Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Geir er óhræddur við kosningar!
20.11.2008 | 22:23
Ég er lýðræðissinni. Ég er ekki hræddur við kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er alltaf til í kosningar", segir Geir.
Já Geir okkar er hugaður maður, alltaf til í kosningar, bara ekki núna eða á næsta ári. Kosningar henta ekki Geir og félögum fyrr en ryk fer að falla á augljósa ábyrgð Sjálfstæðisflokksins umfram aðra flokka á því ástandi sem hér er uppi.
Geir hefur margsagt að hraða beri rannsókn á bankahruninu, aðdraganda og eftirmála og öllu þar á milli. Ef frá er talið einhver hugmynd um að skipa sérstakan saksóknara gerist ekkert, enda trúlegast að einmitt þannig sé því ætlað að vera. Gaman væri að sjá óðagotið ef ekkert lægi á.
Fróðlegt verður að sjá hvern Björn Bjarnason skipar sem sérlegan saksóknara ef málið nær þá svo langt. Mér dettur í hug Ragnar Hall, hann er vanur.
Honum tókst sem sérlegum saksóknara, eða hvað staðan hét, að fara yfir allt Geirfinnsmálið án þess að sjá eða finna hið minnsta athugavert við það ferli allt.Til þess hefur þurft mjög einbeittan vilja. Hann kann því að hæfa vel til verksins.
.
Burt með lygið og rotið spillingarlið allra flokka.
Ekki stefna aðgerðunum í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gömul staðreynd gerð að nýjum sannleik
20.11.2008 | 13:07
Það var ekki neitt leyndarmál að Hitler, sem fékk heiðursmerki fyrir vasklega framgöngu í stríðinu, særðist í orrustunni um Somme 1916 og að hluti manndóms hans hefði legið eftir á vígvellinum.
Enda var sá brandari sem vitnað er í fréttinni um millifótakonfekt foringjans ekki úr lausu lofti gripinn.
Nasistar reyndu auðvitað, síðar, allt hvað þeir gátu að hylja sannleikann um eista foringjans og hefur orðið býsna vel ágengt ef fjölmiðlar eru nú fyrst að kveikja aftur á rúmlega 90 ára gamalli staðreynd.
Má vænta þess að þessir sömu blaðamenn reyni skúbb, með þeirri frétt að Jörðin snúist um sólina?
.
Burt með lygið og rotið spillingarlið allra flokka.
Hitler hafði eitt eista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samfylkingin á rauðu ljósi
20.11.2008 | 12:33
Loksins reis upp Samfylkingarflokksfélag sem segir eitthvað af viti. Þau verða fleiri á næstu dögum, holt væri að forysta flokksins ljái kalli grasrótar flokksins eyra ef hún ætlar Samfylkingunni framhaldslífs.
.
Burt með lygið og rotið spillingarlið allra flokka.
Telja forsendur ríkisstjórnarsamstarfs brostnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vindmyllubardaganum lokið
20.11.2008 | 11:24
Hollendingar vilja gjarnan lána okkur fyrir fjárkúguninni sem þeir beittu okkur.Skilyrði fyrir lánveitingunni er að peningarnir verði notaðir í Hollandi til greiðslu skulda fjárglæframanna. Það er munur að eiga góða að. Ég tárast.
Þetta minnir á kaupfélögin sálugu sem skrifuðu ótakmarkað hjá bændum til að binda sláturhúsinnlegg þeirra á haustin við sig og réðu þannig verði vörunnar bæði út og inn og arðrændu þannig eigendur sína, bænduna. Kaupfélögin voru síðan beitt þessum sömu Framsóknarfjárkúgunarviðskiptaháttunum af SÍS.
Framsóknarviðskiptamennskan er býsna lífseig.
Burt með spillingarlið allra flokka.
Hollendingar lána Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýtt nafn í burðarliðnum
20.11.2008 | 09:14
365.hf fá enn á ný nýtt nafn. Kominn tími til, viðskiptavinir fyrirtækisins voru farnir að venjast þessu. Hvað ætli það verði núna, Endaleysa.hf?
Nýtt nafn og stjórn hjá 365 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er einhverjum illa við bílstjóra Björns Bjarnasonar?
19.11.2008 | 18:32
Birni Bjarnasyni heyrðist ekki betur en púað væri að sér þegar hann gekk frá ráðherrabíl sínum, nýrri Benz glæsibifreið og inn í Alþingishúsið.
Kreppan sem óðum þrengir að óbreyttum almúganum hefur sem betur fer ekki læst klóm sínum í flottræfilshátt þann sem ríkir í bílaflota ráðherra og annarri risnu og fíneríi þeirra ágætu herra og kvenna.
Óprúttnir aðilar köstuðu eggjum í ráðherrabifreið mína segir Björn Bjarnason á heimasíðu sinni. En Björn þurfti ekki sjálfur að þrífa bílinn. Hann setti bílstjóra sinn í það verk. Það var sem sagt bílstjórinn sem fyrir eggjakastinu varð.
Kastið eggjunum í Björn en ekki í bílinn. Bílstjórinn er vart öfundsverður af hlutskipti sínu sem bílstjóri Björns Bjarnasonar svo ekki sé á þann klafa bætt.
.
Burt með lygið og rotið spillingarlið allra flokka.
Eggjum kastað í ráðherrabifreið Björns Bjarnasonardi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Landkynningarátak Seðlabankastjóra
18.11.2008 | 17:22
Ef eitthvað hefur unnist með ræðu Davíðs í morgun er það að styrkja enn frekar þá skoðun erlendra fjármálastofnana og ríkisstjórna að hér ríki stjórnleysi frá a til ö í öllu er lítur að fjármálum.
Ríkisstjórn og Seðlabanki tala í kross, út og suður og formaður bankastjórnar Seðlabankans heldur ræðu sem gæti allt eins verið framboðsræða stjórnarandstæðings.
Er Davíð kominn í stjórnarandstöðu og framboðsham?
Verði óbreytt ástand eftir þetta sprengjukast Davíðs er ljóst að það er ekki ríkisstjórnin sem stjórnar þessu landi.
Hver eða hverjir stjórna þá landinu, og voru þeir kjörnir til þess?
Og þá af hverjum?
.
Burt með lygið og rotið spillingarlið allra flokka.
Fréttaskýring: Vígreif varnarræða seðlabankastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bretar sukka og svalla erlendis.
18.11.2008 | 13:53
Áfrýjunarréttarhöldum yfir parinu sem gerði dodo á ströndinni í Dubai og særði blygðunarkennd Alla, hefur verið frestað. Meint athæfi þeirra hefur breitt lífi þessara óheppnu Breta til frambúðar.
Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og leitt athygli fjölmiðla á því hvernig Bretar haga sér yfir höfuð erlendis. Drykkjuskapur, sukk og lauslæti Breskra kvenna á ferðamannastöðum vekur hneykslan svo og sú staðreynd að þær greiða margar hverjar fyrir áfengi með blíðu.
Það er öðrum en Bretum ekkert undrunaefni að breskar konur þurfi að greiða fyrir greiðann.
.
Burt með lygið og rotið spillingarlið allra flokka.
Kynlífsdómur settur á ís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Raupað af list.
16.11.2008 | 20:59
I believe it is peace for our time. Sagði Neville Chamberlain þegar hann kom af fundi með Hitler 1938 í Munich og veifaði samningi þar sem hann fórnaði Tékkóslóvakíu fyrir frið í Evrópu. Þetta var upphafið að endalokum forsætisráðherraferils Chamberlain.
Við látum ekki kúga okkur. Sagði annar forsætisráðherra, ekki einu sinni, ekki tvisvar, ekki þrisvar, ekki fjórum sinnum, ekki bara oft heldur margítrekað.
Nú hafa þessi orð hans reynst hald- og merkingar laust raup, voru kannski aldrei neitt annað. Ekki er ólíklegt að með þeim hafi þessi forsætisráðherra markað upphafið af endalokum síns ferils.
Mun einhver treysta orðum hans í framtíðinni?
.
.
Burt með lygið og rotið spillingarlið allra flokka.
Icesave-deilan leyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tunglið, tunglið taktu mig......
16.11.2008 | 09:10
Þá er Tunglið komið með lofthjúp! Hvenær það gerðist er ekki alveg ljóst.
Helst er hallast að því að það hafi gerst í þýðingu Mbl.is á fréttinni. Held að mbl. ætti að kanna það betur.
.
.
Burt með spillingarlið allra flokka.
Indverskur kanni á tunglinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |