Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Mæl þú.....

 

....manna heilust Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra!

Hlúum að löggæslu til lands og sjávar.


mbl.is Mikilvægt að hlúa vel að lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við megum ekki spara, okkur til skaða.

 

vardskip_framan_storTil allrar lukku varð ekki manntjón þegar hafn-  sögubátnum hvolfdi við björgun togarans Sóleyjar Sigurjóns af strandstað fyrr í dag.

Varðskipið Týr og Norska varðskipið Harstad náðu togaranum á flot. Óvíst er að það hefði tekist, hefði Harstad ekki notið við. 

Harstad er systurskip nýja varðskipsins Þórs, sem er í smíðum fyrir Landhelgisgæsluna í Chile. Aðkoma Harstad að strandinu sýnir hversu brýn þörfin er orðin á svo öflugu nýju skipi.   

Fiskiskip okkar eru orðin það stór sum hver að varðskipin okkar, ráða hreinlega ekki við svona verkefni. Svo ekki sé talað um stærri skip sem leið eiga um lögsögu okkar.

Það var lán í óláni að strandið varð þegar best var og blíðast. Oftar en ekki eru þær aðstæður að óveður er í aðsigi og aðeins nokkurra klukkutíma svigrúm til aðgerða.

Ef ekki hefði tekist að ná togaranum á flot og strandið fengið á sig storm hefði togarinn sennilega ónýst og þetta smá óhapp orðið að stórtjóni. Ef ekki er til í landinu öflugt björgunarskip, getur það orðið dýrt og of seint ef bíða þarf eftir skipi að utan til bjargar.

Því eru þær hugmyndir, sem heyrst hafa, að nýi  Þór komi ekki hingað heldur verði leigður Norsku strandgæslunni, í sparnaðar skyni, ekki aðeins stórundarlegar heldur beinlínis hættulegar.


mbl.is Hætt komnir þegar lóðsinn sökk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pétur hefur tilfinningar......

.....það sést best á því að honum svíður meira að sjá rifinn seðill en brostin hjörtu.


mbl.is Pétur er harmi lostinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímamótaræða, orð í tíma töluð

barack-obamaRæða Obama Banda-  ríkjaforseta í Kaíró í morgun er tímamótaræða, sem getur orðið vísir að nýju upphafi, nýrri hugsun og nýtri framtíð.

Hér kveður við nýjan, gerbreyttan og ferskan tón frá Washington, tón sem jafnvel bjartsýnustu menn voru farnir að efast um að þaðan gæti komið.

Forsetinn kastar burt þeirri stefnu sem ríkjandi hefur verið vestur þar um langa hríð, stefnu þröngsýni, öfga, og forræðishyggju, stefnu sem aðeins gat alið á tortryggni, hatri og ofbeldi.

Forsetinn réttir fram sáttahönd, hönd vonar og bræðralags milli ólíkra menningar- og trúarsamfélaga.

Ég hygg að jafnvel kunni að líða einhver tími áður en öllum verði að fullu ljóst hversu risastórt og markvert skref Obama hefur stigið með þessari ræðu.

Fyrsta verk Obama, til að sýna að hugur fylgi máli, hlýtur að vera, að gera Ísraelsstjórn það fyllilega ljóst að sá tími sé liðinn að þeir geti farið sínu fram að vild. Þeim verði gerður sá eini kostur að skila herteknu landi, leggja af landtökubyggðir, tryggja Palestínumönnum sitt land og semja frið við sjálfstætt ríki Palestínu.

Gerist þetta ekki, verður þetta skref fram til friðar að risastökki afturábak.  Við heimsbyggðinni blasir þá  að þessi ræða hafi verið orðin tóm og þær vonir sem við hana vöknuðu, verið tálsýn ein.

 
mbl.is Obama hvetur til nýs upphafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrós dagsins.......

 

.........fær Lionsklúbburinn Eir fyrir stuðning sinn við fíkniefnadeild lögreglunnar.

  
mbl.is Fíkniefnadeild lögreglunnar styrkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algert afturhvarf

total-recallÞað verður gaman að sjá endurgerðina á framtíðarþrillernum Total Recall. Frummyndin þótti velheppnuð sem slík, en hún var barn síns tíma og hefur ekki elst sérlega vel.

Endurgerðir kvikmynda eru erfitt verkefni. Það er alltaf spurning hvort fylgja eigi þræði eldri myndarinnar eða víkja frá honum.

Ef vikið er í grundvallaratriðum frá frummyndinni  þá getur farið svo að áhorfendur hreinlega hafni nýju myndinni, þótt vel kunni að takast til, af því þeir eru of fastir í formi fyrri myndarinnar.

Þannig hefur farið með marga myndina sem gerð hefur verið eftir frægum skáldsögum en eiga svo nánast ekkert sameiginlegt með bókinni nema nafnið.

En við skulum sjá til..... 

   


mbl.is Total Recall endurgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Made in China

us_army_hummer-t2Ætli fylgi með í kaupunum framleiðslusamningur á Hummer fyrir bandaríska herinn?

Kínverjar framleiða þá hergögn fyrir kanann.

Örugglega erfiður biti að kyngja fyrir stolta stráka.

.


mbl.is Kínverjar kaupa Hummer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við skulum vona að Kínverjarnir.........

flugeldar .....spryngi ekki af illsku og vandlætingu.  

Það gæti orðið subbó.

.

.

 
mbl.is Óljósar fregnir af sendiherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínverjar, skiptið ykkur ekki af því sem ykkur kemur ekki við.

dalai_lama2Flestum Íslendingum stendur hjartanlega á sama hvaða álit Kínverjar kunna að hafa á komu Dalai Lama hingað til lands og hverja hann hittir.

Margir hægri menn hafa farið mikinn á blogginu og gagnrýnt Ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki tekið á móti Dalai Lama með formlegum hætti. Menn hafa verið sakaðir um hugleysi og undirlægjuhátt gagnvart Kínverjum.

Þeir sömu eru greinilega búnir að gleyma heimsókn Kínaforseta 2002. Þá varDabbi der fuhrer2 fólki meinað að koma til landsins, aðrir hneppir í vaðhald án tilefnis og Kínverska leyniþjónustan látin stjórna aðgerðum lögreglu á vettvangi!

.

Sem er furðulegt, því það var víst engin undirlægja eða hugleysingi  sem þá stjórnaði landinu.

.

Kínverjum kemur það ekki vitund við nú frekar en fyrr, hverjir koma hingað til lands, hvað þeir gera hér og við hverja þeir tala.

.

Kínverjar geta troðið gremju sinni þversum þangað, sem sólin nær ekki að skína.

  
mbl.is Mótmæla fundum íslenskra ráðamanna með Dalai Lama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með kúbeinið..........

..... og lambhúshettuna, var þeim ekki líka sleppt eftir yfirheyrslur? Það er illt til þess að vitakúbein að menn séu  sviptir tækjum sínum og tólum til að sjá sér og sínum farborða.


mbl.is Fullir með lambhúshettur og kúbein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.