Scapaflóa nautið - „Der Stier von Scapa Flow“

map_orkneysVið upphaf síðari heimsstyrjaldar hafði árás á bresku flotastöðina í á Orkneyjum lengi verið sérstakt athugunarefni hjá Flotastjórn Þjóðverja og Karl Dönitz þáverandi yfirmaður Þýska kafbátaflotans hafði mikinn áhuga á hugmyndinni.

Í fyrri heimstyrjöldinni í október 1918 hafði árás á Scapa Flow verið reynd á kafbátnum UB-116 undir stjórn Hans Joachim Emsmann. Sú tilraun mistókst þegar báturinn fórst með manni og mús við ásiglingu á tundurdufl. Bretum var kunnugt um þetta og því höfðu allar varnir í Scapa Flow verið styrktar og efldar til mikilla muna. M.a. hafði herteknum Þýskum herskipum verið sökkt þar eftir lok fyrra stríðs til að hindra siglingar um sundin.

Þetta var sérlegt áhugamál Dönitz, því tækist að lauma kafbát inn á flóann væri hægt að veita Bretum  þungt högg, því það gæti tekið þá 3 til 4 ár að bæta úrGünther Prien2 skaðanum. Auk þess yrði það hefnd fyrir Þýsku skipin sem var sökkt þar. Dönitz vissi að svona aðgerð tækist ekki nema saman færi frábær kafbátsáhöfn, góð upplýsingaþjónusta ásamt talsverðu magni af heppni. Hann hafði unnið að upplýsingaöflun og öðrum undirbúningi í nokkurn tíma fyrir upphaf styrjaldarinnar. Það var svo sunnudaginn 1. október 1939, mánuði eftir upphaf styrjaldarinnar, sem Dönitz boðaði einn af efnilegustu kafbátaforingjum sínum, Günther Prien, skipherra á U-47, á sinn fund og bauð honum að taka að sér þetta erfiða verkefni. Prien tók með sér heim öll gögn um málið og lá yfir þeim næstu nótt. Um morguninn gekk hann á fund yfirmanns síns og tók að sér verkefnið.

U-47 var af annarri kynslóð kafbáta af gerðinni VII og kallaðist VIIB og var smíðaður hjá Krupp Germaniawerft í Kíl. Þar voru líka míðaðri bátar þeirra Otto Kretschmer U-99 og U-100 sem var bátur Joachim Schepke. Þeir voru U47líka í hópi svokallaðra Ása, afkastamestu kafbáta- foringja Þjóðverja.

Áhöfnin á U-47 sá að eitthvað sérstakt var í bígerð þegar venju- bundnar byrgðir bátsins voru teknar í land og báturinn búinn á ný til stuttrar ferðar. Það var svo 8. október sem U-47 sigldi frá Kíl út á Norðursjóinn. Þeir forðuðust eftir megni að komast í nálægð við nokkurt skip eða vekja eftirtekt á ferð bátsins á leið sinni norður 696px-U-47_raid_svgNorðursjóinn.

Það var síðan rétt fyrir miðnætti 13. október sem þeir hófu siglinguna inn á Scapa flóann. Þá fyrst var áhöfn kafbátsins gerð grein fyrir því sem til stóð. Þeir urðu að sigla inn á liggjandanum, því þarna eru harðir straumar sem hefðu hæglega getað borið bátinn ofurliði. Þeir þræddu á hægri ferð á yfirborðinu milli skipsflaka sem hafði verið sökkt í þeim tilgangi að hefta siglingu sem þessa. Auk skipsflaka voru tundurduflagirðingar þvers og kruss. Um tíma voru þeir svo nálægt landi að þeir lentu í ljósgeisla bifreiðar sem ók eftir vegi á ströndinni. En heppnin var með þeim, þeir sluppu óséðir.

Það var svo kl. 00.27 sem Prien ritaði í skipsbókina „Wir sind in Scapa Flow!!!“. Þeir voru sloppnirroyaloak í gegn. Þeir sáu tvö skip til norðurs og þokuðu sér í skotfæri og kl. 00.58 skutu þeir þrem tundurskeytum að þeim. Bátnum var samstundis snúið undan og skotið úr skuthlaupi bátsins, eftir þrjár mínútur kvað við ein sprenging. Þeim til mikillar undrunar urðu engin merkjanleg viðbrögð af hálfu Breta. Bátnum var því aftur snúið við  til annarrar árásar. Kl. 01.22 var enn skotið þrem tundurskeytum og þrem mínútum síðar kváðu við öflugar sprengingar þegar skeytin sprungu á síðu 31.000 tonna orrustu skipsins HMS Royal Oak. Það sökk á 13 mínútum og með því fórust 834 ro_angle5_scaledmenn, aðeins 375 komust af. Royal Oak var næst stærsta skipið sem þýskir kafbátar sökktu í stríðinu.

Nú voru Bretarnir vaknaðir og hófu eftirför og mikla leit að kafbátnum, sem tókst að sleppa óséður út úr flóanum kl. 02.15 og tók stefnuna heim. U-47 kom til hafnar í Kíl, rétt fyrir hádegi 17. Október,  þar sem þeim var fagnað sem hetjum. Allri áhöfninni var flogið til Berlínar til fundar við Hitler. Prien, fyrstur kafbátsforingja,  var sæmdur Riddaragráðu Járnkrossins. Hann ogkvöldverður áhöfnin snæddu síðan hátíðarkvöldverð með Hitler.   Bretar viðurkenndu missi Royal Oak en staðhæfðu að kafbátnum hefði verið sökkt.

Þetta er sennilega djarfasta sendiför allra tíma, sem kafbátur hefur verið sendur í.

Günther Prien var eftir Scapaflóa árásina kallaður Scapaflóanautið, vegna táknsins sem var á turni U-47, en það var griðungur í vígahug. Þetta tákn varð síðar tákn alls 7. flotans. Prien var sæmdur eikarlaufum  við járnkrossinn 1940.

nautsmerkiðU-47 fór í samtals 10 árásarferðir og sökkti 30 skipum, samtals 186,253 tonn og laskaði 8 skip uppá 63.000 tonn.  Þetta skilaði Prien, þótt á stuttum tíma væri, í hóp 10 hæstu kafbátaása Þjóðverja og hann var sá eini þeirra tíu, sem ekki lifði styrjöldina af.

Günther Prien lét lífið þegar U-47 fórst með allri áhöfn 7. mars 1941 þegar hann gerði árás á skipalestina OB-293 vestur af Írlandi.  Lengi var talið að tundurspillirinn HMS Wolverine hefði grandað U-47 en síðari upplýsingar hafa kollvarpað því. Hvað varð Günther Prien og áhöfn hans á U-47 að fjörtjóni er því ekki ljóst og verður kannski aldrei. Kafbátaflotinn var sá hluti hernaðarmaskínu Þjóðverja sem varð fyrir mesta manntjóninu, af 40.000 manns sem þjónuðu á kafbátunum í stríðinu, snéru 30.000 ekki heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband