Sjálfstæðisflokkurinn kemur út úr skápnum.

Þorgerður Katrín varaformaður Sjálfstæðisflokksins var aldeilis fersk á opnum fundi í kvöld. Þar sagði hún að Sjálfstæðismenn eigi að vera í forystu í umræðu um aðild að Evrópusambandinu og boðar þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um málið. Boðaði jafnframt fundarherferð um málið næsta haust. 

Það er bara svona. 

Hvar hefur Sjálfstæðisflokkurinn og varaformaðurinn verið undanfarnar vikur og mánuði svo ekki sé talað um ár? Allt þjóðfélagið hefur logað í Evrópuumræðu,  varla hefur verið sá fréttatími eða fréttaskýringaþáttur þar sem þau mál voru ekki meira eða minna rædd. Svo ekki sé talað um Samfylkinguna sem hefur talað fyrir þessu máli meira og minna frá stofnun hennar. Meira að segja Framsóknarflokkurinn er kominn áleiðis inn í umræðuna.

Sjálfstæðisflokkurinn á langt í land að ná umræðunni hvað þá að taka þar forystu.  Þetta mál hefur ekki verið á dagskrá í Valhöll.  En nú er Þyrnirós að rumska og því ber að fagna.

Ekki fannst mér varaformaðurinn vaxa við þessa ræðu. Hún talaði eins hún væri að finna upp hjólið og þetta væri nýtt innlegg í Íslenska pólitík. Þetta var í besta falli broslegt. Það var engu líkara en hún væri að tala sig niður á það plan að geta orðið næsta borgarstjóraefni flokksins í Reykjavík.

 En til að vera tækur í borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins þarf að gangast undir próf. Það fer þannig fram að kveikt er á kerti, það sett upp við annað eyra kandídatsins, síðan er blásið inn í hitt eyrað og ef slokknar á kertinu er hann hæfur.

Aðal fjörið verður samt að fylgjast með ofurbloggurum íhaldsins næstu vikur. Sér í lagi þeim sem hafa sérhæft sig í andstöðu við allt Evrópu tal, samkvæmt gefinni línu frá Valhöll að  Stalínískum hætti.

Þeim til skelfingar er Valhöll að boða nýja línu, 180° beygju, það munar um minna. Nú þurfa þessir ofurbloggarar að taka U beygju og það verður virkilega spennandi að fylgjast með því hvernig þeir skrifa sig út úr þessum vanda og í harða andstöðu við sjálfa sig og bjargfasta sannfæringu.

 
mbl.is Hefur áhyggjur af borgarmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Axel.

Þorgerður ber höfuðábyrgð á þeim stórmistökum sem gerð voru með myndun þessarar volæðisríkisstjórnar. Mér sýnist hún enn vera á fullri ferð í sinni axarskaftasmíði.

En við Björn Bjarnason og fleiri góðir menn með skynsemina í lagi, munum stöðva þessa smíðavinnu hennar. Sjá hér.

Kveðja,

Kári Lár.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 23:46

2 Smámynd: Gulli litli

Sæll Axel...

Er ekki hægt ad læsa thá bara alveg inni í skáp? Henda svo lyklinum.....

Gulli litli, 16.5.2008 kl. 00:07

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Axel:
Er nú óskhyggjan að hlaupa með þig í gönur? Þeir sem þekkja til innan Sjálfstæðisflokksins vissu strax þegar Þorgerður sleppti þessum orðum sínum að hún væri algerlega einangruð í þeim málflutningi eins og síðan hefur sýnt sig svo um munar. Sjá t.d.:

http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/542352/ 

http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/541108/ 

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.5.2008 kl. 12:59

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og annað kallinn minn, við sjálfstæðismenn trúum ekki á miðstýringu, hvorki þegar kemur að skoðunum eða öðru. Slíkt á heima hinum megin við miðjuna.

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.5.2008 kl. 13:04

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Kári. Ég deili með þér skoðun á þessu ástarsambandi. En það er eins og mig minni að Björn hafi einmitt talað áður um svona aðkomu að málinu, man það þó ekki fyrir víst.

Sæll Gulli, geturðu komið því í kring.

Sæll Hjörtur, takk fyrir innlitið.

Nei ekki er það nú óskhyggja, ég get nú ekki sagt mig hallan undir Evrópusambandið. En ég vill skoða málið og fara í aðildarviðræður, sjá hvað er í hillunum og taka svo afstöðu með eða á mói þegar fyrir liggur svart á hvítu hversu mikið kjöt er á beinunum. Fyrr er ekki hægt að meta málið til fulls.

 Evrópu umræðan hefur ekki verið á vitrænu plani til þessa. Fylgjendur hrópa að berin séu sæt en andstæðingarnir hrópa að þau séu súr.

Missti  Þorgerður ef til vill útúr sér  það sem ekki mátti upplýsa strax? Hún sagði þingflokkinn hafa fjallað um málið. Á ég að trúa því að hún hafi sagt þetta út í loftið?  Er þá eitthvað til í því hjá mér að hún hafi verið að tala sig niður á sama plan og borgarstjórnarflokkur D er á. Þar þvælist nú ekki vitið fyrir mönnum.

Og ekki reyna að telja öðrum trú um að stjórnunarhættir og tök Davíðs Oddsonar á flokknum hafi verið eitthvað annað en miðstýring eða öllu heldur einræði hvað sem öllum trúarbrögðum um annað leið.

Kveðja, Axel.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.5.2008 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband