Að svelta sig til áhrifa

Að sögn ætla allir hælisleitendur í hungurverkfall ef ekki verður orðið við þeirra kröfum!

·          Af hverju virðast þeir hælisleitendur sem umræðir vera nánast fortíðarlausir?

·         Á svona hegðan að yfirtaka og sópa út af borðinu allri skynsemi og gagnrýnni hugsun?

·         Mansri Hichem hælisleitandi frá Alsír er kvalinn að sögn! Á það að auka hans rétt til landvistar, að kvelja sjálfan sig? 

·         Á að vera nóg að hóta eða fara í hungurverkfall til að vafasamar og órökstuddar kröfur um landvist verði samþykktar? 

·         Á slíkt sér einhvern enda?


mbl.is Ætla allir í hungurverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eina raunverulega vandamálið er að þetta fær athygli fjölmiðla, best væri að leifa þessum fíflum að drepa sig.

Ef þetta hefur einhver áhrif er ég persónulega að pæla í að fara í hungurverkfall þangað til að ég verð kjörinn alræðismaður keisaradæmis Íslands.

Siggi (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 16:44

2 identicon

Sko, einhversstaðar las ég að hann hefði komið hingað á fölsuðum vegabréfum og það hefði ekki verið í fyrsta sinn sem hann siglir undir fölsku flaggi. Mér finnst þetta vera hálfgerður sálfræðiterror. En á móti má þá segja að ef ekki hefði tekist að hreinsa þessa hælisleitendur af grun um tengsl við einhverskonar terrorisma eða glæpi hefði verið hreinlegra að segja bara nei strax. Held það sé nefnilega biðin sem sé að fara svona með þá.

Gigga (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 16:54

3 identicon

Það að rífa kjaft, skrifa harðort bréf eða berja í drumbur á Austurvelli virðist ekki virka nema að þúsund taki undir, eða allavega ekki ef þú átt ekki fyrirtæki, ert ekki hátt settur í einhverjum samtökum eða ert hörundsdekkri en flestir í kringum þig.

Mér skilst að Mansri sé að svelta sig þar sem illa hefur gengið fyrir mál hans að vera tekið til skoðunar. Að bíða í > 2 ár eftir einföldu já-nei svari er ómannúðleg hegðun. Má ég minna þig á að hunsun og félagsleg útilokun er flokkað sem einelti sé það stundað í grunskólum. Það er verið að kalla eftir breytingum. Útlendingastofnun er ekki treyst, ef útlendingastofnun segist hafa breytt um vinnuaðferðir síðan 2006 þá er því ekki treyst. Umræðan um þetta hefur verið mun lengur en síðustu 19 daga svo að stjórnvöld hafa fengið nægan tíma til að ígrunda og skoða mögulegar útfærslur til breytinga áður en 'þessi hegðun skolar burt alla skynsamlega rökhugsun'.

En eins og fyrr segir, þá er ekki hlustað á hörundsdekkri- eða lægristéttamenn nema þeir svelti sig.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 17:07

4 identicon

Gigga: Allir hælisleitendur koma hingað á fölsuðum vegabréfum. Hugsaðu hvað stjórnvöld gera þegar maður sem þau vilja feigan kemur og biður um að þau gefi út handa honum vegabréf? Heldurðu að þau segi bara: „Já, görðu svo vel, og njóttu aðgangs að erlendum fjölmiðlum“.

Nei, veistu ég held að það sé frekar meiri líkur á að hælisleitandi sé á fölskum forsendum hafi hann EKKI falsað vegabréf með sér.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 17:12

5 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Það þarf að setja fordæmi og senda hann úr landi.  Því ef hann fær ríkisborgararétt bara með því að svelta  sig munu fleiri taka upp á svona kúgun

Alexander Kristófer Gústafsson, 13.5.2009 kl. 22:01

6 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Hvað með mótmæli á móti mótmælunum hjá kommapakkinu sem vil afnema landmæri Islands?

Alexander Kristófer Gústafsson, 14.5.2009 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband