Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Dýrasti drullupollur heims
15.11.2008 | 09:16
2800 kr. fyrir að dýfa tánum í heitan drullupoll er ekkert annað en rán. Öll þekkjum við brúnu pollana á götunum, þeir fá lit sinn úr þeim efnum sem vatnið hefur drukkið í sig á leið sinni um yfirborð jarðar.
Sama hefur átt sér stað með vatnið í Bláa lóninu það hefur drukkið í sig sömu efnin og drullupollarnir á leið sinni um iður jarðar, aðeins liturinn er annar.
Þeir sem fara ofan í þennan drullupoll með glöðu geði og borga fyrir það 2800 kr. eiga ekkert betra skilið en að láta ræna sig.
Gjald í sundlaugarnar er um 350 kr. þar er vatnið skínandi hreint.Bláa lónið er sennilega heimsins besta markaðssetning á drullu.
.
Miðast við 20 evrur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
NATO sker ríkisstjórnina niður úr snörunni.
14.11.2008 | 16:53
NATO hefur hætt við að senda Breta hingað til landvarna í desember.
Því ber vissulega að fagna en það er sorglegt að það skuli hafa þurft ákvörðun frá NATO til að forða ríkisstjórn Íslands frá því að niðurlægja eigin þjóð.
.
Burt með spillingarlið allra flokka..... Það koma engir Bretar hingað í desember til landvarna! Vonandi aldrei.
Hætt við loftrýmisgæslu Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
HMS Cumberland heldur uppi heiðri flotans.
14.11.2008 | 04:55
HMS Cumberland freigáta breska flotans lenti í sjóorrustu við meint sjóræningjaskip á Adenflóa.
Eftir að skipin höfðu skipst á skotum réðust skipverjar freigátu hennar hátignar til uppgöngu á ræningjafleyið og feldu alla áhafnarmeðlimina þrjá í sjálfsvörn.
Mennirnir voru grunaðir um sjórán.Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum má þetta teljast frækilegur sigur hjá Breska flotanum og mun vera fyrsta sjóorrusta flota hennar hátignar frá Falklandseyjastríðinu.
.
.
Burt með spillingarlið allra flokka.......enga Breta hingað til landvarna í desember, aldrei.
Meintir sjóræningjar felldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 04:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
„Við látum ekki kúga okkur“.... eða þannig
13.11.2008 | 16:18
Hve oft hefur Geir Haarde ekki komið fram í fjölmiðlum og sagt Við látum ekki kúga okkur. En þessi frétt segir okkur ekki annað en að einmitt það ætli hann að láta gerast.
Svei.
Enginn góður kostur í stöðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ingibjörg, svona gera leiðtogar ekki.
13.11.2008 | 14:58
Að fela Bretum sjálfdæmi, hvort þeir komi eða ekki er einhver undarlegasta og aumasta ákvörðun í Íslenskri pólitík fyrr og síðar.
Hvernig hefði farið í landhelgisdeilunni við Breta forðum hefði slíkum dulum verið veifað og Bretum veitt sjálfdæmi hvort þeir veiddu í landhelgi eða ekki?
Sem betur fer voru ekki svona liðleskjur í ráðherrastólunum í þá daga.
Ofan á allt sem á undan er gengið hafa Bretar það nú á sínu valdi að niðurlægja þjóðina í boði ríkistjórnar Íslands, vitandi um afstöðu þjóðar og þings. Sagan segir að slíka smámuni setji þeir ekki fyrir sig, þjóni það þeirra hagsmunum.
Komi Bretar má fullyrða að ríkisstjórn lýðveldisins Íslands hafi aldrei rekið rýting í bak þjóðarinnar með jafnkröftugum og ákveðnum hætti og nú.
Ég og margir fleiri bundum vonir við að Ingibjörg yrði framtíðar leiðtogi þjóðarinnar.
En Ingibjörg svona gera þjóðarleiðtogar ekki. Svei.
.
Burt með spillingarlið allra flokka....... enga Breta hingað til landvarna í desember, aldrei.
Kyssir ekki á vönd kvalaranna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Misheppnuð aðgerð
13.11.2008 | 14:16
Til hamingju þið sem frömduð þetta nætur verk! Þið hafið vafalaust ætlað að skaða eigendur Valhallar, en þið uppskerið ekki sem þið sáið, heldur hið gagnstæða.
Svona verk snúast ætíð upp í andhverfu sína. Fórnarlömbin uppskera samúð því allur almenningur hefur óbeit á svona gjörningum. Þið hafið nú sáð fyrsta samúðarfræinu í garð Sjálfstæðisflokksins, án þess að hann hafi til þess unnið. Nema það hafi verið tilgangurinn.
Valhöll í baði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Málfarssamband við Mbl.is liggur niðri.
12.11.2008 | 23:14
Það er skiljanlegt að símasamband við Krossholtsstöðina liggi niðri ef línan hefur slitnað.
En að símstöðin í Krossholti hafi lagst niður er ótrúlegt í meira lagi.
Vonandi verður hún ekki látin liggja lengi ef hún getur ekki staðið upp hjálparlaust.
.
Burt með spillingarlið allra flokka.......enga Breta hingað til landvarna í desember, aldrei!
Símstöðin í Krossholti liggur niðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvað er málið?
12.11.2008 | 20:15
Hver er þungamiðja fréttarinnar? Er það þjóðerni flugvélarinnar sem gerir þetta að alvarlegri frétt að mati Moggans?
Lentu ekki bandarískar og aðrar flugvélar NATO á Keflavíkurflugvelli, daglega áratugum saman, hlaðnar alskonar sprengjum og jafnvel kjarnorkuvopnum án þess að Mogginn sægi ástæðu til að skrifa um það svo mikið sem eina línu.
.
Burt með spillingarlið allra flokka....... enga Breta hingað til landvarna í desember, aldrei.
Lenti hlaðin sprengiefni á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Uss, höfum hljótt, ekki styggja Breta meðan þeir sparka í okkur liggjandi.
12.11.2008 | 12:40
Það er frábært ef einhver stendur upp og segir það sem segja þarf. Ekki gerir ríkisstjórnin það svo mikið er víst, þar er þess gætt umfram allt annað að styggja ekki vini okkar Breta.
Eiríkur Bergmann Einarsson dósent hefur bent á að með beitingu hryðjuverkalaganna hafi Bretar í raun tekið yfir skuldbindingar Landsbankans í Bretlandi. Ríkisstjórn Íslenska lýðveldisins kýs að horfa algerlega framhjá þessari ábendingu. Hvers vegna?
Utanríkisráðherrann er liðónýtur, Ingibjörg kýs að kasta stefnu Samfylkingarinnar í utanríkismálum og reka í staðin utanríkisstefnu Sjálfstæðisflokksins. Í ríkisstjórnum með Sjálfstæðisflokknum þar sem utanríkisráðherra hefur komið úr öðrum flokkum, hefur það orðið hlutskipti hans að reka utanríkisstjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins!
Steingrímur Hermannson er, held ég, eina undantekningin frá þessu í seinni tíð. Enda leið vart sá dagur að ekki væru stríðsletursfyrirsagnir í Mogganum um embættisfærslur hans og lítinn áhuga hans að sleikja þá rassa, sem sleikja átti.
Þetta er skiljanlegt, því eins og allir vita þá hafa Sjálfstæðismenn einir vit á utanríkismálum rétt eins og fjármálum, sem glöggt má sjá eftir 17 ára samfelda fjármálastjórn þeirra. Þeir hafa vitað allra manna best hvaða ríki eru vinir okkar og hverjir ekki, enda hafa þeir einir nef fyrir slíku, eins og glöggt má sjá þessa dagana.
Það er ekki rismikið af Svíum og Dönum að skjóta sér á bakvið IMF og standa ekki við löngugerðan samning Seðlabanka landana við Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisskipti og IMF algerlega óviðkomandi.
Þrjú lönd Færeyjar, Noregur og Pólland hafa ekki látið aðra segja sér fyrir verkum og rétt okkur hjálparhönd. Því gleymum við aldrei.
Það er heldur ekki ástæða að gleyma því hverjir reyna hvað þeir geta að knésetja okkur. Í raun hafa Bretar og Hollendingar, og Bretar ekki hvað síst með hryðjuverkalögunum, sett á okkur viðskiptabann og okkur eru flestar bjargir bannaðar. En Bretar passa uppá að glufa sé opin svo við getum selt þeim fisk, sem þeir sárlega þurfa. Og við sendum þeim fiskinn auðmjúkir eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Undarlegt það.
.
Burt með spillingarlið allra flokka....... enga Breta hingað til landvarna í desember, aldrei.
Mikið fjallað um ummæli forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bjarni axlar sín skinn.
11.11.2008 | 10:07
Bjarna Harðarsyni urðu á mistök og hefur axlað ábyrgð á þeim og sagt af sér þingmennsku. Fyrir það er Bjarni maður að meiri. Mættu fleiri taka það sér til fyrirmyndar.
.
Burt með spillingarlið allra flokka.......enga Breta hingað til landvarna í Desember, aldrei!
Bjarni segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |