„Við erum stórastir“

 „Ísland er stórasta land í heimi“ er orðin fleyg setning í sinni jákvæðustu mynd.

Þetta sagði kona með stórt hjarta, kona sem elskar sitt land, Ísland. Kona sem er hispurslaus og bara hún sjálf. Mættu margir taka hana sér til fyrirmyndar.

Það er ekki annað hægt, en að bera virðingu fyrir forsetafrúnni og þeim hjónum báðum.

Áfram Ísland, áfram Dorrit!

 
mbl.is Þegar Dorrit veifaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

Þessi kona er bara snillingur .. Elska sakleysi hennar

Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 23.8.2008 kl. 11:59

2 identicon

Dorrit tókst á sinn einstaka hátt að koma í orð, tilfinningunum sem leikmenn handboltalandsliðsins tókst ekki....þarna örfáum mínútum eftir sigurinn, þegar þeir fengu hljónemana upp í andlitið, enn að ná andanum eftir átökin.  Dorrit er algjörlega æðisleg kona, kann sig á hverju því augnabliki sem hún er stödd í hverju sinni.

Jónína (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 13:44

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þakka ykkur innlitið Hrafnhildur og Jónína.

Það er ekkert nema jákvæðni, ljós og gleði í kringum hana. Hún er yndisleg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.8.2008 kl. 13:54

4 identicon

Dorrit er yndisleg manneskja, það er ekki hægt annað en láta sér þykja vænt um hana !

Ef allir væru eins einlægir og Dorrit, væri heimurinn betri !

Edda Snorra (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 14:36

5 identicon

Sammála ykkur! Hún Dorrit er ófeimin við að sýna kærleika og hugrekki - hún þorir að vera hún sjálf. Tökum okkur hana til fyrirmyndar. Áfram Ísland, stórasta land í heimi

Jóhanna (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 14:51

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Edda og Jóhanna takk fyrir innlitið og undirtektir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.8.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.