Bloggfćrslur mánađarins, september 2008
Einsdćmi, nei fjarri ţví
28.9.2008 | 17:39
Samkvćmt fréttinni er vesalings konan, ađ mati sérfrćđinga, eina konan sem haldin er ţessum sjúkdómi sem enginn veit hver er eđa hvernig hann lýsir sér. En ţar skjátlast sérfrćđingunum, hún er fjarri ţví ađ vera sú eina.
Menn hafa velt ţví fyrir sér hvers vegna ráđherrarnir íslensku eru svona mikiđ erlendis. Skýringin er sú ađ allir ráđherrarnir eru haldnir ţessum sjúkdómi. Ţeir eru haldnir algerri blindu á ástand mála á Íslandi alla daga en fara utan til ađ fá sýn, en sjá ţá, ţó ađeins ţađ sem hentar.
Ţetta er svokölluđ veruleika blinda sem orsakast af ástandsröskun. Sjúkdómurinn er talin hafa orđiđ til viđ ósamrýmanlega genablöndun viđ síđustu stjórnarmyndun.
Eina hugsanlega lćkningin viđ ţessu eru stjórnarslit.
Sjúkdómur veldur blindu í ţrjá daga | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Sekt á sekt ofan.
28.9.2008 | 15:21
Í Brasilíu er greinilega í gangi jafnskilvirkt kerfi og punktakerfiđ íslenska. Ekki er líklegt ađ da Silva borgi 170 millurnar til ađ leysa út eins til tveggja millu bíl.
Skuldar 170 milljónir í sektir | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Made in China
27.9.2008 | 23:41
Grútarbrćđsluhagfrćđinni kastađ?
26.9.2008 | 17:20
Ţađ eru nokkur tíđindi ef krónan hefur falliđ of mikiđ fyrir smekk og geđ LÍÚ. Ţau samtök hafa síđan ég fékk minni, vćlt og grenjađ í stjórnvöldum fram og aftur, alla tíđ, um gengisfellingar á gengisfellingar ofan. Er nú af sem áđur var?
Í grátkórnum fór fremstur međal jafningja mesti tárameistari Íslandssögunnar, Kristján Ragnarsson, hann er sagđur hafa grátiđ jafnt í vöku sem svefni yfir raunum útgerđarinnar. Ţađ voru ađ sönnu engin krókódílatár.
Gengisfellingarnar fengu ţeir síđan margfalt upp í rassgatiđ aftur. En engan drógu ţeir lćrdóminn. Mig minnir ađ ţetta hafi veriđ kallađ grútarbrćđsluhagfrćđi og veriđ úr smiđju Lúđvíks Jósepssonar.
Nú er ţeim sem sagt ađ verđa óglatt. Grúturinn er kominn upp í háls. Ţađ er ákveđinn ţroski af ţeirra hálfu. En dýrkeyptur er hann og óvíst ađ hann verđi varanlegur ef gengiđ styrkist á ný.
Svo er komiđ ađ ć fleiri kalla eftir ţví ađ stjórn Seđlabankans verđi sett af í heild sinni vegna ţess ađ hún er ađ verđa mesti efnahagsvandi ţjóđarinnar.
Útgerđin kallar eftir stöđugleika og sterkara gengi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ó ţú grimma veröld
26.9.2008 | 14:40
Fluttu saman, áttu ekki saman, hćtt saman, búiđ alltsaman. Ekki gaman.
Hćtt međ kćrastanum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Örlítiđ úr leiđ?
26.9.2008 | 13:21
Hann gaf upp ferđaáćtlun, franski Göngu Hrólfurinn áđur en hann fór frá skálanum ađ Fjallabaki. Virđist hafa ćtlađ Laugarveginn. Hann hefur annađ hvort gefiđ upp ranga ferđaáćtlun eđa haft eigin ferđaáćtlun ađ engu og endađ gönguna út í Grímsey, sem er töluvert úr leiđ ef mér skjátlast ekki.
Ég vona ađ hann hafi haft góđar vöđlur međferđis og ekki blotnađ í fćturna ţegar hann öslađi Grímseyjarsund.
Ţar sem menn eru hiklaust sektađir fyrir smáyfirsjón, t.d. ađ fara 5km. framúr leyfđum hámarkshrađa, ţá er ekki óeđlilegt ađ sektir liggi viđ svona framkomu og ábyrgđaleysi sem kostar útkall björgunarsveita svo ekki sé talađ um fjárútlát Ríkisins, sem vart má viđ ţví ţessa dagana.
Var ekki týndur | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Brenglađ gildismat.
25.9.2008 | 17:12
Ţađ er engu líkara af dómum í nauđgunarmálum hér á landi ađ dómstólar sinni ţeim međ hangandi hendi og dómar séu kveđnir upp meira til málamynda en ađ hugur fylgi máli.
Líf og limir virđast lítilsmetin í dómsölum landsins.
Ţađ er meira líf í dómurum ef fjármagni hefur veriđ misbođiđ.
Dćmdur fyrir nauđgun | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
Eru menn alveg ađ tapa sér.
25.9.2008 | 16:24
Er ţađ á nćsta leiti ađ standi eitthvađ til á vesturlöndum ţá verđi skeyti sent til Mekka og spurt má ég? Er ţetta í lagi? Er ţetta ţóknanlegt Allah?
Hvađ er til ráđa fyrir múslima í flugi og klósetiđ snýr til Mekka, verđur ađ breyta stefnunni svo ţeir geti kúkađ?
Ef Allah er allstađar, líkt og Guđ, ţá er slétt sama hvert tađgatiđ snýr viđ sína iđju, ţađ hlýtur alltaf ađ snúa í áttina til hans.
Ólympíusalernin snúi ekki ađ Mekka | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Trúmál og siđferđi | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Músa eđa múslímavandi?
24.9.2008 | 15:00
Nú er Mikki mús kominn á útrýmingarlista Múslímskra öfgaklerka enda er músin sú, eins og allir vita, handbendi djöfulsins og á dauđan einan skiliđ.
Sjaría lögin kalla eftir ţví ađ öllum músum verđi útrýmt, raunverulegum og ímynduđum.
Ţetta hreyfir kannski viđ einhverju ţví fólki sem hvorki hefur viljađ sjá eđa heyra neitt misjafnt um múslíma.
Margt af ţessu fólki hefur jafnframt haft meiri áhyggjur af dýrum en náunga sínum. Nú er dýrum hótađ, kannski ţađ opni eyrun.
Ţótt heltin af Múslímum sé friđsemdar og sómafólk, ţá má ţađ sín lítils, ţví er haldiđ í gíslingu trúarinnar af öfgamönnum sem ráđa ferđinni.
Mér er spurn, ţví skapađi Allah mýsnar ef ţćr eru slíkar óţurftarskepnur?
En Allah skapađi ekki Mikka mús, ţađ gerđi Walt Disney.
.
.
Svar Mikka til klerksins.
Mikki Mús er ekki handbendi djöfulsins | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Trúmál og siđferđi | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Mútur?
23.9.2008 | 23:45
Er ţetta ekki nokkurn vegin sú upphćđ sem vantar í olíupening á varđskipin?
Ćtli varđskipunum hafi veriđ lagt til ađ eiga fyrir ţessu?
Athyglisvert er ađ menn sjá ţarna á ferđinni tilliđkunarfé fyrir atkvćđi inn í Öryggisráđiđ.
Ísland stofnar sjóđ fyrir eyríki | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |