Góð hugmynd og þörf ábending.

 Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins, bendir á að rétt sé að senda ráðamenn íslensku þjóðarinnar á málanámskeið og námskeið í almennum mannasiðum.

Mönnum hættir til að ofmeta málakunnáttu sína og eigið ágæti.

Látið hefur verið að því liggja að misskilningur og rangtúlkun í samtali íslensks ráðherra við kollega sinn í Bretlandi hafi hleypt af stað árásum Breta á okkur Íslendinga.

Það er deginum ljósara að of mikið getur verið í húfi til að menn leggi allt undir málakunnáttu einstaka ráðherra. Lágmarkskrafa er að menn nýti sér þjónustu túlka þegar mikið liggur við.

Þeir verða þá allavega ekki einir til frásagnar um innihald samtala. 


mbl.is Vill senda ráðamenn á tungumálanámskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Brynhildur Pétursdóttir er hugrökk kona, hún þorir að segja upphátt það sem allir eru að hugsa, rétt ens og í ævintýrinu um Nýju Fötin Keisarans. En maður spyr sig ósjálfrátt hvort ekki sé til upptaka af þessu fræga samtali Árna Mathiesen við Mr. Darling? Mér finnst það mikilvægt fyrir Árna sjálfan sem og þjóðina að öll tvímæli séu tekin af í þessu máli.

Nú ætti a.m.k. að vera hægðarleikur fyrir ríkið að koma sér upp svona upptökubúnaði af vönduðustu gerð og hæfu starfsfólki til að þjónusta hann, fyrst það er búið að eignast alla bankana þrjá. Það væri t.d. einfaldlega hægt að sameina tvo þeirra og taka símakerfi annars upp í skuldir við ríkissjóð!

Bara pæling... ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 20.10.2008 kl. 18:04

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Guðmundur.

Auðvitað er eðlilegt að svona samtöl séu hljóðrituð, skrítið raunar ef það er ekki þegar gert. En í samræmi við annað þá má ætla að með slíkar upptökur yrði farið sem mannsmorð.

Málakunnátta ráðherra er auðvitað eins misjöfn eins og þeir eru margir. M.a. man ég eftir að fjallað hefi verið um þingmann og síðar ráðherra sem var fulltrúi okkar í Norðurlandaráði og flutti þar hástefndar ræður. Enginn skildi nokkurn tíman orð af því sem hann sagði, ekki einu sinni þeir Íslensku þingmenn aðrir sem þingin sátu.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.10.2008 kl. 18:28

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Meinarðu Palle Petersen? ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 23.10.2008 kl. 15:30

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það lætur nærri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband