Batnandi manni er best að lifa

Það er ánægjulegt  að Geir Haarde skuli loks hafa áttað sig á því að gera þurfi gagngerar breytingar á reglum viðskiptalífsins. Að setja þurfi skýrar og hnitmiðaðar reglur sem veitir viðskiptalífinu nauðsynlegt aðhald.  Jafnframt þarf að herða viðurlög við brotum.

hrunEn þetta eru allt atriði sem búið var að gagnrýna og margvara við en Sjálfstæðismenn skelltu ekki aðeins skollaeyrum heldur lögðust frjálshyggjutrúboðarnir hart gegn öllum slíkum hugmyndum. Gagnrýnendum voru ekki vandaðar kveðjunnar.

Það er góðra gjalda vert að Sjálfstæðismenn skuli hafa áttað sig, þótt það sé einu „þjóðargjaldþroti“ of seint.

Hverær ætli þeir átti sig og viðurkenni bullið og ruglið við gjafakvótakerfið  og lýsi vilja til breytinga, eða verður það fyrst stórslysi  eða hruni of seint?

 
mbl.is Geir: Herða beri viðurlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband