Nýtt „Grímseyjarferjuslys“ í uppsiglingu?

Hvernig stendur á því að Íslendingum virðist fyrirmunað að læra af reynslunni? Hvað þarf mörg Grímseyjarferjuslys áður en mönnum verður ljóst að það getur aldrei orðið hentugt eða arðbært að kaupa 10, 11 ára gömul skip sem aðrir eru að losa sig við.

Það er í besta falli vafasamt að skip af þessari stærð og hefur jafn „litla“ djúpristu henti sem ferja á opnu hafi Íslandsmiða, sem talin eru annað af tveimur verstu hafsvæðum heims veðurlega séð, þótt skipið henti ágætlega vel sem „innfjarðaferja“ milli danskra eyja.

Svo má spyrja hversu gáfulegt það er að kasta milljörðum í höfn sem aðeins getur þjónustað skip sem vart eru á Íslenskt haf og veður leggjandi?

  
mbl.is Vestmannaeyjabær með danska ferju í sigtinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: besservissinn

það væri náttúrulega argasta heimska ef menn ætluðu sér að kaupa þetta skip. Ég held og vona að menn ætli einungis að leigja skipið þangað til betur árar á íslandi og ríkið hefur efni á því að eyða nokkrum miljörðum í skip...

besservissinn, 6.1.2009 kl. 19:04

2 identicon

Já er það ekki meiningin hjá þeim að leigja skip til að brúa bilið þangað til ný ferja verður smíðuð. Mér fannst að það mætti amk. skilja á fréttum frá því í haust þegar tilkynnt var að smíði nýrrar ferju væri frestað tímabundið.

Birkir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband