Höldum til Mars
20.7.2009 | 13:03
Þetta er lítið skref fyrir mann, en risastórt skref fyrir mannkynið. Sagði Neil Armstrong þegar hann steig fæti sínum á Tunglið fyrstur manna.
Rétt á hæla honum kom svo félagi hans Edwin Buzz Aldrin, en þriðji maðurinn í þessum leiðangri, Michael Collins var á braut um tunglið í stjórnfarinu á meðan þeir félagar spókuðu sig á yfirborði tunglsins.
Í dag eru liðin 40 ár frá þessum merka atburði. Kennedy forseti setti Bandaríkjunum það markmið árið 1962 að koma mönnum til tunglsins og heim aftur áður en áratugurinn væri úti. Als urðu mannaðar tunglendingar 6 talsins. Apolló 13 lenti ekki á tunglinu eftir að sprenging hafði orðið í farinu. Það var afrek hjá NASA að ná geimförunum heilum heim og þeirra besta stund.
Það er vafalaust engin tilviljun að einmitt þessa dagana er geimfar að mynda yfirborð Tunglsins til að kanna með nýja lendingarstaði. NASA áætlar að senda þangað að nýju mönnuð för um 2020. Geimfarið hefur m.a. myndað lendingarstaði Apolló tunglfarana og á myndunum má glögglega sjá ummerki eftir lendingarnar, m.a. búnað sem skilin var eftir og fótspor.
Margir hafa haldið því fram að allur Apolló pakkinn hafi verið falsaður, þeir sömu munu vafalaust fullyrða að þessar nýju myndir séu falsaðar.
Margt merkilegt hefur gerst í geimferðum og geimrannsóknum frá því Örninn lenti á Tunglinu 20. Júlí 1969, en það fellur allt í skuggann fyrir þessu risaskrefi sem þá var stigið í sögu geimferða.
Næsta risaskref í geimferðum hlýtur að verða mönnuð ferð til Mars ekkert minna.
.
Tunglfararnir vilja stefna á Mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.