Tilliðkunarfé?
8.4.2009 | 13:08
Í gegnum FL Group rétti Hannes Smárason Sjálfstæðisflokknum 30 milljónir, rétt sí svona, korteri áður en lög um 300 þús. kr. hámarksframlög til stjórnmálaflokka tók gildi um áramótin 2006 og 2007.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur hælt sér ósköpin öll af þessari lagasetningu og þeirri siðbót sem þau þóttu, en fyrir gildistöku lagana þótti greinilega ekki nauðsynlegt að saman færu orð og æði.
Það verður nú vart lengra seilst í spillingunni en að fara ekki eftir eigin siðbótahugmyndum fyrr en lög gera þeim það skylt. Og til að bíta höfuðið af skömminni mun Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur hafa haft frumkvæðið og óskað eftir umræddri greiðslu!
Tíu dögum eftir að Hannes snaraði þessari dúsu inn um gættina í Valhöll er REI stofnað þar sem meiningin var að afhenda honum og öðrum völdum gæðingum miljarða tugi af almannafé á silfurfati í gegnum Orkuveituna. Tilviljun? Ótengd mál?
Setti Sjálfstæðisflokkurinn umrædda greiðslu í flokkssjóðinn sem skilyrði fyrir flokkslegri velvild um framgang REI málsins? Forystumenn Sjálfstæðisflokksins keppast nú hver um annan þveran að afneita allri vitneskju um málið.
Í framhaldi af þessu hlýtur sú spurning að vakna hvort slíkt tilliðkunarfé hafi ekki líka í einhverjum mæli runnið milliliðalaust til stjórnmálamanna fyrir velvildina og greiðann?
Eru aðrar afgreiðslur frá þessum tíma, hjá hinu opinbera, sama marki brenndar?
![]() |
Hafði ekki hugmynd um þetta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Facebook
Athugasemdir
Ég myndi liðka verulega til fyrir 30 mills.....
Gulli litli, 8.4.2009 kl. 15:48
Sæll Gulli.
30 millur er vissulega peningur, ekki síst þegar árar sem nú........
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2009 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.