Nú er mér öllum lokið

gretar-thorsteinssonOrð Grétars Þorsteinssonar forseta ASÍ, í  hádegisfréttum, um samskipti  þeirra við ríkisstjórnina um helgina sendu ískaldan hroll niður bakið, vægt orðað.

Misvísandi yfirlýsingar forsætisráðherra og tal hans út og suður um ástandið hafði vissulega upplýst að ekki væri allt með feldu á stjórnarheimilinu.

En að það væri jafn veruleikafirrt  og út úr kú eins og Grétar upplýsti, hafði jafnvel ekki hvarfað að mér, þótt ég væri allur að vilja gerður.

Ríkisstjórnarskipti hafa verið sögð slæmur kostur við þessar aðstæður, ekki dreg ég úr því. En Asninnáframhaldandi seta þessarar ríkisstjórnar er líka grafalvarlegt mál, því augljóst má vera að getu- og ráðaleysi hennar er algert.  

Þeir sem vilja, geta ekki, því samstarfsflokkurinn er í gíslingu liðónýts forsætisráðherra.

.

.

Ríkisstjórnin ræður ekki við vandann

  
mbl.is Launþegasamtök ekki boðuð til funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nokkuð athyglisvert að lesa þessa frétt. Ég spyr sjálfan mig bara að því hversvegna þeir séu að halda þessa fundi yfir höfuð þegar fólk er að fara á fundi en veit ekki hver ástæðan sé fyrir fundinum eða hvað á að ræða. Sitja þeir þá bara þarna og bora í nefið ? Aðgerðarleysi hefur verið megin markmið ríkisstjórnarinnar til þessa að svo virðist og bara líkt og það hefur sýnt sig í gegnum árin virðist sem þeim sé meira og minna bara alveg sama um fólkið í landinu. Ég legg til að við tökum öll fríðindi úr þingmanna og ráðherra starfinu, lækkum launin þeirra þannig að þau stemmi við kjarasamninga, tökum frá þeim fínu skrifstofurnar og ráðherra bílana. Látum þá borga eigin brúsa og sjáum hvort þeim verður sama þá.

Mig hlakkar mikið til að hlusta á það sem Geir hefur að segja núna klukkan 16:00 þegar hann ætlað að ávarpa þjóðina.

Hallgrímur Axelsson (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 15:34

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hallgrímur ekki á ég von á neinu kraftaverki kl. 4 . Ef ekki kemur eitthvað róttækt frá stjórninni þá eiga þessir menn (og konur) sér ekki viðreisnar von.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2008 kl. 15:51

3 identicon

Ég á heldur ekki von á neinu öðru en að það verði talað hringi í kringum málið en væri samt fínt að fá eitthverja hugmynd um hvað sé í vændum.

Hallgrímur Axelsson (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 16:03

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fór eins og mig grunaði, Geir talaði í korter er sagði ekkert. Þetta hljómaði eins og bæn eða predikun í sunnudagsmessu.

Það var bara ekki nammidagur í dag.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2008 kl. 16:22

5 identicon

Hehehe, já nákvæmlega það sem ég hugsaði þegar ég var að hlusta á þetta. Vantaði bara að setja hvíta borðann á hálmálið á honum í stað bindisins.

En já, hann sagði voða lítið annað en að núna þyrfti að fara að gera eitthvað. Amen.

Hallgrímur Þór Axelsson. (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.