Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Af hverju er börnunum refsað?

Ekki ætla ég að mæla því bót að foreldrar bíti börnin sín, síður en svo.

Ekki kemur fram í fréttinni að móðirin hafi að öðru leyti komið illa fram við börnin. Verður því að ætla að svo hafi ekki verið.

En af hverju er börnunum refsað? Það hlýtur að vera hverju foreldri ljóst að fimm mánaða fjarvist frá móður sinni og vist hjá vandalausum er börnunum meira áfall og refsing en móðurinni.Hér hlýtur að hafa mátt beita annarri aðferð.


mbl.is Móðir dæmd fyrir að bíta son sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta frétt?

Er rússneskum skipum ekki frjálst að sigla á alþjóðlegum siglingaleiðum, rétt eins og skipum annarra þjóða?

USS WaspAf hverju birtir Mogginn ekki fréttir og fyrirsagnir eins og þessa: „Bandarísk herskip sigla um Íslensku efnahagslögsuguna“ ??

Kaldastríðshugsunarhátturinn lifir enn góðu lífi á Mogganum og þar eru þeir kaþólskari en páfinn.

Okkur ætti sem friðelskandi þjóð að vera í nöp við öll stríðstól, sama hverrar þjóðar þau eru.

 USS Wasp. Af hverju birtir Mogginn ekki fréttir af ferðum þess?


mbl.is Rússnesk herskip sigla gegnum íslensku efnahagslögsöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestu myndirnar?

myrin plagatÞað er verulega ánægjulegt að lesa um svona jákvæða erlenda gagnrýni á Íslenska kvikmyndagerð.

Ég hef ekki séð Brúðgumann en séð Mýrina, sem sannarlega er fantagóð mynd, byggð á frábærri og listavel skrifaðri sögu Arnaldar. 

 


mbl.is Bestu myndirnar eru íslenskar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært... vonandi.

Það er alltaf fagnaðarefni þegar lögreglan nær góðum árangri í baráttunni við fíkniefni.

En skuggi hvílir yfir. Ég þykist skynja ákveðna fylgni í góðum árangri lögreglu og annarra sviða löggæslu á þessu sviði og síðan í framhaldinu niðurskurð á fjármagni eða hamlandi breytinga á starfsemi þeirra deilda sem árangrinum náðu.

Þetta er mín tilfinning, ég vona að þetta sé „ímyndun“ í mér. En skoði hver fyrir sig það sem á undan er gengið.

Eru fleiri „ímyndunarveikir“? Hvernig er þessu varið? 


mbl.is Mikið af fíkniefnum fannst á Sauðárkróki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ææ.....hún dó

andanefjaVerður ekki útför á kostnað ríkisins eða minningarathöfn hið minnsta?

 Svo auðvitað fjársöfnun til styrktar nánustu ættingjum. Minna getur það vart orðið.

 
mbl.is Dauð andarnefja í Höfðahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fór í Evuklæðin.

carla bruni á evuklæðumHandtekin fyrir að vera á Evuklæðunum. Ekkert má núorðið.

 

 

 

 

Carla Bruni á Evuklæðum.


mbl.is Handtekin sökum nektar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar öfundsverðir

Þegar ég sá fyrirsögnina taldi ég víst að við værum öfundaðir af því að eiga Davíð.

Svo er bara ekki minnst á hann í fréttinni, skrítið.

 

 


mbl.is Íslendingar öfundsverðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vöruskipti

Hvað er málið? Eru þetta ekki hrein og klár vöruskipti. Eru þau orðin ólögleg?


mbl.is Lögmaðurinn fékk greitt í fríðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrapúst

Er ekki rétt að sá möguleiki verið kannaður að knýja skip Gæslunnar með ráðherrafreti. Það er ofgnótt og ónýtt endurnýjanleg orkulind.

  
mbl.is Skipaflotinn knúinn útblæstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg markmið

Birni Bjarnasyni virðist það mikið hjartans mál að löggæsla hverskonar, hvort heldur er til lands eða sjávar, sé sem veikust, hafi sem minnsta skilvirkni.

Skipum Landhelgisgæslunnar hefur verið „lagt“ vegna olíukostnaðar. Þyrlum gæslunnar var fækkað. Lögreglan er á heljarþröminni fjárhagslega og undirmönnuð.

Landhelgisgæslan skipKjörorð Gæslunar,   „Við erum til taks“  hefur fengið nýja merkingu.

Þeir sem hafa hugsað sér að lenda í sjóslysi eða öðrum óhöppum eru vinsamlegast beðnir að gera það á Faxaflóasvæðinu verði því við komið.

Nýtt skip er í smíðum í Chile fyrir gæsluna. Það er umtalsvert stærra en Ægir og Týr. Það mun því verða talsvert frekara á olíu en þau.

Verður því  lagt strax eftir heimkomuna, ef það verður þá hægt að sigla því heim vegna kostnaðar?  En trúlega verður ekki hugsað um sparnað þegar ráðherrar, embættismenn og aðrir mektarmenn ásamt mökum og öðru fylgdarliði hópast utan þegar skipið verður sjósett og því veitt viðtaka.

En er sama „aðhald“ á öllum sviðum?

Hefur ráðherrabílunum verið lagt vegna hás eldsneytisverðs?

Hefur aðildardraumurinn að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna verið lagður á hilluna vegna kostnaðar?

Hefur risna ráðherra verið skorin niður?

Ferðast ráðherrar og þeirra lið á almennu farrými í sparnaðarskyni?

Hvað kostuðu ferðir menntamálaráðherra á Ólympíuleikanna  „mörg tonn“ af olíu?

Verða NATO heræfingar í boði Íslenska ríkisins lagðar af vegna kostnaðar?

Svo má áfram telja. En þetta viljum við, við kusum þetta yfir okkur, við fengum þá ríkisstjórn sem við áttum skilið.

Fólk er fífl. 

 


mbl.is Skipum Landhelgisgæslu lagt til að spara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.