George skiptir um skoðun

HumarGeorge varð frelsinu afskaplega feginn, strauk svitann af „enninu“ með öðrum griparminum og stundi „pjúúh“ þegar hann gerði sér ljóst að örlög hans yrðu ekki að enda í gráðugum kjöftum manna sem hafa þann ósið að éta dýr sér til viðurværis. Hann blessaði frelsara sína í huganum og skildi ekkert í þessu láni sínu.

En fljótlega varð George ljóst, þar sem hann nýfrjáls humarinn, skreið eftir botninum að ekki var nú allt fengið með frelsinu, hvað var orðið um paradísina sem hann hafði lifað í?  Hér var allt með öðrum hætti, sjórinn ekki jafn svalandi,  ekkert æti kórallarsem hentaði honum og umhverfið allt fjandsamlegt og verst af öllu, þá voru hér engar „Georgínur“. Hvað var búið að gera honum?

Ekki leið á löngu þar til hann fór að bölva dýraverndarsamtökum sem héldu sig veita dýrum líkn og líf með því að sleppa þeim út í umhverfi þar sem þau eiga enga möguleika til afkomu.

George fór að sakna búrsins á veitingahúsinu, þar hefði dauðastríðið tekið fljótt af, hér gæti það tekið vikur í kvöl og pínu.

 
mbl.is Humarinn George fékk frelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kanski ef hann hefði verið þessi 80 ár í búrinu,en hann var bara 10 daga.

Tel það óliklegt að hann hafi feingið fóður á þessum Crab city.

ulli (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 04:39

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ulli, ég held að þú hafir ekki meðtekið boðskapinn. Það er göfugt í sjálfu sér að gefa dýrum frelsi svo langt sem það nær. Til að það hafi tilgang verður dýrið að eiga möguleika að geta bjargað sér í nýja umhverfinu, annars er því enginn greiði gerður, en dýraverndunarsamtök mörg hver hugsa ekki svo langt, að komast í fjölmiðla er aðalatriðið.

Þú gefur t.d. ekki "gullfiskunum" þínum frelsi með því að sturta þeim í höfnina í Reykjavík, þú drepur þá.

Það er það langt frá veiðistað George og að sleppistaðnum og aðstæður svo gerólíkar að kannski er George dauður nú þegar og "björgun" hans ekki afrekað annað en að koma "frelsara" hans í fréttirnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.1.2009 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband