Halló, hvað erum við að hugsa?

íslenski flugherinnÞessi afstaða Finna kemur ekki á óvart. Sú hugmynd að Finnar, sem ekki eru í NATO, komi að hinu svokallaða  „loftrýmiseftirliti“ í Íslenskri lofthelgi, er fáránlegasta hugmynd sem upp hefur komið  í öllu hernaðar bullinu, sem heltekið hefur suma ráðamenn þjóðarinnar.

Það er von mín og trú að sú endurskoðun, sem ný ríkisstjórnfrelsarinn ætlar að gera á þessari svokölluðu „loftrýmisgæslu“, gæluverkefni hernaðar- sinna, verði til þess að við afboðum frekari framkvæmd þess  tilgangsleysis og fjársóun því samfara.

Íslendingar verða aldrei sannfærandi boðendur friðar og bræðralags meðal þjóða standi þeir með óvígan her bandalagsþjóða að baki sér, tilbúinn að láta verkin tala.

.

.


mbl.is Finnar ófúsir til þátttöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gott hjá Finnum að taka ekki þátt í svona rugli.

Finnur Bárðarson, 11.5.2009 kl. 14:40

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það væri óskandi Finnur að fleiri létu skynsemina ráða.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.5.2009 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.