Hvar er verðlagseftirlitið?

eiturlyfjadjöfullinnÞað er full ástæða að fíkniefni verði sett undir verðlagseftirlitið. Það gengur ekki að þessi fjandi hækki upp úr öllu valdi.

En að öllu gríni slepptu, hver er tilgangur SÁÁ að birta þessa verðskrá?

Er SÁÁ að reyna verðstýringu á eiturlyfjum og stuðla að samkeppni milli þeirra dauðans djöfla sem selja efnin til að halda verðinu niðri?

Og í hvaða tilgangi þá?


mbl.is Maríjúana hækkar í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski eru þeir að reyna halda verðinu niðri til þess að minni peningar fari í vasa glæpamanna. Þú verður að muna að allir þessir peningar (um það bil 5000 kr. á grammið skv. mínum heimildum og tel ég þær öruggari en SÁÁ) fara beint í vasa glæpamanna sem nota þessa peninga til að afla sér sterkari fíkniefna sem þeir svo selja.

Það mætti segja að kannabissala sé grunnstofn tekjuföflunnar glæpamanna á Íslandi. Kannski fer landinn að bætast við núna þegar áfengi í ríkinu fer að hækka upp úr öllu valdi.

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 20:17

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bjöggi; það er annar flötur á þessu, þegar menn eru á annað borð orðnir háðir þessum fjára, skiptir engu hvert verðið er, fé er útvegað með öllum ráðum. En öðru máli gegnir um þá sem eru að fikta og prufa í fyrsta sinn, þá er ekki vafi að hátt verð dregur úr löngun fjárvana unglinga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2009 kl. 20:29

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Já þetta er einkennilegt að SÁÁ sé með n.k. verðlagseftirlit með fíkniefnum. Ég hef sem betur fer alls engar heimildir um verð fíkniefna!

Guðmundur St Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 20:32

4 identicon

Og ef að hátt verð dregur úr löngum fjárvana unglinga, er þá ekki bara fínt að SÁÁ byrti tölur um hversu fáránlega dýrt grammið af kannbis er. Er þetta þá ekki hluti af forvarnarstarfi SÁÁ?

Það er líka fínt að fá upplýsingar um hvort að verð fari lækkandi, það gefur til kynna hversu mikið framboð er á fíknefnum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 20:40

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið muggi. Já ég skil þetta ekki fyllilega.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2009 kl. 20:58

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bjöggi; finnst þér verðið fáránlega hátt? Hvernig þetta getur gagnast sem forvörn er mér gersamlega hulið. Það er miður ef það er gagnlegt fyrir þig að fá upplýsingar um verðlagningu og framboð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2009 kl. 21:03

7 identicon

Hefur þetta áhrif á vísitölu neysluverðs???  Heilbrigðisráðherra þarf ef til vill að skoða betur fjárveitingar til SÁÁ. Það hefur enginn getað gefið skynsamlegar skýringar á þessu verðlagseftirliti, en þeir fá fjölmilaumfjöllun og venjulega birtist Þórarinn Tyrfingsson með "sláandi upplýsingar" um ástandið þegar Fjárlaganefnd Alþingis kemur saman til fjárlagagerðar(Sem sagt núna). Á þessum bæ kunna menn að virkja fjölmiðla til fjáröflunar. Íslendingar hafa hlutfallslega flest áfengismeðferðarpláss miðað við höfðatölu af Norðurlöndum. Íslendingar neyta minnst af áfengi miðað við höfðatölu af norðurlandabúum. Innlagnarpláss vegna annarra geðrænna vandamála eru síðan færri hér samkvæmt sömu viðmiðum. Hvað veldur???

C4 (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 21:25

8 identicon

Þú hlýtur að viðurkenna að 5000 kr. fyrir gramm af laufum er rosalega mikill peningur. Þú sagðir sjálfur að hátt verð hlyti að halda fjárvana unglingum frá því að prufa þetta. Þar af leiðandi hljóta upplýsingar um hátt verð fíkniefna að halda þessum fjárvana unglingum frá því að prufa, það er ef við gefum okkur að þessi kenning þín sé rétt. 

Upplýsingar um verð gefa okkur líka hugmyndir um framboð og eftirspurn, fíkniefnamarkaðurinn virkar eins og hver annar markaður. Það getur gefið okkur hugmyndir um árangur lögreglu og forvarnarstarfs. Ertu að segja mér að það sé betra að leyna þessum upplýsingum. Hverjum hagnast það?

Ég get helst ímyndað mér að það hagnist þeim sem eru að selja fíkniefnin! 

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 21:36

9 identicon

SÁÁ upplýsti líka um verðið á liðnum árum þegar það var sí lækkandi. Þetta hefur ekkert með gagn eða forvarnir að gera beinlínis. Þetta veitir þeim athygli og aðgang að fjölmiðlum á þeim tímum þegar er mikilvægt að ná eyrum stjórnmálamanna. Spurningin er hvort stjórnmálamenn eru vakandi fyrir þrýstihópum og leggja hlutlægt mat á þær upplýsingar sem er komið á framfæri með þessum hætti. Fíkillinn kaupir sama hvert verðið er eins og bent hefur verið á hér.

C4 (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 21:52

10 identicon

Og er slæmt að SÁÁ fái athygli stjórnmálamanna eða pláss í fjölmiðlum?

Svo er það alveg rétt hjá þér að fíkill kaupir sama hvert verðið er, enda eru forvörnum beint gegn þeim sem eru ekki orðnir fíklar, þeir sem eru orðnir fíklar þurfa að fara í meðferð, það er ekki forvörn.

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 22:27

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bjöggi; mér þykir nógu djöfullegt að þurfa að greiða 6000 kall fyrir glerið af Vodka þó SÁÁ sé ekki að auglýsa að ódýrara sé að reykja gras.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2009 kl. 22:28

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

C4; ekki veit ég hvort SÁÁ er að reyna að koma þessu inni í vísitöluna eða ekki. Ég hef ekki áhyggjur af þeim sem þegar eru komnir á kaf í neyslu. Ég hef af fenginni reynslu mestar áhyggjur af unglingunum sem vilja prófa vímuefni og verða að velja út frá pyngjunni hvort verður ofaná , vín eða voði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2009 kl. 22:33

13 identicon

Þannig að 5000 kr er ódýrt fyrir grammið?

Þótt það sé ódýrara að reykja gras þýðir það ekki að það sé ódýrt. Sæmileg snekkja er ódýrari en einkaþota, hvorugt er ódýrt.

Já, svo gerir þessi vodka meiri þér meiri skaða en grammið, þannig kannski þú ættir að skipta yfir víst það er svona ódýrt

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 22:36

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bjöggi; reykir þú gras?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2009 kl. 22:38

15 identicon

Það hefur komið fyrir, finnst samt skemmtilegra að fá mér kippu af bjór

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 22:43

16 identicon

Það er líka töluvert ódýrara!

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 22:45

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bjöggi; farðu að mínum ráðum láttu grasið eiga sig, eða hvað þetta er kallað allt saman. Ég tala af fenginni reynslu, þótt ég hafi aldrei notað þessi efni sjálfur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2009 kl. 22:52

18 Smámynd: Kommentarinn

Þetta háa verð gerir fátt annað en að skapa hvata fyrir glæpamenn að farað rækta í stórum stíl og selja. Nokkrum mánuðum seinna er svo þessum mönnum stungið í steininn með tilheyrandi kostnaði fyrir lögreglu, dómsvaldið og fangelsi. Við erum að búa til kostnað í kerfinu og styrkja glæpamenn án þess að draga á sannfærandi hátt úr neyslu.

Jújú hærra verð og minnkað aðgengi hefur alltaf tilhneigingu til að minnka neyslu en það hefur bara sýnt sig að lönd sem leyfa neyslu og ræktun til einkanota búa ekki við hærra hlutfall neytanda en þar sem það er bannað.

Kommentarinn, 7.9.2009 kl. 22:52

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað er Kommentarinn búinn að reykja margar jónur í kvöld?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2009 kl. 22:58

20 identicon

Vill bæta við það sem kommentarinn var að segja að ofbeldisverkum og smáglæpum tengdum fíkniefnaneyslu líkt og innbrotum og þjófnuðum fækkaði líka.´

Axel, það eru meira en 15 ár síðan ég reykti fyrst og 17 síðan ég drakk í fyrsta skipti. Hef aldrei átt í vandræðum með hvorugan hlutinn og gengið mjög vel í lífinu. Sumir af mínum gömlu vinum urðu alkóhólistar aðrir hasshausar, verð að segja að hasshausarnir komu mikið betur undan út þegar kom að heilsu og árangri í lífinu. Þekki fullt af fólki sem hefur gengið mjög vel í lífinu og fá sér eina og eina jónu af og til.

Ef að kannabis væri lögleitt myndi ég frekar vilja að börnin mín reyktu það en fengju sér áfengi. Áfengi er skaðlegra líkamlega og andlega en kannabis og það eru meiri líkur að verða háður áfengi en kannabis. Maður verður heldur ekki snarrruglaður af smá grasi eins og maður verður af áfengi. Maður fer sér heldur ekki að voða í kannabisvímu líkt og maður gerir þegar maður er fullur.

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 23:00

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, já Bjöggi vinur,  auðvitað er þetta svona úr því þú trúir því, en haltu því fyrir þig, ég hef aðra reynslu, miður góða.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2009 kl. 23:05

22 Smámynd: Kommentarinn

Hehe hef reyndar ekki reykt mjög mjög lengi.. Ekki endilega af verðlagsástæðum né af neinum merkilegum ástæðum yfir höfuð. Fékk mér hinsvegar pilsner áðan með matnum. Ég veit ekki hver getur leyft sér að spandera 300kr í bjór svona á virkum degi...

Kommentarinn, 7.9.2009 kl. 23:11

23 identicon

Þú mátt ekki dæma svona hluti út frá persónulegri reynslu, hún gefur ekki alltaf rétta mynd af hlutunum. Maður á að taka mark á staðreyndum!!

Staðreyndirnar t.d. segja annað en þú um árangur þess að afglæpavæða fíkniefnaneyslu og um skaðsemi kannabis vs. áfengis. Þetta eru vísindalegar rannsóknir. Mæli með að þú lesir bréf landlæknis http://kannabis.net/2009/06/svar-fra-landlaekni/.

Svo hefur WHO t.d. komist að þeirri niðurstöðu að kannabis er ekki jafn skaðlegt og áfengi og sígarettur t.d. http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/58013.stm

Og menn hafa haft góða raun af afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu (ekki sölu eða framleiðslu). Til dæmis í Portúgal http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/3421523.stm

En ég held að þú þurfir að fara uppfæra hjá þér hugbúnaðinn þegar kemur að árangri algjörs banns við annarri vímuefnaneyslu en áfengisneyslu. Kannski búin að eyða of mörgum heilasellum með öllum vodkanum til að það sé mögulegt.

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 23:16

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Halló, halló, Bjöggi, á ég ekki að dæma út frá minni persónulegu reynslu? Á ég þá að dæma út frá reynslu annara og þeir svo út frá minni eða skil ég þig rétt að slæm reynsla sé ekki marktæk því þetta sé svo gott?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2009 kl. 23:22

25 identicon

Þessi rannsókn byrtist fyrst í virtu vísindatímariti http://drbenkim.com/ten-most-dangerous-drugs.html. Þarna getur þú séð lista yfir 10 hætulegustu fíkniefnin. Þar stendur svo:

It is estimated that tobacco causes 40 percent of all hospital illnesses, while alcohol is involved in more than 50 percent of all visits to hospital emergency rooms. In light of these statistics, the authors of this study question why alcohol and tobacco are legal to use within current drug policies for Britain and the United States, while less harmful drugs like ecstasy and LSD are deemed illegal to use.

The bottom line: alcohol and tobacco are two of the most dangerous substances that you can expose yourself to on a regular basis. In terms of overall potential to cause harm, if used regularly, alcohol and tobacco belong in the same category as other recreational drugs like cocaine and heroin.

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 23:26

26 identicon

Nei þú átt að dæma svona hluti út frá staðreyndum, sérstaklega ef þær hafa fengist á vísindalegan hátt. Persóuleg reynsla er lituð af tilfinningum, sem eru í nær öllum tilvikum órökréttar.

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 23:27

27 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Dr. Ben Kim, ha,ha,ha,ha,ha, virt vísindarit, ha, ha. ha,  fyrr hlusta ég á hina virtu Jónínu Ben og hennar vitra framlag til heilsu landans.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2009 kl. 23:30

28 identicon

Við viljum árangusríkar leiðir til að gera samfélagið betra, persónuleg reynsla má ekki vera í veginum fyrir því. Algjört bann er ekki leiðin til þess að gera samfélagið betra, vísindalegarstaðreyndir og reynsla annara þjóða sýna það svart á hvítu.

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 23:32

29 identicon

Dr. ben er að vísa í þessar rannsókn sem brytist fyrst í virtu tímariti, get fundið frétt um þessa sömu rannsókn á BBC, breka heilbrigðisráðuneytið höfðu niðurstöður hennar til hliðsjónar þegar þeir lækkuðu kannabis um refsiflokk. Get ekki vísað í sjálfa rannsóknina þar sem hún er á vef þar sem maður borgar fyrir að sjá hana.

Fréttin af BBC http://news.bbc.co.uk/2/hi/health/6474053.stm 

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 23:35

30 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eigum við ekki að segja þetta gott, drepa í og leggja frá okkur stubbinn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2009 kl. 23:35

31 identicon

Þetta var bara góð útekt hjá Dr. Ben þessvegna vísaði ég í hann.

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 23:36

32 identicon

Ef ég væri búin að reyka eitthvað þá myndi ég ekki nenna að ræða við þig!

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 23:36

33 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hann er loddari eins og flestir sem skrifa lofræður um vímuefni, sem þeir sjálfir þekkja ekki nema af vímunni. Sé það fært í nægjanlega fallegan búning vantar ekki trúaða.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2009 kl. 23:39

34 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Drepum samt í og látum gott heita.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2009 kl. 23:40

35 identicon

Get ekki sagt að þetta sé lofræða, einungis verið að bera hluti saman þar sem áfengi og síkarettur koma verr út kannbis. Og víst hann er loddari fyrir þessi skrif, er landlæknir þá líka loddari?

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 23:43

36 identicon

Axel, staðreyndirnar eru fyrir framan nefið á þér, það væri auðveldara að tala við vegg, heldur en þig, um þessi mál....

djóker (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 00:04

37 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vertu þá ekki að eyða orðum á mig djóker, talaðu við vegginn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2009 kl. 00:17

38 identicon

Svona ranghugmyndir eins og Axel er með hafa verri áhrif á samfélagið heldur en fíkniefnaneysla.

Það er ekki til neins að rökræða við fólk eins og Axel, þetta eru trúarbrögð fyrir honum. 

Pétur Guðnason (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 04:48

39 identicon

Amen! Axel hefur eflaust ekki kynnt ser staðreyndirnar vegna þess að hann getur ekki lesið texta a ensku.. Vodkinn drepur i þer heilann Axel... Það vita allir.

Matti

Matti (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 06:07

40 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Pétur, ef þú flokkar andúð á eiturlyfjum sem trúarbrögð, þá er það þitt vandamál.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2009 kl. 07:45

41 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Matti; þú ert sjálfsagt einn þeirra manna sem telja að allt sem ritað er á erlendum málum séu staðreyndir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2009 kl. 07:52

42 identicon

Vá ég er hættur að drekka. Vill alls ekki enda eins og ^^^^^^^^^^.

BJ (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 13:28

43 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

BJ ég samgleðst þér að hafa hætt að drekka. En það er nú full lint að skrifa nafnlaust og þora samt ekki að segja hug sinn.

Mér vitanlega hefur ********** ekki endað, eitt né neitt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2009 kl. 13:45

44 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Axel, svo við séum nett málefnalegir hérna þá vil ég benda þér á að áfengi er bæði vímu og ávanaefni, sem og það er skaðlegt og drepur fólk ef því er neytt á óábyrgan máta.

Værir þú til í að útlista þessa 'persónulegu reynslu' hérna?

Þú þarft ekki að nafngreina neinn frekar en þú vilt, en þú segir hérna að af persónulega fenginni reynslu af neyslu, þó ekki þinnar eigin, að fólk eigi að láta kannabisefni vera, en mærir hinsvegar bakkus? 

Ég væri alveg til að fá smá innsýn í þessa reynslu þína svo hægt sé að ræða við þig á málefnalegum nótum.

kv.

Einar V. Bj. Maack.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 11.9.2009 kl. 15:39

45 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Einar; takk fyrir innlitið og gott innlegg.

Ég er algerlega sammála skilgreiningu þinni á áfengi. Ég tel mig ekki hafa mært áfengi, sagði aðeins að mér þætti djöfullegt að þurfa að greiða 6000 kall fyrir glerið af Vodka, það segir ekkert um áhuga minn á því eða notkun.

Af gefnu tilefni á ég á erfitt með að fjalla þrengra um reynslu mína af umræddum efnum nema að fara út fyrir mitt "valdsvið".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.9.2009 kl. 19:07

46 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Pétur: Og sívaxandi öfgafull kannabisdýrkun eru þá ekki trúarbrögð? Bolir og plaköt með laufblaðinu? Glansandi lón og marglitar glerpípur? Heilu músíkstefnurnar?
Það eru fjölmargir málshefjandi aðilar um allan heim sem nota kannabis og skrif þeirra á netinu eru lituð þeirri staðreynd. Sumir þeirra framkvæma jafnvel rannsóknir sem þeir segja svo óháðar. Þessir aðilar eiga oft í miklum erfiðleikum með að horfast í augu við þá staðreynd að kannabisneysla á sér neikvæðar hliðar.

Páll Geir Bjarnason, 12.9.2009 kl. 22:37

47 identicon

Rannsóknina sem Dr. Kim talar um má nálgast hér:

http://www.sciencedirect.com/science?_ob=ArticleURL&_udi=B6T1B-4N9XF65-19&_user=713833&_rdoc=1&_fmt=&_orig=search&_sort=d&_docanchor=&view=c&_searchStrId=1018773645&_rerunOrigin=scholar.google&_acct=C000039878&_version=1&_urlVersion=0&_userid=713833&md5=fcc64b3eb8ad649a1de3fe9765a98430

Ef þessi slóð virkar ekki þá má finna hana undir titlinum "Development of a rational scale to assess the harm of drugs of potential misuse" í The Lancet (nánar tiltekið: Volume 369, Issue 9566, 24 March 2007-30 March 2007, Pages 1047-1053)

nafnlaus (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband