Skipað gæti ég, væri mér hlýtt.

 Stjórnarfarið í N- Kóreu er ekki til eftirbreytni, né heldur hvaða tökum þau beita almenning sem oft sveltur heilu hungri. Ráðamenn í N-Kóreu mættu fara norður og niður fyrir mér og helst lengra. Þrátt fyrir þetta sé ég ekki hvernig önnur ríki telja sig þess umkomin að banna N-Kóreu að gera það sem þau sjálf gera þegar þeim hentar eða bíður svo.US eldflaugar

Andstaða Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Asíu gegn eldflaugaskotum N-Kóreu væri skiljanleg ef hún væri af mannúð og þeir vildu kappkosta að fjármagninu væri frekar varið í að brauðfæða þjóðina eða annarra þarfari hluta, en sú er nú ekki raunin.

Spyrja Bandaríkjamenn eða bandamenn þeirra önnur ríki heims hvort þeir megi skjóta á loft eldflaug eða gera tilraunir með ný vopn?  Nei það hvarflar ekki að þeim og hefur aldrei gert. Samt telja þeir sig þess um komna að banna öðrum að gera slíkt hið sama.

Nú nota þeir Sameinuðu þjóðirnar til að ná sínu fram gegn N-Kóreu og þá með viðskiptabanni og álíka geðslegum verkfærum sem aðeins bitna á almenningi í N-Kóreu, þeim sem síst skildi og hafa ekkert um málið að segja.fánar sþ

Bandaríkin hafa ekki hikað við að hundsa ályktanir Sameinuðu þjóðanna eða beita neitunarvaldi í öryggisráðinu henti það þeirra hagsmunum eða taðgatssleikjum þeirra.

Ekki hefur staðið í þeim t.d. að hindra að Sameinuðu þjóðirnar álykti gegn framferði Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum.  

En þann vígvöll hafa Bandaríkin grímulaust notað um árabil til að prófa nýungar í hergagnaflórunni.  


mbl.is Sammála um ályktun um N-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Barnalegt.  Norður Kórea er mun líklegra til þess að beita þessum vopnum að fyrra bragði, stórhættulegir eins og þjóðir af þessu sauðahúsi

Baldur (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 02:10

2 Smámynd: Snoo Pingas UIC

Kæri Baldur, ert þú ekki að tala út um taðgatið á þér?

Hvað hefurðu fyrir þér að ,,þjóðir af þessu sauðahúsi" séu mun líklegri til þess að beita þessum stórhættulegu og ógeðfeldu vopnum? Þú Færð klapp á bakið frá mér ef þú getur bent mér á dæmi þar sem slík þjóð hefur notað þessi vopn af fyrra bragði.

Ég fann eitt dæmi: Í upphafi Írak-Íran stríðsins notuðu Írakar sinnepsgas af fyrrabragði.. en við skulum ekki líta framhjá því að á þeim tímapunkti stóðu Bandaríkin og það voru Bandaríkin ásamt öðrum vesturlöndum sem sköffuðu Írökunum þessi efnavopn!

 Það er líka gömul, en gild, lumma að það eru vissulega Bandaríkin sem eru eina þjóðin sem notað hefur kjarnavopn í hernaði og ef þú lítur í aftur í tímann þá sérðu að Bandaríkin gefa þessum ,,stórhættulegu þjóðum" EKKERT eftir sé tekið tillit til vafasamra vopna á borð við klasasprengjur, úraníum-skot eða napalm svo dæmi séu nefnd!

Hér er líka ansi skrautleg skýrsla Bandaríkja þings, sem jafnvel Kim Jong Il væri stoltur af: http://www.gulfweb.org/bigdoc/rockrep.cfm

Ég reikna með að þú getir sett gömlu Sovét undir ,,þjóðir af þessu sauðahúsi".. geturðu fært einhvern rökstuðning fyrir því að þau hafi verið líklegri en Bandaríkin til þess að nota kjarnorkuvopn af fyrra bragði??

Ég mundi jafnvel segja að Bandaríkin hefðu verið líklegri. Hér er ansi ljótur listi http://www.afsc.org/ht/d/ContentDetails/id/4497/pid/270 og ef þú getur sýnt mér eitthvað sambærilegt tengt s.s Sovétríkjunum skal ég taka því fagnandi.

Við kannski getum eftir allt saman sett Bandaríkin í flokk með hinum margumtöluðu sauðahúsþjóðum. Ef svo er.. er þá ekki eðlilegt að aðrar sauðahúsþjóðir hafi fullan rétt til þess aðbúa sig undir hið versta og þróa sín vopn og vígbúast?

Svaraðu nú Baldur.

Snoo Pingas UIC, 12.4.2009 kl. 04:23

3 identicon

Auðsvarað.  Bandaríkin notuðu kjarnorkuna á japani sem réðust á BNA með ógeðfelldum hætti 1944.  Þar nýttu þeir kjarnorkuna til þess að ljúka stríðinu, enda neituðu Japanir að gefast upp.  Það hefði kostað mun meiri blóðsúthellingar ef það hefði ekki gerst.  Bandaríkin eru siðmenntuð þjóð sem hefur mesta vopnabúr veraldar, þeir halda jafnvægi á þessu.  Þjóðir eins og N-Kórea og t.d Íran eru öfgafullar þjóðir sem hafa lýst yfir eindregnum vilja til þess að útrýma öðrum þjóðum, t.d Ísrael. ( Íran )  Það er því vel skiljanlegt að þjóðir heims vilji ekki að slíkar þjóðir eignist kjarnorkuvopn.  Við Íslendingar höfum ávallt verið í bandalagi við BNA og eigum að þakka fyrir allt það góða sem BNA herinn gerði fyrir okkar samfélag.  Lönd eins og N-Kórea og Íran eru stjórnuð af öfgafullum völdum sem vildu ekkert frekar en að klekja á vesturveldum.  Þetta er staðreynd og ég vísa þessum kjánalegu og heimskulegu ummælum um að tala með rassgatinu til föðurhúsanna. 

Baldur (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 12:53

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Snoo Pingas UIC, takk fyrir innlitið og undirtektir.

Baldur, þegar Bandaríkjamenn voru í sárum eftir 11. sept varð að útvega þjóðinni stríð til friðþægingar. Þar sem ekki var líklegt að til þeirra næðist, sem raunverulega stóðu að árásinni, varð að finna annað og auðsóttara fórnarlamb. Saddam Hussein varð fyrir valinu.

Til að finna réttlætingu á þessu hliðarspori í átt að réttlætinu var CIA látið falsa haug að skýrslum sem sýndu ríkjum heims að Saddam hefði yfir að ráða haug af gereyðingarvopnum og væri í þann mund að nota þau.  

Svo kom í ljós, en of seint að skýrslur CIA voru lýgi frá A til Ö. Hversu siðmenntað var þetta?

Hversu siðmenntað var það þegar Nixon lét CIA framkvæma byltingu í Cile og myrða Salvador Allende, réttkjörin forseta landsins til þess eins að tryggja hagsmuni Bandarískra stórfyrirtækja?

Hversu siðmenntað er það þegar Bandaríski herinn lætur Ísraelsmenn prófa ný vopn með drápum á Palestínumönnum? 

Hversu mikla siðmenntun þarf til að reka fangabúðir á borð við Guantanamo, þar sem fangar eru pyntaðir, haldið, árum saman án dóms og laga fyrir litlar eða óljósar sakir?

Svo mætti lengi telja, af nægu er að taka.

Þarf að segja meira um þá Bandarísku siðmenningu sem þú hefur svo mikið dálæti á Baldur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2009 kl. 13:48

5 Smámynd: Snoo Pingas UIC

Mér þykir þú taka fulldjúpt í árina með að segja árás Japana á Perluhöfn, árið 1941 að vísu, hafi verið framkvæmd með ógeðgeðfeldum hætti, þar var jú aðeins ráðist á hernaðarleg skotmörk. Ég ætla þó ekki að fegra framkomu Japana í styrjöldinni en ég sé mjög lítið ,,siðmenntað" við margendurteknar íkveikjuloftárásir Bandaríkjamanna á fátæklega byggð borgarhverfi til þess að valda sem mestum usla og drápum á saklausum borgurum til þess að brjóta baráttuvilja andstæðingsins niður. Er slíkt ekki álíka siðmenntað og að nota efnavopn á saklausa borgara?

Þú vilt kannski líka halda því fram að innrásin í Írak hafi verið siðmenntuð. C.I.A hefur jú skammarlega viðurkennt að þeir höfðu EKKERT fyrir sér í ásökunum sínum í garð Íraka. Innrásin var á sandi byggð og gerð í óþökk SÞ að auki.. en það stöðvaði ekki hina ó-öfgafullu, siðmenntuðu herramenn í Washington.

Það er líka alrangt hjá þér að þjóðir eins og Íran og N-Kórea hafi lýst yfir eindregnum vilja til þess að útrýma öðrum þjóðum. Þú þarft ekki að fara lengra en á Wikipediu (s.s http://en.wikipedia.org/wiki/Mahmoud_Ahmadinejad_and_Israel )til þess að sjá að æsifréttamennska og eilítil þröngsýni spilar stóra rullu í þessari fullyrðingu þinni. Mér þætti líka gaman að vita hvað þú hefur fyrir þér með þeirri fullyrðingu að N-Kórea hafi staðið í þessháttar hótunum.

Þú verður líka að taka það í reikninginn að Bandarískir ráðamenn hafa verið alveg jafn málglaðir, ef ekki glaðari, í opinberu tali um innrásir í Íran og N-Kóreu og hafa tekið það fram að það sé hæglega í stöðunni að beita ,,tactical"-kjarnavopnum.

Finnst þér skrítið að þessar ,,öfgafullu þjóðir", sem opinberlega eru stimplaðar sem öxulveldi hins illa af Bandaríkjunum og hafa verið fordæmdar af þeim, keppist við að koma upp með hergögn til þess að standa í hárinu á Bandaríkjunum og verja tilvistarrétt sinn,  í t.d tilfelli Írana hafa Bandaríkin ,,frelsað" tvö nágrannalönd þeirra og handan landamæra Íraks er Ísrael búið sínum kjarnavopnum og í Tyrklandi hafa Bandaríkin sínar kjarnorkusprengjur. 

Ég vona líka að þú sért ekki svo einfaldur að þú takir afstöðu eftir því hver gefur þér meira nammi. Segjum að N-Kórea hefði dælt í okkur pening, ættum við þá að standa með Kim Jong Il í gegnum súrt og sætt?

Ekki halda þó að ég standi heilshugar við bakið á þessum svokölluðu öxulveldum, þvert á móti.. þau hafa margt óhreint í pokahorninu, rétt eins og margar aðrar þjóðir.. en mér þykir það aðdáunarvert af þér að geta séð þetta í svona glæsilega Svörtu-og-Hvítu samhengi.

Þér er síðan guðvelkomið að svara, en ég bið þig að reyna koma með einhver rök fyrir þínu máli. Hvað hefurðu t.d fyrir þér að N-Kórea og Íran geri hvað sem í þeirra valdi stendur til þess að klekkja á vesturveldunum? Ég, eins og margir, tek mjög takmarkað mark á sleggjudómum á borð við ,,þessi lönd eru vond! Það er staðreynd!"

Snoo Pingas UIC, 12.4.2009 kl. 14:29

6 identicon

Þetta eru agalegar langlokur og mikil vinna greinilega lögð í þetta.  Saddam Hussein kallið þið fórnarlamb, fjöldamorðingi sem hélt þjóð sinni í ógnargreipum.  Innrás BNA í Írak var meira en réttlætanleg, einu mistökin sem þeir gerðu var að vanmeta andstæðinginn.  Sjáið svo skærurnar og þá ógnaröld sem þar ríkti, ekki síst vegna skæruliða frá Íran.  90% af morðum þarna eru arabar að drepa araba!!

Norður Kóreumenn hafa margsinnis ógnað og haft ógnadi tilburði við nágranna sína, S-Kóreumenn t.d   BNA menn eru í fullum rétti að koma í veg fyrir að slíkar þjóðir eignist gjöreyðingarvopn.  Einhverjir verða að gæta þessa.

Svona í raun þá er ef til vill ekki langt í það að hryðjuverkahópar á borð við Bin Laden næli sér í gjöreyðingarvopn og beiti þeim.  Hvað segja menn þá?? Benda fingrum á BNA, af hverju komuð þið ekki i veg fyrir þetta??

Læt þetta verða mín lokaorð, virði skoðanir ykkar en tel það deginum ljósara að allar þær samsæriskenningar sem eru gegn BNA eru langsóttar.  Sagan hefur sýnt okkur annað. 

Baldur (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 16:14

7 Smámynd: Snoo Pingas UIC

Ofboðslega sýnist mér þú reyna að hlaupast undan þessu Baldur.

Ég held líka að fæstir finni sérstaklega til með Saddam, en það er verið að tala um innrás í heilt land, byggða á eintómum lygum. Það þýðir ekki að segja svo bara: ,,sorry, smá mistök.. en við komum þó leiðindarkallinum Saddam burt". En ef slíkt er nógu góð afsökun, afhverju í fjandanum eru þá Bandaríkin ekki búin að sprengja vini sína í Sádí-Arabíu aftur til steinaldar fyrir lifandi löng? Sagan segir að ráðamenn og leiðtogar þar á bæ fái sér mannréttindabrot í morgunmat! Eða veist þú betur?

En gætirðu svarað þessum litlu punktum skref fyrir skref? Og viljirðu vera pottþéttur þá væri það sterkur leikur að vísa til einhverra grunnheimilda! Og sé það eitthvað í mínum skrifum sem þú trúir ekki skal ég glaður grafa upp heimildir fyrir þeim.

1-Þú vildir þá þó ekki vera svo vænn að benda okkur á nákvæmlega hvar þessar langlokur og hártoganir okkar leynast?Það þýðir takmarkað að þú sláir sífellt fram eintómum staðhæfingum, þú sannfærir ekki marga með þeim.

2-Eftir að hafa kynnt þér framgöngu Bandaríkjanna í S-Ameríku, Afríku og Asíu á síðustu öld, geturðu útskýrt það fyrir mér hví þeim sé treystandi til þess að dæma rétt-rangt og leika alheimslögreglu?

3-Stafar N-Kóreu ekki í það minnsta sama ógn af Bandaríkjunum og öfugt? Ef tekið er líka tillit til tilkynninga Bandaríkjamanna um N-Kóreu og þeirri staðreynd að frá um 1960 hafa Bandaríkin miðað hundruðum kjarnorkusprengja á N-Kóreu.

4-Er það í lagi að sá sem hefur valdið nýti sér það; sér til framdráttar en á kostnað annara?

5-Hvað hefurðu fyrir þér í að hryðjuverkahópar séu að koma höndunum yfir gjöreyðingavopn.. ég vona að það séu ekki bara orðin tóm frá hinni virtu stofnun C.I.A?

6-Hvaða samsæriskenningar ertu að tala um í síðustu málsgrein? Séu þær til staðar; hvað er langsótt við þær?

það væri mjög gagnlegt og ég hefði gaman af ef þú gætir komið með aðeins ýtarlegri útskýringar á þínum sjónarmiðum. Enda ætla ég ekki að útiloka að ég kunni að hafa rangt fyrir mér

Snoo Pingas UIC, 12.4.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.