Afnemum lénskerfi til lands og sjávar

storfjolskylda

Það er ekkert nema gott eitt um það að segja að bændur skuli nú loksins reyna að losa sig undan helsi kerfisins og eiga bein og milliliðalaus viðskipti við neytendur.

Þetta er jákvæð þróun og löngu tímabært skref að stíga. Það er hagsmuna mál bæði fyrir neytendur og bændur að þeir geti haft bein viðskipti sín á milli um allar framleiðsluvörur búanna og sneytt þannig hjá kostnaðarsömum milliliðum.

Við þurfum að losna út úr núverandi landbúnaðarkerfi, sem eru síðustu leifar af fyrirhyggju- og miðstýringarkerfi Framsóknarflokksins, í anda gamla Sovét. Kerfi sem hvergi annarstaðar fyrirfinnst á vestrænu byggðu bóli.

Hvaða vit þætti í því að aðili sem framleiddi t.d. innihurðir mætti undir engum kringumstæðum selja Jóni á móti eina einustu hurð á hóflegu verði sem báðir væru sáttir við.  Allar hurðirnar yrði hann að selja afurðastöð, sem aftur seldi Jóni þær hurðir sem hann vanhagaði um á óumsemjanlegu verði sem afurðastöðin ákveður.

Afurðastöðin gerði hurðaframleiðandanum að framleiða ársbirgðir af hurðum á einum mánuði.landbúnaður Hurðaverksmiðjan yrði síðan lokuð hina 11 mánuðina og ekki mætti nota hana til annarrar  framleiðslu þann tíma.

Framleiðslukerfi verksmiðjunnar yrði þar að auki að vera útbúið dýrum búnaði til að fullnægja óraunhæfum kröfum „viðskiptavina“, sem fyrirfram er þó vitað að koma aldrei til með að kaupa svo mikið sem eina hurð.

Þetta kerfi heldur hurðaframleiðandanum á heljarþröm, en það er ekki áhyggjuefni afurðasalans, því hans afkoma er tryggð. Hann veit að hurðaframleiðandinn hefur ekki að neinu öðru að hverfa.

Ef hurðaframleiðandinn losnaði undan kvöðum afurðastöðvarinnar og mætti framleiða hurðir yfir lengri hluta ársins og þyrfti aðeins að kosta til þeim búnaði sem nauðsynlegur væri til að uppfylla eðlilegar kröfur um gæði, þá gæti hann selt Jóni hurðina beint, á hluta þess verðs sem hún kostar hjá afurðastöðinni.

Þessi dramatíska lýsing á hurðaframleiðslunni er náttúrulega algerlega út í hött en er samt landbúnaðarkerfið Íslenska í hnotskurn. 

Bændur eru leiguliðar afurðarstöðvagreifanna, rétt eins og sjómenn eru leiguliðar kvótagreifanna. Framsóknarflokkurinn ver landbúnaðarkerfisbullið út í eitt, rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn kvótakerfið.

Hverjir eru það sem borga og blæða fyrir ruglið? Bændur og neytendur þjást saman og engjast undan okinu.

Myndin efst til vinstri er teiknuð af Brian Pilkington


mbl.is Sífellt fleiri selja vörur sínar beint frá býli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Axel Jóhann.

Þetta sýnir bara hvað íslenskur landbúnaður er framsækinn og hugmyndaríkur og um leið neytendavænn.

Þetta myndi alveg gjörbreytast ef við gengjum í ESB. Þá myndu bændur þeir fáu sem myndu eftir lifa af beinlínis gera út á búrókratið með því að sækja í niðurgreiðslurnar og framleiðslustyrkina og þar eins og annarsstaðar í ESB kerfinu nærðist sóunin og spillingin öllum en ekki síst skattgreiðendum og neytendum til tjóns.

Hefurðu lesið um nýjustu skandalana í ESB sjóðasukki landbúnðaarins þar sem milljónum Evra var varið í framleiðslustyrki og niðurgreiðslur til stórfyrirtækja eins og Nestlé og svo fyrir sjálfan háaðalinn og kóngafólkið í Bretlandi. 

Ég er hræddur um að ef við gengjum í ESB þá myndi þessi jákvæða þróun íslensks landbúnaðar fljótlega snúa við og aftur yrði haldið undir merkjum ESB valdsins á vit sjóðasukksins og spillingarinnar.

Framleiðslulausna og miðstýringar í anda SOVÉT kerfisins gamla.

Því það er akkúrat það system sem ESB apparatið stefnir hraðbyri í. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 07:48

2 identicon

Vonandi í framtíðinni geta þessir bændur skaffað störf  firrir unglinganna okkar í sveitinni við allskonar framleiðslu t.d ís framleiðslu og margt fleira.Það skildi þó ekki enda með að allar afurðarstöðvar legðust af hver veit þá þarf enginn að öfundast lengur allir að græða á tá og fingri.Í mínu byggðalagi er búið að úrelda sláturhúsið og það fer ugglaust eins fyrir afurðarstöð mjólkurstöðvarinnar sem einnig er hér á staðnum.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 09:07

3 identicon

Sæll Axel.

Það er alveg makalaust að þú veist ekki mikið um landbúnaðarkerfið. Ég er uppalin í sveit og vinn á kúabúi þar sem er einnig minkabú. Lýsing þín á kerfinu er ekki rétt. Í dag eru öllum heimilt að framleiða. Kúabú sem er með 200 þúsund litra kvóta en það mun fara mikið yfir það og þá er borgað 40 kr pr litrer á umfram mjólk en annars er það 71 kr. Þannig að það stoppar ekki framleiðslan á búin. Hins vegar má deila með greislumarkerfið. ESB borgar á hausa og fjölda á hektra en á íslandi er borgað á litrer og kíkó. Tökum muninn á þessum kerfum, ég er með 40 kýr í fjósi og hver þeira mjólkar 6000 litra sem gerir 240 þúsund litra framleiðslu. En í ESB er karl með 50 kýr til að ná 240 þús litra framleiðslu og fær hærri styrki því hann er með fleiri hausa og þar af leiðandi fleiri hektara ræktað.

Afurðastöðvar sem og MS er í eigu bænda og er traust fyrirtæki. Afurðaverð kúabænda er ákveðið af verðlagsnefnd. Í henni sitja menn frá Alþingi, Landsambandi Kúabænda, ASÍ og Bændasamtökunum. SS er í eigu bænda og ef menn slátra heima og það er sóðaskapur í kringum það, hver á að hafa eftirlit....?

 Guðni Ágústsson gerði mörg góðverk en sumt var ekki nógu gott... eins og einkavæðing lánasjóðsins....

Einar Magnússon (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.