Hvað kostar líf 16 ára drengs?

Hvað er hægt að segja um svona dóm? 3 til 4 og hálfs árs fangelsi fyrir að berja 16 ára dreng til bana með hornaboltakylfum algerlega að tilefnislausu. Þetta er verra en hér á landi. 

Danski dómarinn sagði kynþáttafordóma ekki ástæðu morðsins, en ekki verður annað ályktað en að þeir hafi verið hafðir með í ríkum mæli þegar þyngd dómsins var ákveðin. Skilaboðin sem dómarinn sendir út í þjóðfélagið eru ekki til eftirbreytni.

Peningar geta aldrei bætt líf, það er ljóst. En við ákvörðun á skaðabótum gæti dómarinn hafa gluggað í verðlista Íslenskra tryggingarfélaga og þar segir jú,.......... 1 st. 16 ára Tyrki, verð 76.000,  dkr. eða sem svarar 1.7 milljón íslenskar!!!!!!!  Gjöriði svo vel.

Þremenningunum finnst að sér vegið með dómnum og hafa áfrýjað, blessaðir drengirnir.

  
mbl.is Sakfelldir fyrir morð á 16 ára Tyrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er einn fáránlegasti dómur sem ég hef séð. Danir hafa augljóslega ekki réttlætikennd, a.m.k. ekki þessi dómari. Sennilega er dómarinn kyþáttahatari. Það ætti að dæma svona dómara í langt fangelsi.

GRRRR (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 05:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband