Hættulegt og lýjandi starf

 Logreglustjarna

Sú lýsing sem lögreglumaðurinn gefur á einkalífi sínu sem gegnsýrist af því starfi sem hann stundar er átakanleg. Að þurfa að lifa í stöðugum ótta um öryggi sinna nánustu tekur á.Það þekkja þeir einir sem reynt hafa.

Það er sorglegt hvernig menn bölva lögreglunni fyrir að sinna sínu starfi, af litlu eða engu tilefni. Menn horfa framhjá því öryggi sem í lögreglunni er fólgið fyrir borgaranna. „Helvítis löggan“ segja menn þegar þeir eru sektaðir fyrir umferðarlagabrot, það er eins og lögreglan afi brotið af sér en ekki þeir. Svo er henni líka bölvað ef menn þurfa á henni að halda og hún er ekki mætt með það sama.

Lögreglumenn sinna almennt sínu starfi að alúð og samviskusemi. Ég hef verið stöðvaður af lögreglunni fyrir ölvunarakstur, hlotið dóm og tekið út mína refsingu. Ekki hvarflar að mér að áfellast lögregluna fyrir það. Þess í stað er ég henni þakklátur. Hún kom kannski í veg fyrir að ég yrði mannsbani og sæti uppi með ævilanga sektarkennd og vanlíðan. Þá hefði ég ekki getað, á morgnanna, horfst í augu við manninn í speglinum.

Logreglan007Rannsóknir sýna að lífaldur lögreglumanna er um 5 árum styttri en annarra. Nú er álagið á lögreglumönnunum stöðugt að aukast þannig að þessar tölur kunna að breytast hratt lögreglumönnum í óhag.

Að vopna lögregluna er ekki lausn. Það eykur aðeins á vandann. Lögreglan í Bandaríkjunum er grá fyrir járnum, skjóta fyrst og spyrja svo. Aftur á móti eru ensku Bobbarnir eru ekki vopnaðir. Í hvoru landinu skyldi ástandið vera betra og hvers vegna?

 

mbl.is „Ég skal drepa konuna þína!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Sá þátt í danska sjónvarpinu fyrir nokkrum mánuðum síðan þar sem fjallað var um virðingaleysi fólks fyrir öllu yfirvaldi. Eftir að haf heyrt hvað fólk sagði við lögreglu þegar það var handtekið, þá er maður nú ekkert sérstaklega hissa á að einn og einn lögreglumaður missi sig einstaka sinnum. Þvílíkt samansafn af ónöfnum og óþvera hélt ég að fólk ætti ekki til. N.B. þetta voru ekki allt unglingar!

Gulli litli, 13.9.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Gulli. Nei unglingarnir eru ekki verstir. Margir foreldrar gætu margt af unglingunum lært um hegðan undir áhrifum áfengis.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2008 kl. 23:30

3 identicon

Lögreglan á Bretlandi er líka grá fyrir járnum eins og þú kallar það. Bretarnir eru með það sem kallar er vopnuð lögregla og er sú sveit alltaf að verða meira og meira áberandi. Breska götulögreglan svokallaða er ekki vopnuð skotvopnum en stór hluti hennar er með Taser rafbyssur á sér. Lögreglan úti um allan heim er með mjög svipaðan tækjabúnað sem segir lítið sem slíkt. Það er verklagið sem skiptir sköpum og hvernig þessi tæki eru meðhöndluð. Og þar skilur á milli Amerískra og evrópskra lögreglumanna. Ég held að það sé lágmarkskrafa að lögreglumennirnir okkar hafi tæki til að sinna sínum störfum og verja sig með.

Rögnvaldur (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 23:41

4 Smámynd: Jóhann Már Sigurbjörnsson

ÉG er ekki sammála lögreglunni þegar hún stöðvar mann á 102 þar sem er 90 kílómetra hámarkshraði. Björn Bjarna og fleiri ákváðu að lækka vikmörkin fyrir fáeinum misserum. Sjá annað blogg sem ég gerði vegna þess. Lögreglan á suðurlandi er ekki að nýta sér þessi vikmörk á meðan Blöndósarlöggan gerir það hinsvegar.  BjörnBjarna og fleiri kumpánar ættu að gera sér grein fyrir því að það hafa ekki allir efni á því að kaupa sér bíl með"cruise control".

En þetta er vissulega ekki algilt og því kannski erfitt um að spá. Ég kenni ekki mönnunum sem starfa við að stöðva menn, heldur blessðuðu kumpánunum sem þar eru fyrir ofan. Þeir bera vissa sök og við vitum það öll. Það er einmitt þeim að kenna að lögreglan lendir í erfiðari málum nú, t.d. vegna álits almennings á löggjafarvaldinu, vegna fleiri útlendinga með sakaferil sem koma til landins svo eitthvað sé nefnt.

En að hóta fjölskyldu manna sem eingöngu eru að sinna sínu starfi  myndi ég aldrei sætta mig við. En sem dómsmálaráðherra myndi ég hugsa minn gang og reyna að bæta ímynd löggjafarvaldsins sem mótvægisaðgerð gagnvart því. 

Jóhann Már Sigurbjörnsson, 13.9.2008 kl. 23:44

5 identicon

Jóhann Már, ertu ekki að rugla saman ráðherrum í þessari færslu þinni? Það er samgönguráðherra sem útfærir umferðarlögin ekki dómsmálaráðherra. Vikmörkin eru 4 km/klst sem þýðir að með réttu á að stöðva menn sem eru komnir á yfir 94 km/klst þar sem er 90 km hámarkshraði. Þú virkar á mig eins og gramur maður sem á erfitt með að sætta sig við að hafa verið tekinn á of miklum hraða. Og ef svo er raunin, varst það þú sem kitlaðir pinnann, ekki ráðherra.

Rögnvaldur (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 23:56

6 Smámynd: Jóhann Már Sigurbjörnsson

Ég sagði reyndar fleiri kumpánar. NEi ég er ekki reiður yfir því að hafa verið tekinn. Ég er ósáttur yfir því að menn þurfi að einbeita sér að því að vera á milli 86-94. Prófaðu, það er ekki auðvelt á þjóðvegum landsins. Ætli þú farir ekki útaf í næstu beygja þar sem þú horfðir of stíft á hraðamælirinn í stað þess að vera að horfa út um framrúðuna. Svipað og ef þú værir að tala í GSM síma. Allir eru vanir að vera á nákvæmlega hundrað og þú verður var við það þegar þú keyrir í löngum röðum t.d.  veturna eða á sumrin. 

Hversvegna er það ekki lengur löglegt ? Það er stóra spurningin, ég er alls ekki gramur yfir brotinu sjálfu, heldur hvernig aðferð var beitt við að lækka þessi blessuðu vikmörk.

Jóhann Már Sigurbjörnsson, 14.9.2008 kl. 00:02

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rögnvaldur, takk fyrir innlitið og vel framsettan fróðleik.

Jóhann takk fyrir innlitið. Ég hreinlega skil ekki þitt sjónamið, því miður. Þú sem sagt áfellist þá menn sem ákváðu að hraðatakmörkin yrðu sett við 90 en ekki þann hraða sem þú ert á hverju sinni. 

Ekki veit ég við hvað þú dundar þér undir stýri, það virðist ekki vera það sem við kemur akstrinum ef þú hefur ekki tíma til að líta á hraðamælinn annað veifið. Í umferðalögum er þér lögð sú skylda á herðar að aka eftir aðstæðum hverju sinni og hafa allan hugann við aksturinn.

Ég vona sannarlega að leiðir okkar liggi ekki saman í umferðinni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2008 kl. 00:20

8 Smámynd: Jóhann Már Sigurbjörnsson

Hmm, ég er greinilega ekki að ná að útskýra sjónarmið mín hér. En síðasta tilraun til þess :

1. Þegar þú lærðir að keyra þá var þér kennt að aka á +- ??? yfir þeim hámarkshraða sem gefinn var hverju sinni. Hverskyldi hann hafa verið ?
Mér var að minnstakosti kennt að það mætti aka 10 km/klst yfir gefnum hámarkshraða. Ekki veit ég með ykkur hina, kannski misskildi ég það sem verklegi kennarinn kenndi mér og eða í þeim bókum sem ég hafði (Lærði 1991) ?

2. Þegar gatan hallar skyndilegar gefum okkur 2,0099° niður á við. Þá eykst togkraftur götunnar sem gerir það að verkum að streymi eldsneytis sem þú hefur reiknað út að dugi til þess að halda gefnum hámarkshraða er allt í einu of mikið. Þetta leiðir af sér hraðaaukningu upp á u.þ.b. 9%. Ef þú margfaldar 1,07 * 90 þá færðu töluna 98 sem að mínu mati ættu að vera vikmörkin.

Þú þarft ekki nema að vera tala við barn í aftursætinu, stilla útvarpið, horfa á fjöllin osfrv þegar þessi "blind" halli á sér stað, verður var við hann þegar hraðamælirinn er allt í einu komin í 105+. Þeir sem eru með "cruise control" þurfa svo sem ekki að spá í þetta, en við hinir þurfum að stilla inngjöfina af eða stíga á bremsuna, kannski hafið þið ekki þurft að spá í það. En þetta var að vísu ekki upphaf þessarar umræðu og læt ég hér við sitja gagnvart þessu hraðamáli.

Jóhann Már Sigurbjörnsson, 14.9.2008 kl. 00:35

9 identicon

Hvað hefur breyst!!  Ég ólst upp við það að bera virðingu fyrir öðru fólki, hvað þá lögreglunni sem manni var ómeðvitað kennt að hjálpaði fólki í nauðum og hefði hönd á þeim sem á einhvern hátt ógnaði öðrum. Ég veit ekki svarið við minni eigin spurningu, en kannski má spá í hvort það séu dómarnir sem fólk (aðallega menn) fær/fá ? Séu dómar ekki í samræmi við brot manna, hlýtur að koma að því að fólk hreinlega hættir að taka mark á löggæslunni og dómarastéttinni í heild sinni. Ég ætla ekki einu sinni að byrja á að nefna dóma vegna kynferðismála að svo stöddu, það er sér kapituli út af fyrir sig, en ljóst er að eitthvað þarf að gera, einhversstaðar er pottur brotinn, og ég held jafnvel að það þurfi að hugsa þetta starf upp á nýtt. Taka á þessu strax? Kan nski dálítið harkalega hugsað.....en hvað er til ráða?? Kannski þarf að hrista upp í þessu, láta þessa huguðu menn fá almennileg laun fyrir það sem þeir eru að gera, en að sama skapi þarf að sjálfsögðu að gera kröfur til þessarra manna, í litlu samfélagi gerir einn svartur sauður illt verra.  Förum fram á að lögreglumenn fái bestu hugsanlegu þjálfun sem þarf, standist bestu próf sem þurfa og fái bestu laun sem þeim sæmir fyrir að stunda þetta starf og standa sig í því.

assa (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 01:23

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

1. Þegar mér var kennt að aka 1974 þá var mér gert ljóst að 45 merkti 45 en ekki 49,5. 60 merkti 60 en ekki 66. Og 70 sem var þá hámarkshraðinn á þjóðvegunum væri 70 en ekki 77. Ökukennarinn þinn hefði þurft á endurmenntun að halda.

2. Ég endurtek það sem ég sagði áður. - Ekki veit ég við hvað þú dundar þér undir stýri, það virðist ekki vera það sem við kemur akstrinum ef þú hefur ekki tíma til að líta á hraðamælinn annað veifið. Í umferðalögum er þér lögð sú skylda á herðar að aka eftir aðstæðum hverju sinni og hafa allan hugann við aksturinn.-

Ef vikmörkin væru þau að þú gætir ekið á 98, værir þú þá ekki að staðaldri á 98? Og þyrftir þá enn meiri vikmörk til að mæta þessum skorti þínum á  að hafa stjórn á bensínfætinum svo ekki sé talað um ef þú hefðir öflugan meðvind.

Sættu þig við 90, flestir gera það.

Bestu kveðjur

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2008 kl. 01:25

11 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Jóhann: Manni er kennt ýmislegt í ökuskóla og ökutímum, en þeir leggja samt alltaf áherslu á að aka eftir aðstæðum. Sem þýðir að þú þarft alltaf að vera að fylgjast með hraðamælinum. Skiltið segir kanski 90, en aðstæður leyfa kannski bara 70-80. Skiltið segir bara til um hámarkshraða við bestu mögulegu aðstæður.

Þeir breyttu þessu frá 10km yfir leyfðan hámarkshraða niður í 5, af góðri aðstæðu. Fólk er farið að keyra miklu hraðar en tíðkaðist hérna áður fyrr vegna kraftmeiri bíla, og kannski er fólk bara almennt heimskara. En þeir sáu ástæðu til þess og ég get ekki séð að þeir hafi neina ástæðu til þess að sjá eftir því.

Ef þér yfir höfuð finnst svona erfitt að kíkja niður á mælaborðið til að fylgjast aðeins með hvað er að gerast þar, þá ættir þú kannski ekki að vera að keyra. Bara segi svona. Ert þú kannski einn af þessu fólki sem tekur aldrei stefnuljósið af? :)

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 14.9.2008 kl. 01:31

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Assa takk fyrir innlitið og þitt framlag í umræðuna. Ég get tekið undir allt sem þú segir.

Bestu kveðjur,

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2008 kl. 01:32

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæl Inga, takk fyrir innlitið. Eins og talað út úr mínu hjarta.

Bið að heilsa Carsten

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2008 kl. 01:34

14 identicon

Jóhann Már hefur að mínu mati nokkuð til síns máls að segja. Það er ekki auðvelt og krefst þónokkurar einbeitningar að fylgjast með hraðamælinum á vegum landsins, ætli maður sér að vera á nokk löglegum hraða. Minn bíll er nú þannig t.d. að ég þarf stöðugt að fylgjast með hraðamælinum ætli ég mér að vera örugglega lögleg hvað það varðar, t.d. í göngunum, gott að miða við þau, það má ekki fara mikið yfir til að verða ólöglegur, jafnvel þó maður sé að öllu jöfnu samviskusamlegur og lítið hrifinn af því að brjóta lög, þá þarf lítið út af að bera til að gera samviskulegasta og löghlýðnasta fólk ólöghlýðið. Og þegar þannig er, fer fólki að finnast lögin ósanngjörn, og þegar löghlýðnu fólki fer að finnast lögin ósanngjörn þá .....er voðinn vís

assa (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 02:19

15 Smámynd: Jóhann Már Sigurbjörnsson

Ég sé það , að það er mikið kynslóðabil á milli okkar og því höfum við mismunandi skoðanir á ýmsum málum svo sem eins og hraða. En þá aftur að upphaflega málefninu.

Hvað er hér að gerast ? Eins og Assa spyr ?
Mín kynslóð vill getað spáð í afleiðingar af þeim ákvörðunum sem teknar eru. Við, amk mín kynslóð, hefði getað svarað því strax að með aukinni umferð erlendra starfsmanna að það þyrfti að fylgjast vel með sakaferli og fleiru, en það hefur ekki gerst, hver ber sökina á því ?

Hvað með geðsjúklingana sem ráfa hér um götur borgarinnar, þeir eru taldir vera tifandi sprengjur og í sumu tilfellum hafa þær sprungin (menn hafa fallið í valinn af völdum þeirra). Þeir fá hvegi húsnæði, hverjum er það aðkenna ?

Hvað með aukinn opnunartíma um helgar, menn eru drukknari ofbeldishneigðari og þar fram eftir götunum. Ja þetta er eitt af mörgum atriðum sem mín kynslóð er og hefur fyrir löngu áttað sig á.

Kannski þarf þessi kynslóð sem stýrir landinu nú, að átta sig á því hvað er að gerast hér í landinu. Ég held í raun að það gæti verið upphafið af svo mörgu sem hægt væri aðkoma í veg fyrir.

Annars tel ég að ímynd löggæslunar hafi beðið alvarlega hnekki þegar þeir ákváðu að koma fram við almenning eins og hryðjuverkamenn,, nú eða níðast á saklausum unglingum. Að mínu mati þarf að kanna hversvegna löggæslumenn missa sig svona og koma í veg fyrir það með einhverju móti , til dæmis með því að auka mannafla, hækka laun og þar fram eftir götunum. En eins og við vitum eru menn lögsóttir reyni þeir svo mikið semsegja upp úr vinnu sinni s.b. ljósmæður.

Jóhann Már Sigurbjörnsson, 14.9.2008 kl. 02:25

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

assa, ef fólk á í vandræðum að halda sig innan hámarkshraða af einhverjum ástæðum, þá leysir það ekki vandann að auka vikmörk. Fólk fullnýtir þá gjarnan vikmörkin og á þá í sömu vandræðum og áður að fara ekki yfir þau.

Jóhann, mér sýnist ,að svo viljir þú böl bæta að benda á annað verra. Hvað þarf þín kynslóð að vera mikið yfir leyfðum hraða til að fara að spá í hugsanlegar afleiðingar af þeirri ákvörðun?

Ertu á móti auknum opnunartíma verslana um helgar  en meðmæltur auknu frelsi í hraðakstri?

Hvað koma geðsjúklingar sem ráfa um göturnar þessu máli við á meðan þeir setjast ekki undir stýri með það að markmiði að hafa hraðatakmarkanir að engu?

Hef ég misst af einhverju? Hvenær var þessi breytta stefna lögreglunar sem þú getur um gerð opinber. Ég hef ekki orðið var við breytta framkomu lögreglunar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2008 kl. 02:46

17 identicon

Kannski af því að klukkan er orðin soldið margt..,,en ég er ekki alveg að fylgja því sem síðast var sagt hér,...fannst þetta vera farið að bera keim af pólitík :) sem er auðvitað ekki slæm, en bara ekki fyrir mig að svo stöddu og ekki hér að sinni a.m.k......en......get alveg sagt örfá orð. Í fyrsta lagi...efast ég um að við Jóhann Már séum sammála um....marga hluti, þó sumt virðumst við samm ála um. Mér þykir þú reyndar, Jóhann Már,  nokkuð líklegur pólitíkus, þá á ég ekki endilega við að þú sért sérlega góður eða efnilegur sem slíkur, heldur bara líklegur. Og það út af fyrir sig eru vart meðmæli, svo plííís, farðu í einhvern annan bissnes, við höfum nóg af pólítíkusum nú þegar sem við gætum vel verið án.

assa (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 02:55

18 identicon

Nei Jóhann Már. Ég vil nú bara meina að hámarkshraðinn sé ekki skynsamlegur oft á tíðum. Ég hef ekkert sérstakt fyrir mér hvað það varðar, annað en mitt eigið eðlismat....??? ef svo má að orði komast. Vegir hafa lagast frá 1974 og bílar hafa batnað, svo ég held að hámarkshraði megi að ósekju vera á vissum stöðum a.m.k. 100 km.

assa (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 03:03

19 identicon

Fyrirgefðu, meinti Axel..

assa (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 03:04

20 identicon

....og af því þú talar um hvaða afleiðingar það megi hafa að vera yfir vissum löglegum hraða....er það ekki soldið svona að einfalda hlutina. Hvaða afleiðingar t.d. hefur það að aka á 70 km . hraða á þjóðvegum landsins ef hámarkshraði væri 50? Örugglega allt aðrar. Það er bara ekki spurningin. 90 km. hraði er einfaldlega of lágur hámarkshraði í dag. Gæti vel verið sammála að það væri góður viðmiðunarhraði, en hámarkshraði mætti vera meiri, en auðvitað fengist þá minna í ríkiskassann.

assa (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 03:14

21 Smámynd: Jóhann Már Sigurbjörnsson

Ætli ég sé ekki að blanda nokkrum málum hér saman og kannski ruglar það einhverja í ríminu ;).  Nei ég er ekki pólitíkus, en ég hef þó ansi margar skoðanir á hinum ýmsu hlutum og get alveg skrifað , ja ef ekki haldið ræður um marga hluti. Lyklaborðið er bilað á tölvunni og því er stafsetninginn ekki alveg upp á það besta.

gleymum hraðamálinu þar sem ég sé að ég þyrfti að skrifa heila ritgerð til að svara því máli, en eg stend við mitt gagnavart því, mér finnst vikmörkin of lág.

Gagnvart geðsjúklingunum, þá gætu þeir alveg eins og ofbeldisseggirnir, ráðist á lögregluna og þar fór ég úr einu yfir í annað. Lögreglan þarf að berjast við ofbeldisseggi á degi hverjum, sem eru að færa sig upp á skaftið og er svo komið að þeir eru farnir að leggja líf og limi löggæslu vorra í hættu.

Afhverju er það þannig að menn horfa aldrei á neitt nema atriðið sjálft, "look out of the box" ,, löggan er  í hættu !!  Menn eru að ráðast á þá, nú með hnífum, kannski eftir ár með skammbyssum. Eigum við ekki að reyna að koma með "mótvægis aðgerðir" í staðinn fyrir að láta vandamálið viðgangast með tilheyrandi hlífðarbúnaði ?

Þetta sem ég skrifa hér að ofan var nákvæmlega það, hvursu pólitískt sem það nú er. En þetta er mitt framlag til þess að minnka álagið á okkar ágætu löggæslumenn, tek ópólitíska dæmið á þetta.

1. Geðsjúklingana af götunni 
2. Fyllibitturnar fyrr heim um helgar
3. Burt með erlent starfsfólk með sakaferil
4. Lækka húsnæðisverð (hmm, á kannski ekki alveg heima hér enn)
5. Sanngjörn lög fyrir fólk sem er sanngjarnt og ber virðingu fyrir náunganum
5a. (Að lækka vikmörk er eru ekki sanngjarnar lagabreytingar osfrv.)

Jóhann Már Sigurbjörnsson, 14.9.2008 kl. 03:17

22 Smámynd: Jóhann Már Sigurbjörnsson

Vertu róleg Assa, ég er Tölvufræðingur að mennt og er að mennta mig í viðskiptafræði sem aukabúgrein í dag ;). Svo ég mun að öllum líkindum ekki beita mér fyrir því að fara í pólitík, enda illa launað starf ;). Hef þó sterkar skoðanir á hlutum , en er þó opinn fyrir því oft á tíðum að skipta um skoðunn , svo framarlega sem góð rök eru fyrir því.  

Jóhann Már Sigurbjörnsson, 14.9.2008 kl. 03:22

23 identicon

Svo veit hver heilvita maður, að fólk sem er innan hámarkshraða á þjóðvegum landsins, er bara fyrir. Að segja að fólk geti bara dólað sér á 60-80, án þess að það skapi öðrum umferðarnágrönnum í hættu, er fólk hreinlega að stinga hausnum í sandinn. Ekki vegna þess að fólk ætli sér að stofna næsta bílstjóra í hættu, heldur bjóða göturnar ekki upp á annað ef einhver ákveður rétt si svona að skreppa í sunnudagsbíltúr innan um alla hina sem eru á ferðinni á veginum vegna þess að ekki er um annan veg að ræða.

assa (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 03:24

24 identicon

Vil nú ekki fara ósátt að sofa við nokkurn mann ef ég kemst hjá því, og vil því segja við þig Jóhann að margt virðist þú hafa gott til málanna að leggja. Ég er sammála þér í stórum dráttum með það sem þú segir hér að ofan,... eitthvað segir mér þó að við værum tæpast í sama flokki ef á reyndi, en....mér líst vel á þig...a. m .k. enn sem komið er, svo má maður alltaf skipta um skoðun....er það ekki :)

assa (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 03:37

25 Smámynd: Jóhann Már Sigurbjörnsson

Jamm, enda ekkert varið í að vera sammála í einu og öllu. En bara svona til að hafa eitt á hreinu þá er ég í mörgum orðum að stytta mál mitt allverulega svo að ég skrifa ekki allt um allt.

Fólk sem er alvarlega veikt á geði hefur ekki fengið tilheyrandi lausn á sínum vandamálum í "kerfinu" síðan 1995. Ættingjar hafa staðið ráðalausir uppi með þetta fólk....... ekki fer ég nánar út í það.

Ég var einusinni á þeirri skoðun að leiguverð á íbúðum ætti að vera lægra en það er, það var áður en ég lærði hagfræði srfv. Þ.e.a.s. ég skipti um skoðunn.

En svo er bara að sjá til því mun verra sem hagkerfið okkar fer þeim mun meira mun ég styrkjast í skoðunum mínum osfrv..... 

Jóhann Már Sigurbjörnsson, 14.9.2008 kl. 03:50

26 identicon

Það þarf að stofna félag eða hreyfingu til verndar og aðstoðar lögreglu í starfi.
Hópur af allsgáðum einstaklingum sem gengur um miðbæinn og sér um að ofbeldi og viðbjóð sé haldið í skefjum. Og þar sem ofbeldishneigt fólk er að "skemmta" sér biturt og hatandi, er stórhættulegt að vera.
Það þarf að taka harðar á ofbeldi. Í Þýskalandi er farið að setja ungmenni beint í steininn í 2-4 vikur sem eru staðin að ofbeldi. Þetta virkar greinilega því eftir svona lagað hugsa þeir sig tvisvar um, ekkert gaman í grjótinu.
Ég er ekki að tala um að setja 1-2% þjóðarinnar í fangelsi (eins og í USA), það yrði allt of dýrt. Bara stutt réttarhöld daginn eftir barsmíðar og strax í fangelsi.
Það er réttarkerfið sem er allt of hægvirkt.
Löggan er bara að vinna sína vinnu og vernda heiðarlega borgara, sem eru vonandi ennþá í meirihluta.
Það ætti ekki að mega snerta lögregluþjóna án þess að vera refsað hart fyrir. Það má ekki tengja persónu lögregluþjóna við yfirvaldið.

Einar (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 09:43

27 identicon

Ég tel að það hafi verið nákvæmlega það sem þurfti að gera að lækka viðmörk á hraðatakmörkunum. Það var orðið eðlilegt í umferðinni á höfðuborgarsvæðinu að keyra á 10-20kmh yfir hámarkshraða og lögreglan gerði lítið annað en að blikka ljósunum og halda áfram ferð sinni. Hraða takmörkun er ekki bara til að gera þig fúlan að geta ekki farið hraðar án þess að þurfa að horfa stannslaust um öxl og vera með hnút í maganum um að vera stoppaður heldur til að vernda bæði þig og aðra sem í u mferðinni eru. Því hraðar sem keyrt er því lengri vegalengd þarf til að stoppa.

Það sem kennt mér var kennt í ökuskóla var að aka eftir aðstæðum svo framarlega sem að ég færi ekki yfir hámarkshraða, myndi ekki brjóta lög og væri ekki að valda sjálfum mér og þá sérstaklega öðrum hættu.

Ef það er erfitt að horfa á hraðamælinn af og til væri kannski spurning að aka hægar því það tekur lengri tíma að stöðva farartækið ef eitthvað kemur uppá á meiri hraða en minni og tala nú ekki um ef einbeitningin er að fara í allt annað en aksturinn.

Hver sem hámarks hraðinn er hverju sinni gildir sú tala, skekkjumörkin sem eru 4kmh yfir eða undir er sá hraði sem fólk ætti að eiga auðvelt með að halda sér innan.

Hallgrímur Þór Axelsson. (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 11:48

28 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það sem mér er ekki að takast að skilja, er afhverju fólki þykir það svo erfitt að fylgjast með hraðamælinum við akstur.

Er eitthvað auðveldara að horfa á hann þegar þú keyrir 10-15km fyrir ofan hámarkshraða? Ef að vikmörkin yrðu aftur hækkuð uppí 10, væri þá eitthvað auðveldara að horfa á mælaborðið og fylgja hraðamörkum?

Það stendur í lögum, og það er ætlast til af þér sem ökumanni í umferð að fylgjast vel með mælaborði, og öllu því sem í því er. Ef það reynist þér erfitt, þá er rétta aðferðin ekki að keyra hraðar, keyrðu hægar. Voðalega bandarísk lógík hjá þér.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 14.9.2008 kl. 11:58

29 identicon

Ég tek að ofan fyrir þeim lögreglumönnum á íslandi sem vinna vinnuna sína rétt og framfylgja lögum. Lögreglan eru þjónar almennings og ætti að sýna þeim háa virðingu í sínu starfi. Ég tel þó að það sé alröng átt að vopna lögregluna og vona að það komi ekki til þess. Piparúði og kilfan hafa verið alveg meira en nóg hingaðtil.

Hallgrímur Þór Axelsson. (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 12:03

30 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Sammála honum Hallgrími.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 14.9.2008 kl. 12:35

31 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Einar, ég sé ekki tilganginn með sveitum af óbreyttum borgurum, þó alsgáðir séu. Það þarf einfaldlega að fjölga í lögreglunni og skera hana niður úr þeirri hengingaról sem ofnaumt skammtað fjármagn er.

Ingibjörg og Hallgrímur takk fyrir innlitið og undirtektir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.