Hvernig á góður utanríkisráðherra að vera?
24.10.2009 | 13:28
Angela Merkel hefur kynnt nýja ríkisstjórn sína. Fátt merkilegt þar á ferð í sjálfu sér.
Athyglisverð er samt sú athygli sem fjölmiðlar sýna nýjum utanríkisráðherra, ekki fyrir þá sök að hafa enga ráðherrareynslu, ekki fyrir þá sök að hafa hreint enga reynslu af utanríkismálum, nei það er kynhneigð hans sem er aðal áhugamálið og áhyggjuefnið.
Fyrirsögn Mbl.is var t.d. fyrst. Fyrsti samkynhneigði utanríkisráðherrann en varð svo Nýr utanríkisráðherra reynslulítill . Menn sáu að sér þar.
Svo hafa sumir þessar klassísku áhyggjur, með kynhneigð utanríkisráðherrans í huga, hvernig honum verður tekið í löndum Íslam!
Þessi ótti er hluti af nánast sjúklegri afsláttarhyggju gagnvart öllu sem viðkemur Íslam . Þessi afsláttarstefna lýsir sér best í því, að á sama tíma og reynt er að útrýma í Evrópu hverskonar fordómum kristinna manna, þá hlaupa menn upp til handa og fóta þegar fordómar og kreddur Íslamstrúar eru annarsvegar og gera þeim eins hátt undir höfði og kostur er.
Þýski utanríkisráðherrann mun örugglega hrista af sér reynsluleysið, bæta ensku getu sína og standa sig vel í starfi og leggja áherslu á að eiga góð og uppbyggileg samskipti við alla. Það eitt skiptir máli.
![]() |
Fyrsti samkynhneigði utanríkisráðherrann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.