Sovét blaðamennska?

MblÞað er undarleg blaðamennska á ferðinni á mbl.is. Fréttinni, sem bloggið hér á undan fjallar um, hefur verið breytt. Þá er ég ekki að tala um innsláttarvillu leiðréttingu eða þessháttar smávægilegar breytingar, heldur megin innihaldsbreytingu.

Inntak fréttarinnar er orðið allt annað. Álpappír var sagður notaður til verksins. Nú hefur orðið álpappír verið tekið út og orðið „búnaður“ settur í staðinn. Þetta er gjörbreyting á fréttinni, álpappírinn var þungamiðja hennar.

sovét9Morgunblaðið hefur í áratugi gagnrýnt blaðamennsku af þessu tagi austur í Sovét og þeirri blokk allri. En nú hefur mbl.is tekið upp sömu siði. Er virkilega svona illa komið fyrir Morgunblaðinu?  

Ætli ég megi eiga von á holskeflu kvartana frá hollvinum Moggans og lokun í kjölfarið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Gylfason

Bíddu, ertu ekki að grínast? Fyrst segirðu starfsmanninn heimskan fyrir að segja hvernig á að leika á kerfið, svo þegar moggamenn taka það út drullarðu yfir þá fyrir það?

Gunnar Gylfason, 13.9.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Gulli litli

Mogginn er bara að hrekkja þig Axel..

Gulli litli, 13.9.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gunnar, ég sagði aldrei að starfsmaðurinn væri heimskur, sagði að það hefði verið "misráðið" af honum að segja frá þessu. Mbl.is flutti af því frétt og þá var málið orðið opinbert, en svo breyta þeir fréttinni sem eru ekki vönduð vinnubrögð. Þetta eru tvö aðskild mál þótt þau tengist.

Gulli, djúpt er þá til þess seilst, ég er snortin af mikilleik mínum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2008 kl. 23:27

4 Smámynd: Gunnar Gylfason

Þú sagðir að þetta væri vanhugsuð vinnubrögð, ég ýkti þetta aðeins.

 Breytir því ekki að það er eðlilegt að  taka út leiðbeiningar um það hvernig á að ræna búðir af netinu. Finnst þetta vera fáránlegt viðhorf hjá þér

Gunnar Gylfason, 14.9.2008 kl. 00:32

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gunnar, Það gengur ekki að breyta frétt eftirá. Skaðinn var skeður.

Einn sem kommentaði á bloggið sagðist þekkja aðferðir til að blekkja kerfið af því að hann vann í búð. Er það svo að verslanir eru með kerfi sem vitað er að auðveldlega er hægt að blekkja? Er það einungis til sýnis?

Þetta er líkt því að í stað þess að vera með trygga læsingu á útihurðinni, þá sé hengt spjald á hurðina sem á stendur "Hurðin er læst" og vona að það virki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2008 kl. 01:05

6 Smámynd: Gunnar Gylfason

Gengur ekki að breyta frétt eftir á?
Er þér alvara?  Þeir gerðu það, og viti menn, þú ert sá eini sem kvartaðir.

 Og hvernig í ósköpunum geturðu sagt að álpappírinn hafi verið þungamiðja fréttarinnar? Auðvitað er aðalatriðið í fréttinni að menn náðu að stela miklum peningum frá búð og að maðurinn hafi ráðist á starfsmenn Smáralindarinna

 Sambærilegt dæmi væri t.d. morð
Segjum sem svo að það væri frétt á mbl: ''Tveir hálfþrítugir karlmenn réðust inn á heimili í Grindavík í dag og myrtu þar fertugan karlmann, vegna asnalegrar bloggfærslu sem hann birti á netinu fyrr um daginn, eru enn ófundnir.''

 Væri þetta þá bara ekkert frétt vegna þess að það stendur ekki nákvæmlega hvernig hann var drepinn? Því að það stendur ekki hvernig  á að drepa mann og komast upp með það?

 Segi það aftur, fáránlegt viðhorf hjá þér

Gunnar Gylfason, 14.9.2008 kl. 15:15

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þótt þú sért barnalega ósmekklegur þá ætla ég að svara þér.

Mér sýnist þú hálf einmanna með þína skoðun.

Það sem þú lætur ósagt í lýsingu þinni á morðinu er þungamiðjan. Hvernig hann var myrtur. Það er leyndarmál sem enginn veit nema þú og löggan. Ef löggan hefði upplýst að hann hefði verið myrtur með álpappír hefðir það hugsanlega skaðað möguleika löggunnar á að ná þér og láta þig væla út játningu.

Ef það hefði verið birt og síðan tekið út væri það barnalegt, skaðinn væri skeður og slæm blaðamennska fyrst og fremst.

Ég er að velta því fyrir mér hver þessi fertugi karlmaður er, ætli það sé Sveinn á snærinu?

Ekki veit ég hvað þú ert gamall, því ekki birtir þú af þér mynd, en ef marka má þroskann myndi ég segja svona 13 - 14?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2008 kl. 15:44

8 Smámynd: Gunnar Gylfason

Vá, en þroskað af þér að kalla mig barnalegan. Styrkir mál þitt alveg rosalega. Sé ekki hvernig aldur minn kemur málinu við svo læt þetta kyrrt liggja.

 Dæmið mitt með lögguna var illa orðað, breytir því ekki að það er fullkomlega eðlilegt að taka út leiðbeiningar um það hvernig á að leika á þjófavarnakerfi(sama hversu lélegt kerfið er). Svo ég sletti aðeins: For all we know, þá gæti hafa komið ábending frá lögreglunni og moggamenn beðnir um að taka þetta

 "Ef það hefði verið birt og síðan tekið út væri það barnalegt, skaðinn væri skeður og slæm blaðamennska fyrst og fremst."
Nú, haha. Er þetta allt í einu orðið barnalegt? Jæja, einmitt. Breytir því ekki að með því að einfaldlega breyta fréttinni aðeins (nei, ekki einusinni það, heldur með því að breyta frásögninni aðeins) getur þú komið í veg fyrir að fleiri sjá hvernig má leika á kerfið.
Ég til dæmis vissi ekki að það mætti setja álpappír utan um flíkina og komast þannig í gegnum þjófavarnakerfið, fyrr en ég sá það sem þú klipptir út og settir í þessa bloggfærslu.

Gunnar Gylfason, 14.9.2008 kl. 20:19

9 Smámynd: Gunnar Gylfason

eða ekki.

Gunnar Gylfason, 19.9.2008 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband