Sloppiđ fyrir horn

 Jćja ţađ var gerđ heiđarleg tilraun til ađ brenna ofan af mér kofann í nótt. Ég var ađ vísu ekki heima, er á Skagaströnd og búinn ađ vera í nokkra daga. En Inga dóttir mín var heima en afastrákurinn minn var blessunarlega hjá pabba sínum ţessa helgi.

Um kl. 4 í nótt fann  Inga reykjarlykt og fór ađ kanna máliđ. Reykur var kominn í ţvottahúsiđ og eldhúsiđ en enginn eldur sýnilegur. Reykurinn kom upp um óţétta lúgu í ţvottahúsgólfinu ţar sem áđur hafđi veriđ stigi á milli hćđa.  Ţetta er gamalt tvílyft steinhús međ timburgólfi á milli hćđa.

Dóttir mín hringdi strax í 112 og fór svo út og reyndi ađ vekja upp  á neri hćđinni. Fólkiđ í annarri íbúđinni vaknađi strax og kom sér út en enginn svarađi í ţeirri sem "eldurinn var" í, hvernig sem bariđ var.

Slökkviliđ, lögregla og sjúkraliđ komu ađ vörmu spori, réđust til inngöngu í íbúđina og fundu ungan mann međvitundarlausan  í íbúđinni, eldur reyndist sem betur fer ekki enn laus, en pottur var á eldavél međ einhverju góđgćti sem orđiđ var töluvert ofeldađ. Hiti var orđin mikill og ađeins mínútu spursmál ađ allt hefđi fariđ í bál.

Íbúđin okkar var orđin pökkuđ  af reyk og einhvern tíma tók ađ reykrćsta, og  eftir situr illa ţefjandi íbúđ og einhverjar reykskemmdir.  Af einhverjum ástćđum lét reykskynjari heimilisins sér fátt um finnast og tjáđi sig ekkert um máliđ. Hans framkoma er litin mjög alvarlegum augum.

Ég er kominn á ţann aldur ađ ţessir klassísku innanstokksmunir, svo sem húsgögn og heimilistćki,  hafa ekki mikiđ tilfinningalegt gildi, mestu verđmćtin liggja í persónulegum munum fjölskyldurnar, sem aldrei fást bćttir međ fé. Ég hefđi mest séđ eftir bókasafninu mínu ef allt hefđi fariđ á versta veg en fyrir lukkunnar tilverknađ gerđist ţađ ekki.

Ég vona ađ unga manninum hafi ekki orđiđ meint af ţessari matseld sinni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Axel.

Ţarna hefur ekki munađ miklu ađ allt fćri í bál og brand. Samgleđst ţér međ  ađ ţetta fór á bezta veg. 

Kveđja,

Kári Lár.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráđ) 7.12.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Gulli litli

Gott ađ allt fór vel...

Gulli litli, 8.12.2008 kl. 16:30

3 Smámynd: Guđný Einarsdóttir

Gott ađ ađ ekki fór ver

Guđný Einarsdóttir, 8.12.2008 kl. 23:33

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitin og hlý orđ.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2008 kl. 13:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.