Vikuritið „Laugardagsmorgunblaðið“

Þessi skemmtilega nýbreytni  að sunnudagsblað Morgunblaðsins komi nú út með  laugardagsblaðinu mun vera  prufukeyrsla á enn frekari breytingum á útgáfu blaðsins. Stefnt er að því, eftir áramótin, að öll blöð vikunnar komi út á laugardögum.   

Öll blöð vikunnar verða þá hluti af enn vandaðra helgarblaði sem verður stútfullt af skemmtilegu og fræðandi efni.

Í nýja laugardagsmogganum verða helstu fréttir vikunnar reifaðar í stuttu máli ef þurfa þykir. Blaðið mun fyrst og fremst einbeita sér að endurgerð og endursögnum á ónákvæmum eldri fréttum um hrunið. Ekki mun af veita.

Fólk víða á landsbyggðinni fagnar þessari breytingu, sem er aftur hvarf til þeirra gullnu tíma þegar Mogginn, af samgönguástæðum, kom í hús aðeins einu sinni í viku.

 
mbl.is Sunnudagsblaðið á laugardögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég var umboðsmaður MBL í nokkur ár..Þá kom Sunnudagsblaðið seinni part laugardags eins og þar til nú. Það hefði verið flott að vera ekki bundinn yfir útburði á laugardagskvöldum..En þetta er bara eitt sjónarmið ;o)

Núna fæ ég blaðið í pósti þar sem ég er dreifbýliskella. Og laugardags og sunnudagsblöð koma eftir helgi..En vegna þess að sunnudagsblaðið er með þessu sniði kemur það ekki eins að sök..Kíki bara í það eftir hentugleikum. En það er jú víða að verða afturhvarf hjá okkur!!!

Kveðja af vestanverðum skaganum.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 25.10.2009 kl. 15:03

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það, kveðja frá Skagaströnd.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.10.2009 kl. 15:20

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Bíddu...Áttu ekki heima í Grindavík núna!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 25.10.2009 kl. 15:42

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jú, jú en ég hef verið að vinna á Hofsósi af og til í sumar og er því með annan fótinn á Skagaströnd , stundum báða.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.10.2009 kl. 16:08

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er ekki bara hægt að gefa blaðið út einu sinni ári.

Finnur Bárðarson, 25.10.2009 kl. 16:17

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eða aldrei, mestur væri sparnaðurinn í því. Ætli þeir séu ekki að láta Morgunblaðslestina þoka sér hægt og hljótt inn á endastöðina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.10.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.