Jöfnuður er óamerískur
26.10.2008 | 07:50
Nú styttist óðum í stóra kjördaginn í Bandaríkjunum, þegar þeir velja sér nýjan forseta, vonandi forseta breytinga, ekki forseta óbreyttrar helstefnu.
Það er von mín að nýlegar skoðanakannanir sýni rétta mynd af fylgi frambjóðenda og Obama hafi sigur. Það er ljóst að fólk utan Bandaríkjanna almennt vonast eftir sigri Obama, heimurinn er búinn að fá upp í háls á Bush og félögum.
McCain hefur gagnrýnt skatta hugmyndir Obama og segir þær óamerískar. Hann segir m.a.
Obama vill endurdreifa auðnum. Í slíku felst að peningar eru teknir frá einum hópi Bandaríkjamanna og gefnir öðrum hópi. Við höfum séð slíka tilfærslu fjármuna í öðrum löndum. Það samrýmist hins vegar ekki amerískri hugmyndafræði.
McCain hefur sennilega ekki kynnt sér afleiðingarnar af amerísku leiðinni, sem rekin hefur verið af Sjálfstæðis- flokknum, óheft og óbeisluð á Íslandi síðan 1991. Yfirleitt þegar Sjálfstæðismenn sleikja eitthvað upp frá Könunum þá verða þeir amerískari en Kanarnir sjálfir.
Milljarðatugir á milljarða tugi ofan voru færðir úr almanna eigu í hendur fárra útvaldra gæðinga. Því til viðbótar hefur álögum stöðugt verið létt af auðmönnum, beint og óbeint og byrðarnar lagðar á fólk með lágar- og meðaltekjur, sjúka, aldraða og önnur álíka breið bök.
Þegar fjármagn streymir frá almenningi til auðmanna er það kallað frjálst flæði fjármagns. Ef talað er um að snúa flæðinu við er það kallað misrétti, þvingunaraðgerðir og þjófnaður svo aðeins séu notuð þau prenthæfu orð sem notuð hafa verið um hugtakið. Allir á íslandi vita í dag hverjum verður gert að greiða herkostnaðinn af amerísku dásemdinni.
McCain sem er orðin aldraður virðist vart á vetur setjandi ef marka má það sem sést á sjónvarpsskjánum. Sarah Palin er því sögð einum hjartslætti frá því að verða forseti, sigri McCain. Það er ekki geðfeld hugsun að þessi þröngsýna og kreddufulla afturhalds fegurðardís verði forseti. Margir horfa til þess að varaforsetaefnið er kona. En fíflið verður alltaf fífl, jafnvel þótt fíflið sé kona.
Samkvæmt samantekt Wikipedia er Palin andvíg hjónaböndum samkynhneigðra, andvíg fræðslu um kynlíf og getnaðarvarnir í skólum og styður skírlífiskennslu í þess stað, er andvíg fóstureyðingum nema líf móður sé í hættu. Hún styður dauðarefsingar og vill að sköpunarsagan sé kennd samhliða þróunarkenningunni.
Áhrif og völd forseta Bandaríkjanna ná um allan heim, því bindur heimurinn vonir um sigur Obama. En það eru Bandaríkjamenn einir sem kjósa. Sagan segir að í kosningum eru þeir ólíkindatól. Að kjósa Bush í upphafi voru fyrirgefanleg mistök, en að gera það aftur! Það er því miður ekki útséð með sigur McCain og Palin og fari svo hafa Kanarnir kosið Bush yfir heiminn í 3ja sinn.
Þá er þeim ekki viðbjargandi frekar en þeim sem á Íslandi telja þá, sem með fláræði leiddu okkur út í kviksyndið mitt, hæfasta til bjargar.
Baráttan neikvæð og ódrengileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:11 | Facebook
Athugasemdir
mikið sammála tessu!
Ólafur Vigfús Ólafsson, 26.10.2008 kl. 08:42
Þakka innlitið Ólafur og undirtektir.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.10.2008 kl. 08:51
Axel flott grein hjá þér enn ég þarf samt að leiðrétta eina vitleysu,Sarah Palin er allveg á móti fóstureyðingu jafnvel þó líf móðr sé í hættu og vill kenna sköpunasögu eingöngu og hafnar þróunarkenninguna enn annars er allt hitt glæsilegt hjá þér.
Mac73 (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 09:32
Takk fyrir innlitið Mac73.
Takk fyrir ábendinguna. Ég tók þetta beint upp úr Wikipedia, hélt að teysta mætti því sem þar stæði.
Sjá hér.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.10.2008 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.