Nályktina leggur af ríkisstjórninni

Ráðherrar og þingmenn Samfylkingarinnar munu hafa bundið vonir við það fram eftir degi í gær að forsætisráðherra myndi ætla í stefnuræðunni að reka af sér slyðruorðið og boða aðgerðir en sú von brást. 

Ríkisstjórnarsamstarfið mun hafa hangið á bláþræði í gær vegna efnahagsástandsins og ágreinings um leiðir og aðgerðir. Svo segir í  24. stundum í dag.

Mikil óánægja mun einnig innan Samfylkingarinnar með aðdraganda og framkvæmd Glitnismálsins, sem hefur magnast er á leið og steininn hafi tekið úr þegar Davíð Oddson mætti á ríkisstjórnarfund á þriðjudag og lagði til að þjóðstjórn yrði komið á og hinir bankarnir tveir yrðu þjóðnýttir!  Skilningur ráðherra Sjálfstæðisflokksins á aðgerða- og áhugaleysi Seðlabankans um efnahagsmálin að öðru leyti, vekur furðu samstarfsflokksins.

Innan Samfylkingarinnar eru það helst þrjú atriði sem talið er að yrðu að vera fyrstu skref til lausnar á efnahagsvandanum.

1.       Að lýsa yfir vilja til aðildarumsóknar að ESB.

2.       Sækja um neyðarlán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

3.       Reka Davíð Oddson.

Það er þannig komið að menn eru að átta sig á því að Davíð Oddson Seðlabankastjóri  er einn aðal efnahagsvandinn,  sú skoðun er sterk innan Samfylkingar og henni vex einnig fiskur um hrygg innan Sjálfstæðisflokksins.

Það er aðeins eitt sem hugsanlega gæti  vakið Sjálfstæðismenn af þyrnirósarsvefninum.  Það þyrfti að koma Íslenska efnahagsvandanum upp í Rússneska flugvél og láta hana fljúga inn í Íslenska lofthelgi, þá stæði ekki á áhuga og vilja Sjálfstæðismanna til  aðgerða  gegn þessum vágesti. RIP

Þessi ríkisstjórn er þegar örend, dánar- og jarðafarartilkynning verður birt þegar aðstandendur hafa áttað sig á því.


mbl.is Miklir erfiðleikar blasa við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Skrautleg færsla félagi:-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.10.2008 kl. 08:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er ekki málið allt orðið skrautlegt, nei það er ekki orðið, grátlegt, sorglegt væri nær lagi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.10.2008 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband