Verkin lögð í dóm kjósenda

 „Við erum óhræddir að leggja verk okkar í dóm kjósenda“. Er þreytt og þvæld klisja sem Kristján Þór Júlíusson notar mikið, raunar í tíma og ótíma.

kristjan_thorNú hafa kjósendur metið  verk Kristjáns og félaga og fellt sinn dóm. En þá kveður við nýjan tón hjá Kristjáni, nú hafa kjósendur horft of mikið í baksýnisspegilinn. Þar hafi ekkert merkilegt verið að sjá, ekkert mál umfram annað, sem hafi orsakað þetta hrun!

Kjósendum hafi ekki verið ljóst að núna væri mikilvægara að horfa fram á vegin og beina sjónum frekar á óunnin en unnin verk Sjálfstæðismanna.  

Kristján ætti  að lokinni naflaskoðun henda klisjunni og líta sjálfur fram á veginn.

.


mbl.is Flokkurinn þarf að fara í mikla naflaskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já merkilegt að þeir hafi ekki áttað sig á þessu. Sjálfstæðismenn verða alltaf svo voðalega hissa þegar þeim er bent á sannleikann.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 27.4.2009 kl. 09:58

2 identicon

Það vekur samt athygli að þjóðin virðist kenna Sjálfstæðisflokknum einum um það sem miður hefur farið. Flokkurinn var 18 á í stjórn, og það 18 ár af mestu hagsæld sem yfir þjóðina hefur gengið. Ýmislegt af því sem unnið var á þessum 18 árum hefur efalaust stuðlað að þeirri stöðu sem við erum í í dag, en af þessum 18 árum var Sjálfstæðisflokkurinn aldrei einn við völd, heldur varð hann alltaf að vera í samstarfi við aðra flokka.

12 ár af þessum 18 var hann í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Þannig var hann t.d. í samstarfi við Framsóknarflokkinn þegar bankarnir voru seldir, en hvernig staðið var að þeirri sölu hefur sennilega stuðlað hvað mest að því ástandi sem við búum við í dag.

6 ár af þessum 18 var hann í samstarfi við Alþýðuflokkinn/Samfylkinguna. Þannig var hann t.d. í samstarfi við Samfylkinguna þegar hrunið varð.

Öll þessi 18 ár var Sjálfstæðisflokkurinn aldrei með viðskipta-/bankamálaráðuðneyið, heldur alltaf samstarfsflokkarnir.

Allir eru sammála um að mistök á bankasviðinu eru grundvöllur þess hruns sem við búum við í dag. Af þessum 18 ára valdatíma sínum fór Sjálfstæðisflokkurinn aldrei með bankamálaflokkinn heldur alltaf samstarfsflokkarnir. Samt velur þjóðin að refsa Sjálfstæðisflokknum en ekki samstarfsflokkunum. Já það er margt skrítið í kýrhausnum.

Að lokum er síðan rétt að taka fram að það er mín skoðun að það sé Sjálfstæðisflokknum til góðs að vera núna í stjórnarandstöðu, það mun voandi leiða til þess að hann taki starfsaðferðir sínar til endurskoðunar (allavega sumir þingmannanna/borgarfulltrúanna), en ég er hins vegar ekki eins viss um að það verði þjóðinni til eins mikils gagns.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband