Verða galdrabrennur?

Silfur Egils í dag er að sönnu sögulegur þáttur. Rúsínan í pylsuendanum var viðtalið við Jón Ásgeir. 

Það verður,  hvaða álit sem menn hafa á Jóni Ásgeiri, að meta það honum til tekna að hafa mætt í Silfrið, til að standa fyrir máli sínu og halda stóískri ró,  þótt hart væri að honum sótt.  

réttlætisgyðjanFleiri útrásarhaukum  var boðið en enginn annar hafði  til þess þor. Það segir kannski meira en mörg orð.

Hvort og hvernig sekt manna er háttað, í  þessu andstyggðar máli öllu, verður tíminn að leiða í ljós. Að kalla fram „galdrabrennu“ andrúmsloft til að fá einhverja stundarfróun þjónar engum tilgangi og  allra síst réttlætinu.

Allt þarf að vera undir þegar þetta mál verður rannsakað. Ekki bara útrásahaukarnir heldur líka og ekki hvað síst þáttur pólitíkusa og embættismanna. Þjóðin þarf ekki á einhverjum blórabögglum að halda, þjóðin þarf réttlæti.

Án réttlætis verður aldrei sátt í þjóðfélaginu.

 
mbl.is Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það verður megin hlutverk stjórnvalda að tryggja að allir eigi fyrir salti í grautinn, líka Jón Ásgeir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.10.2008 kl. 19:04

2 identicon

Galdrabrennur, nornaveiður, hvað sem þið viljið kalla það. Ég persónulega vil sjá blóð og ekkert minna, enda stutt í villimannseðlið! Egill er hetjan mín og ég vona að fleiri taki sér hann til fyrirmyndar.

Jón Flón (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 20:29

3 identicon

Egill var eiginlega bara alger dóni í þessu viðtali. Í raun fékk hann Jón aðeins til að koma til að hrauna yfir hann og leifði honum svo ekki einusinni að komast að eða varla.

Eins og Jón Ásgeir sagði í þessu viðtali þá er ekki einungis hægt að benda á nokkra aðila í þessu máli og ætla að brenna þá á báli. Samkvæmt lögum vöru þeir ekki að brjóta nein lög. Og eru ekki allir saklausir þangað til að sekt er sönnuð.

Það verður að grafa í þessi fyrirtæki og í allan rekstur hjá þessum einstaklingum og athuga hvort það hafi verið og hvort það sé ólögleg starfsemi í gangi. Það er meira að segja alveg spurning hvort það borgi sig fyrir ríkið að vera að standa í því, því ef það kemur ekkert í ljós við þær framkvæmdir þá er hægt að gera ríkið skaðabótaskilt.

Það er margt í þessu sem hefur orðið til þess að við stöndum hér í dag á barmi gjaldþrots. Við getum sjálfum okkur um kennt að hafa kosið yfir okkur þessa kalla sem stýra landinu. Ábyrgðin á þessu lyggur fyrst og fremst hjá þeim en við þessar aðstæður er verið að reyna að koma ábyrgðinni yfir á aðra aðila. Það er kominn tími á að brenna þessa blessuðu ríkisstjórn á báli og endilega kasta honum Agli með á bálið eftir þennan þátt, prumpið úr honum verður kannski til þess að bálið brenni hraðar.

Hallgrímur Þór Axelsson. (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband