér fram á að samstarf við kurlaðan og óstjórnhæfan Sjálfstæðisflokk sé ekki alveg bráð hollt fyrir hans eigið fylgi þegar aðeins ár verður til kosninga.   

Já Vilhjálmur það er kórrétt hjá þér, kjósendur munu dæma ykkur af verkunum.

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband