Hvað þarf til, til að teljast fjöldamorðingi?

Þegar saga Bandaríkjanna er skoðuð er fráleitt að þessi Howard Barton Unruh hafi orðið fyrsti fjöldamorðingi landsins þegar hann skaut 13 manns til bana 1949, hvernig sem hugtakið fjöldamorðingi er skilgreint.

Ekki nema að  byssubófar villta vestursins sem stofnuðu til einvíga af minnsta tilefni og drápu tugi manna sumir hverjir, teljist ekki með. Svo ekki sé talað um Indíána sem voru myrtir hundruðum og þúsundum saman, nánast upp á sport á stundum.

Það er ólíklegt að á blómaskeiði Al Capone og annara glæpaforingja og byssubófa þeirra á bannárunum hafi þeir ekki náð að leggja fleiri menn að velli en Howard blessaður Barton Unruh.

 
mbl.is Fyrsti fjöldamorðingi Bandaríkjanna látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til þess að teljast fjöldamorðingi þarf að drepa 5 manns, af yfirlögðu ráði eða það sem kaninn kallar pre-meditated.

Howard þessi telst ekki vera fjöldamorðingi heldur er hann það sem kallað er spree killer, það er, hann fór og myrti 13 manns í einu killing spree.

Hallgrímur (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 20:24

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég held að hann sé frumherji í því sem þú kallar killing spree - drápsæði. Sjálfsagt hafa verið uppi öflugri morðingjar en þeir gáfu sér yfirleitt lengri tíma til þess arna.

Baldur Hermannsson, 20.10.2009 kl. 20:59

3 identicon

Sá sem var forseti Bandaríkjanna,er þeir sprengdu Nagasaki og Hírosima,hann er mesti fjöldamorðingi Bandaríkjanna,og Heimsins.

Númi (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 21:28

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Númi, það var í stríði og telst ekki. Genghis Khan er sagður afkastamesti morðingi sögunnar ef stríð eru talin. Stalín var líka öflugur.

Baldur Hermannsson, 20.10.2009 kl. 21:38

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Númi, það er almenn talið og viðurkennt, að þrátt fyrir hrylling Nagasaki og Hirosima þá hafi það bjargað mannslífum, því þetta batt enda á stríðið, sem hefði annars staðið einhverja mánuði til viðbótar. Sókn Bandamanna í Kyrrahafi af einni eyja á aðra á leið þeirra að Japan voru mannfrekustu og blóðugustu orrustur stríðsins, Japanir vörðust allstaðar til síðasta manns.

Það er mat manna að loftárásirnar á Dresten undir lok stríðsins komist næst því að teljast stríðsglæpur. Árásin hafði ekkert hernaðarlegt gildi, borginni var gereytt og varfærnustu tölur segja að 35.000 manns hafi farist.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.10.2009 kl. 22:25

6 identicon

Það má ekki heldur gleyma því að líta í eigin garð en saga okkar er nú ekki beint nein saga saklausra kórdrengja og vil ég nefna í því sambandi  hvernig skipum voru nörruð í strand  fyrr á öldum og svo maður tali ekki nú um spánverjavígin en um þau má lesa hér og hér

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 22:38

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Er það staðreynd að skip hafi nörruð í strand? Ég hef heyrt um þetta en hvergi séð neina staðfestingu.

Baldur Hermannsson, 20.10.2009 kl. 22:57

8 identicon

Nei, ég er ekki viss en hef heyrt sögusagnir eins og þú, en spánverjavígin eru staðreynd. Þætti þó gaman ef einhver gæti frætt um það.

kveðja

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 23:22

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Voru hungraðir menn ekki bara að veiða í matinn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.10.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband