I´m not a crook !“

NixonÞað má segja að ástandið innan veggja Valhallar núna sé ekki ósvipað og það var í Hvíta húsinu í Votatúni þegar Nixon reyndi hvað hann gat að ljúga sig frá Watergate málinu. Þá sagði hann m.a. þessa gullvægu  setningu, sem fleyg varð „I´m not a crook “, en allt kom fyrir ekki, hann var kominn yfir þann vendipunkt að eiga möguleika á að geta sannfært þjóðina um að hann væri eitthvað annað en það, sem hann þóttist ekki vera.

Nixon glataði trúverðugleika sínum með því að koma ekki strax hreint fram, með hálfsannleik og útúrsnúningum.

Það vantar mikið á að trúverðugar skýringar á máli málanna hafi komið frá Valhöll, helst hefur borið á  dylgjum, hálfsannleik og útúrsnúningi, eða algerri þögn.

„Nauðsynlegt er að fá allt upp á borðið í þessu máli.“ Er krafa sem sett hefur verið fram af  Sjálfstæðismönnum jafnt og öðrum landsmönnum, en fátt er um svör nema þá helst „ ekki benda á mig, I´m not a crook“. Sjálfstæðismenn eru óðum að koma að þeim vendipunkti að geta ekki sannfært þjóðina um að þeir séu eitthvað annað en þeir líta út fyrir að vera þessa stundina.þorgerður skegg

Á síðasta ári voru um tíma uppi háværar umræður um vafasamt fjármálavafstur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þá menntamálaráðherra og Kristjáns Arasonar eiginmanns hennar, varðandi  Kaupþing, í gegnum eignarhaldsfélag í þeirra eigu. Þorgerður lagði ríka áherslu á að allt yrði opinberað og flutti hástemmda yfirlýsingu um að engu yrði reynt að leyna, allt yrði lagt á borðið.

Enn hefur ekkert verið dregið upp á borð Þorgerðar og með það á bakinu fór hún á Landsfund FL-okksins og var þar endurkjörin varaformaður með glæsibrag. Það var væntanlega þessi meinta hreingerning Þorgerðar  sem þeir, sem nú standa blóðugir upp fyrir haus, áttu við þegar þeir töluðu um naflaskoðun og uppgjör við fortíðina eftir landsfundinn.nýtt lógó

Eins og viðkomandi frétt fjallar um þá virðist allt bera að sama brunni hjá FL-okknum hvar sem borið er niður. Sannleikurinn og siðferði yfir höfuð sett til hliðar og í besta falli notast við hálfsannleik og útúrsnúninga.  

Er Sjálfstæðisflokkurinn orðin að Sópranosflokknum?   
mbl.is Frábiðja sér misnotkun í pólitískum tilgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð færsla og Sópranósflokkurinn á vel við. :)

Reikna með að þetta séu mannleg viðbrögð þegar upp kemst um sukkið, siðleysið og spillinguna. Hún hefur fengið að grasserast þarna það lengi að heilar SUS kynslóðir telja þetta vera eðlileg vinnubrögð.

Sorgleg staðreynd í íslenskum raunveruleika.

Guðgeir (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband