Vilhjálmur Ţ. dregur höfuđiđ upp úr sandinum

 

Fylgiđ hrynur af Sjálfstćđismönnum í borginni.  Vilhjálmur Ţ. Vilhjálmsson dregur hálf dapurt höfuđiđ upp úr sandinum, en augu hans hljóta ađ vera full af sandi ţví hann skilgreinir og sér vandan ţannig:

En menn hafa gengiđ langt í ţví ađ reyna ađ gera okkar málstađ ótrúverđugan og ég verđ bara ađ viđurkenna ađ andstćđingum okkar hefur tekist ţađ, segir Vilhjálmur. Hann bćtir ţví viđ ađ núverandi meirihluti hafi ekki gert neitt annađ en ađ stjórna borginni og ég er sannfćrđur um ađ viđ erum ađ gera góđa hluti í ţví. Ţađ er síđan í verkahring kjósenda ađ dćma okkur af ţeim verkum í nćstu kosningum, segir Vilhjálmur Ţ. Vilhjálmsson.“

 

Sem betur fer er lítil von ađ  Vilhjálmur og félagar líti sér nćr. Sjálfstćđismenn í Reykjavík hafa ekki ţurft neina hjálp til ađ minnka fylgiđ. Fátt ef nokkuđ hefur gengiđ upp hjá ţeim. Hver höndin er upp á móti annarri. Sú ákvörđun Vilhjálms ađ hanga áfram á voninni ađ setjast í borgarstjórastólinn, eins og hundur á rođi og taka ţannig eigin hagsmuni klárlega fram yfir hagsmuni flokks og borgar, hangir eins og snara í hengds manns húsi yfir höfđum borgarfulltrúa Sjálfstćđisflokksins.

En vandrćđin eiga bara eftir ađ aukast. Sjálfstćđismenn eiga eftir ađ ákveđa hver sest í stólinn ţegar grćđirinn Ólafur F. stendur upp úr honum. Ţar eru allir kostir slćmir. Vilhjálmur vill, en vilja hin hann? Tćplega, ţví hér eru allir kallađir. Hver verđur útvalinn? Sá eđa sú verđur ţá borgarstjóraefni flokksins í nćstu kosningum. Einhverjir verđa virkilega fúlir svo mikiđ er víst. Eining og traust milli manna verđur seint byggt á fýlu.

Ekki hefur reynslan kennt ţeim neitt. Ólyginn segir ađ forysta  flokksins hafi í angist sinni leitađ til Árna Sigfússonar, af öllum mönnum, ađ koma til bjargar......., en fengiđ hreint afsvar!

Ţađ er sannfćring mín ađ grćđarinn Ólafur F. verđi ekki međ allan hugann viđ samstarfiđ eftir ađ hann stendur upp úr borgarstjórastólnum, sér í lagi ef hann sér fram á ađ samstarf viđ kurlađan og óstjórnhćfan Sjálfstćđisflokk sé ekki alveg bráđ hollt fyrir hans eigiđ fylgi ţegar ađeins ár verđur til kosninga.   

Já Vilhjálmur ţađ er kórrétt hjá ţér, kjósendur munu dćma ykkur af verkunum.

 


mbl.is Fylgi Sjálfstćđisflokks minnkar mikiđ í Reykjavík
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband