Kosningaloforð á skipulögðu undanhaldi

ObamaObama, vonarstjarna þeirra sem vildu að endi yrði bundinn á afturhald og stríðsmang fráfarandi stjórnar í Votatúni, virðist ætla að bregðast þeim vonum, að nokkru, strax fyrir valdatökuna.

Mjög svo óvænt hjáseta Condoleezza Rice  við samþykkt ályktunar, á þingi Sameinuðu þjóðanna, gegn hernaði Ísraela kann að hafa verið gerð til þess eins að láta Obama standa frammi fyrir þeim eina kosti að hafa hana að engu.

Obama ætlar, eftir valdatökuna, að bregðast skjótt við vandanum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Vonandi verða það ekki sömu gömlu lausnirnar og ætíð áður, ættaðar frá samtökum Síonista í USA sem eru ein áhrifaríkustu hagsmunasamtökin þarlendis.

GuantanamoFyrirheit Obama að lokun Guantanamo-fangabúðanna á Kúbu, yrðu eitt af hans fyrstu verkum, virðast hafa verið sett á salt. Það sem, að hans sögn, snérist um einfalda ákvörðunartöku fyrir kosningar er nú orðið erfiðara en fólk gerir sér grein fyrir segir Obama.

Obama lofaði því þó að undir stjórn hans yrðu fangar ekki pyntaðir. Mikið yljar það að hafa slíkt loforð verðandi húsbónda í Hvítahúsinu, vitandi að loforð af þeim bænum hafa ætíð reynst stálinu sterkari.



 
mbl.is Mun bregðast skjótt við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband