Sloppið fyrir horn
7.12.2008 | 17:42
Um kl. 4 í nótt fann Inga reykjarlykt og fór að kanna málið. Reykur var kominn í þvottahúsið og eldhúsið en enginn eldur sýnilegur. Reykurinn kom upp um óþétta lúgu í þvottahúsgólfinu þar sem áður hafði verið stigi á milli hæða. Þetta er gamalt tvílyft steinhús með timburgólfi á milli hæða.
Dóttir mín hringdi strax í 112 og fór svo út og reyndi að vekja upp á neri hæðinni. Fólkið í annarri íbúðinni vaknaði strax og kom sér út en enginn svaraði í þeirri sem "eldurinn var" í, hvernig sem barið var.
Slökkvilið, lögregla og sjúkralið komu að vörmu spori, réðust til inngöngu í íbúðina og fundu ungan mann meðvitundarlausan í íbúðinni, eldur reyndist sem betur fer ekki enn laus, en pottur var á eldavél með einhverju góðgæti sem orðið var töluvert ofeldað. Hiti var orðin mikill og aðeins mínútu spursmál að allt hefði farið í bál.
Íbúðin okkar var orðin pökkuð af reyk og einhvern tíma tók að reykræsta, og eftir situr illa þefjandi íbúð og einhverjar reykskemmdir. Af einhverjum ástæðum lét reykskynjari heimilisins sér fátt um finnast og tjáði sig ekkert um málið. Hans framkoma er litin mjög alvarlegum augum.
Ég er kominn á þann aldur að þessir klassísku innanstokksmunir, svo sem húsgögn og heimilistæki, hafa ekki mikið tilfinningalegt gildi, mestu verðmætin liggja í persónulegum munum fjölskyldurnar, sem aldrei fást bættir með fé. Ég hefði mest séð eftir bókasafninu mínu ef allt hefði farið á versta veg en fyrir lukkunnar tilverknað gerðist það ekki.
Ég vona að unga manninum hafi ekki orðið meint af þessari matseld sinni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sæll Axel.
Þarna hefur ekki munað miklu að allt færi í bál og brand. Samgleðst þér með að þetta fór á bezta veg.
Kveðja,
Kári Lár.
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 23:24
Gott að allt fór vel...
Gulli litli, 8.12.2008 kl. 16:30
Gott að að ekki fór ver
Guðný Einarsdóttir, 8.12.2008 kl. 23:33
Takk fyrir innlitin og hlý orð.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2008 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.