Getur Ásgeir lánað mér hús til eignar?

Gefum okkur að þessi Ásgeir Valdimarsson í Grundarfirði ætti einbýlishús og lánaði mér það til afnota, endurgjaldslaust, um óákveðinn tíma.

Þar sem ég var farin að leigja út hluta hússins ákveður Ásgeir að eðlilegt sé að hann sjálfur hafi af húsinu einhvern arð.

Hann tilkynnir mér það með góðum fyrirvara og jafnframt að ég geti notað og ráðstafað húsinu áfram, gegn greiðslu eðlilegrar leigu.

En þetta finnst mér hin mesta frekja, því ég hef málað og dyttað að eigninni, lagt í kostnað, því sé húsið nú mín eign og þessi ruddi,  hann Ásgeir, getur étið það sem úti frýs.

Ætli Ásgeir eigi ekki einhver orð til um þannig háttarlag.   

 

 


mbl.is „Eigandinn heldur áfram að borga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Fyrst fór ég að skellihlæja svo sá ég alvöru málsins í færslunni þinni. Vil þessi umræddi maður ekki skilja svona einfaldan hlut eða skortir hann greind til þess?

Finnur Bárðarson, 23.5.2009 kl. 17:40

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Kvótakerfið er gallað og þarf að laga það.

Gefum okkur að Ásgeir í Grundarfirði hafi keypt allar sínar veiðiheimildir á síðustu 20 árum, farið í öllu eftir gildandi reglum sem Alþingi setur með lögum og sett veiðiheimildir að veði fyrir lánum, eins og búið er að heimila.

Er þá ekki skiljanlegt að hann kvarti smá ef þeir honum er gert að láta þennan sama veiðirétt af hendi endurgjaldslaust?

Þetta er ekki svart-hvítt dæmi. Það er ekki hægt að stimpla alla útgerðarmenn braskara og sægreifa og enn síður setja þá alla undir einn og sama fyrningahattinn. Ég held að best væri að byrja á að stoppa það að menn leigi frá sér kvótann og hirði gróðann. Það er borðleggjandi sóðaskapur, hitt dæmið er miklu flóknara.

Haraldur Hansson, 23.5.2009 kl. 18:11

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Málið snýst um það Haraldur að Hann Ásgeir hefði raunverulega verið að kaupa þýfi í 20 ár, hann hefði verið að kaupa nýtingarrétt en ekki eignarrétt, hann var að gambla með nýtingarrétt auðlindarinnar. Hann hefur mátt reikna með þessari niðurstöðu allan tímann, um leið og íhaldið og Framsókn yrðu ekki til að verja hann. Lögin eru bara þannig.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.5.2009 kl. 09:39

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Finnur, takk fyrir þitt innlegg.

Haraldur, ef ég hefði verið selt húsði sem Ásgeir lánaði mér var það þá honum glatað? Auðvitað segja allir að þessi framsetning sé bull, ekki sé hægt að selja eigur annarra. Fátt er sannara.

Samt hafur það verið stundað og þeir sem hafa keypt kvóta hafa kosið að líta framhjá 1 gr laga um stjórn fiskveiða, þrátt fyrir skýra fyrirsögn þeirrar greinar, hvernig með skuli farið. Þar segir að úthlutun myndi ekki eignarhald eða óafturkræft forræði.

Greinin er í heild svona.

1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Er eitthvað í þessum texta sem ekki er fullkomlega skýrt? Kann ekki afbökun og afneitun Sægreifanna á lögunum að skapa það fordæmi að hver og einn geti hagað túlkun laga eftir sinni hentisemi og haft frið með það?

Málflutningurinn hefur verið með ólíkindum, fyrningaleiðin hefur jafnvel verið útlistuð þannig að með henni hreinlega hverfi veiðiheimildir og séu öllum glataðar um alla framtíð.

Lög um stjórn fiskveiða í heild.

Hafsteinn, takk fyrir gott innlegg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.5.2009 kl. 10:44

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæll aftur Axel Jóhann.

Ef þú lest fyrstu setninguna í athugasemd minni aftur sérðu að ég er síður en svo að mótmæla því að kvótakerfinu sé breytt, eða það lagt af.

Stóra spurningin er: Hvað kemur í staðinn? Þetta er svo stórt dæmi og viðkvæmt að ekki er gæfulegt að leggja af stað í breytingar nema markmiðin séu skýr.

Samfylkingin hefur nefnt fyrningaleið. Í stjórnmálaályktun flokksins 2009 er ekkert að finna um þetta mál og í stefnuriti flokksins, Skal gert, er að finna 3 málsgreinar (bls. 58) sem segja sáralítið. Útfærslu vantar.

Það er beinlínis rangt sem Hafsteinn segir að menn hafi verð að versla með þýfi. Framsal á veiðiheimildum, gegn greiðslu, var heimilað með lögum 1990-91, þrátt fyrir 1. gr. laga um stjórn fiskveiða.

Tek það fram að ég hef aldrei verið á sjó og því síður átt kvóta. Mér finnst bara þessi umræða með upphróum um sægreifa, þýfi og kvótakónga ekki líkleg til að þoka málum í átt til réttlætis.

Haraldur Hansson, 25.5.2009 kl. 08:48

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Haraldur.

Kvótaeigendur hafa haft uppi hvað mestar upphrópanir. Hrópað um landeyðingu, eignaupptöku landráð og annað eftir því. Þeir líta framhjá þeirri staðreynd að ekkert mannanna verk, ekkert,  frá upphafi Íslandsbyggðar, hefur haft í för með sérjafn mikla byggðaeyðingu og eignatilfærslu og kvótakerfið.

Sennilega var kvótakerfið sem slíkt, best í upphafi. Allar breytingar, sem gerðar hafa verið, svokallaðar lagfæringar og úrbætur hafa aðeins aukið á vandann og óskapnaðinn. Frekari breytingar á kerfinu koma vart til greina.

Ég er sammála því að einhver heildarstefna til langs tíma þarf að vera fyrir hendi. Það er glórulaust að þessum málum sé stjórnað með aðgerðum frá degi til dags.

Það vakti undrun mína að Jón Bjarnason skyldi gerður að sjávarútvegsráðherra. Maður sem ekki getur einu sinni verið sammála sjálfum sér og hefur eina stefnu í Vestmannaeyjum, aðra á Ísafirði og þá þriðju á Húsavík.  

Jón er ekki líklegur til árangurs í þeirri átakavinnu sem breytingar á kerfinu óhjákvæmilega verða.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.5.2009 kl. 11:56

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæll aftur.

Það undirstrikar hversu flókið verkefni þetta er að upphaflegi kvótinn er það sem mannréttindanefnd SÞ gagnrýnir, þ.e. hvernig honum var útdeilt. Framsalið var leyft með það göfuga markmið í huga að auka hagkvæmni. Það tókst en kerfið er samt götótt.

Það þarf að vanda til verka áður en menn fara að hrófla við reglum um hvernig við umgöngumst gullforðabúrið okkar, sem eru fiskimiðin umhverfis landið. Ég hef enn ekki séð hugmyndir sem eru heilsteyptar og traustvekjandi.

Haraldur Hansson, 25.5.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband