Íransforseti ber hausnum viđ steininn.

Hinum umdeilda  Íransforseta Mahmoud Ahmadinejad er ekki alsvarnađ ţótt nokkuđ sé hann kaflaskiptur og baldinn.

Hann situr viđ sinn keip ađ skipa konur í ráđherraembćtti, ţrátt fyrir ađ klerkastéttin hafi  skilmerkilega skilgreint konur međ öllu óhćfar til stjórnunarstarfa sökum skorts á heilastarfsemi.

 
mbl.is Ahmadinejad útnefnir ađra konu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur St Ragnarsson

Batnandi mönnum er best ađ lifa Axel - líka ţótt ţeir heiti Mahmoud Ahmadinejad :)

Guđmundur St Ragnarsson, 6.9.2009 kl. 22:56

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég virđi ţessa viđleitni hans en viđ ramman er reip ađ draga ţar sem klerkarnir eru.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.9.2009 kl. 23:37

3 Smámynd: Svanur Gísli Ţorkelsson

Ţví miđur Axel, ţessi kona eins og fyrri kandídatinn er harđsvíruđ afturhaldsbredda sem m.a. fékk ţingiđ til ađ kyn-skipta matsalnum í ţinginu eftir ađ hún náđi ţangađ inn.

Hún er eindreginn stuđningsamađur forsetans sem hingađ til hefur ekki vandađ  međulin gegn óvinum sínum eđa sakleysingjum. Hann var einn af foringjum byltingarráđsins ţegar ţađ lét hengja 20 konur samtímis fyrir ţađ ađ kenna stúlkum sem meinađ hafđi veriđ ađgangur ađ skólum landsins, ađ lesa.

Hann er ađ reyna ađ slá vopnin úr höndum gagnrýnenda sinna međ ţvi ađ fá konu til ţess ađ kúga konur.

Svanur Gísli Ţorkelsson, 7.9.2009 kl. 06:53

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svanur, kann ađ vera meira en rétt hjá ţér. Ţađ er fjarri ţví ađ allar konur sem setiđ hafa á ţingi eđa gengt ráđherraembćtti á Íslandi sé hćgt ađ flokka sem femínista. En vera ţeirra á ţingi og í ráđherrastólum, sem slíkra var samt sem áđur styrkur fyrir réttindabaráttu kvenna.

Klerkastéttin í Íran er anvíg ţátttöku kvenna í stjornunarstörfum og hefur neitunarvald í ţví máli. Fyrsta skrefiđ í ađ brjóta niđur ţá múra kann ţví ađ vera ađ skipa konur sem ţeir telja ekki ógna veldi sínu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2009 kl. 09:30

5 Smámynd: Finnur Bárđarson

Ég held ađ hann sé ţreyttur á ţessu gömlu skeggjuđu gaurum.

Finnur Bárđarson, 7.9.2009 kl. 17:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband