Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Kýrskír kýr
8.6.2009 | 16:36
Þetta sýnir hve andúðin á Gordon Brown og félögum er orðin útbreidd, víðtæk og djúp.
Við árásina (kúa)riðaði fyrrverandi ráðherragarmurinn til falls.
.
.
.
![]() |
Þingmaður varð fyrir kú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálftöku samráðsolíufélögin.
8.6.2009 | 13:25
Stór orð voru viðhöfð af talsmönnum olíufélagana í garð þeirra sem gagn- rýndu og vefengdu lögmæti tafarlausrar hækkunar þeirra á bensíni og olíu strax í kjölfar lagasetningar um hækkun tolla á Alþingi.
Með lækkun nú hefur Skeljungur viðurkennt í verki að olíufélögin hafi nú rukkað hækkaða tolla án heimilda í eina 10 daga. Þessu fé þurfa þau að skila aftur til neytenda. Það hlýtur því að vera krafa neytenda að olíufélögin selji bensínið á gamla verðinu í jafnmarga daga, eftir að tollahækkunin verður virk, og þeir hafa innheimt tollinn ranglega.
Sjái þau ekki sóma sinn í því, opinbera þau þann sannleik að þau eru ekkert annað en sjálftökulið og rumpulýður.
Olíufélögin eru aðeins innheimtu aðilar fyrir sköttum ríkisins. Það er ljóst að þessari tollahækkun sem olíufélögin hafa rukkað á tanknum verður ekki skilað til ríkisins, því tollurinn hefur ekki enn verið lagður á.
Það er í eðli sínu engin munur á að stinga þessu fé í vasann en að skila ekki Virðisaukaskatti. En það er, samkvæmt þeim viðurlögum sem við liggja, nánast glæpur glæpanna hérlendis.
Til marks um þá villtu samkeppni sem olíufélögin segja sín á milli, þá ákváðu þau merkilegt nokk, hvert í sínu lagi auðvitað og án vitundar um hvors annars gjörð, öll að fremja sama glæpinn á sama klukkutímanum.
Geri aðrir betur.
![]() |
Skeljungur lækkar bensín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eru Danir að kjósa um jafnrétti og jöfnuð í dag?
7.6.2009 | 13:23
Danir kjósa um það í dag að dætur verði jafnar drengjum til arfs á krúnunni. Mikið framfaraspor að sögn.
Anders Fogh Rasmussen, segir að það yrði virkilega neyðarlegt" fyrir landið ef breytingunni verður hafnað. Á alþjóðlegum vettvangi myndi það grafa undan trúverðugleika okkar sem þjóðar sem berst fyrir jafnrétti kynjanna.Flokkast það undir jafnrétti í nútímaþjóðfélagi að í ákveðin embætti sé ekki valinn hæfasti einstaklingurinn, heldur gangi þau að erfðum, samkvæmt úr sér gengnu miðaldafyrirkomulagi.
Nú skal jafnréttinu náð með því að algerlega óhæf kona geti valist í þetta embætti til jafns við vanhæfan karl. Eina krafan sem er gerð, er að vera frumburður foreldra sinna.
Ég held að ef Danir verði fyrir hnekki á alþjóðavettvangi verði það ekki fyrir jafnréttishalla innan konungsfjölskyldunnar heldur fyrir það að viðhalda kerfi sem beinlínis felur í sér misrétti og ójöfnuð þegnanna.
![]() |
Dætur erfi krúnuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er spurning hvort frétt um.....
7.6.2009 | 11:58
....hetjudáð eins Kana hangandi utaná lest í Ástralíu, sé frétt samanborið við þennan daglega ferðamáta þúsunda Indverja? Auðvitað er ekki saman að jafna einum Kana og þúsundum.......


![]() |
Hékk á lest á 100 km hraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Öðruvísi mér áður brá
6.6.2009 | 11:16
Var skútunni skilað bara sí svona? Af hverju var hún ekki gerð upptæk?
Hvað...? Kann einhver að spyrja. Eigendur hennar áttu enga hlutdeild í smyglinu!

Það var fyrir daga kvótans að nokkrir hressir gæjar leigðu sér bát til fiskveiða. Ásmundur hét báturinn að mig minnir.
En í stað fiskveiða var bátnum snúið til Hollands hann fylltur þar af sénna, hann fluttur heim og honum landað. Það var fyrir tilviljun að upp komst.
Þótt eigandi bátsins, sem leigði bátinn í góðri trú og hefði hvergi komið nærri smyglinu, mátti hann sæta upptöku bátsins að lögum.
Eru yfirvöld að linast eða er ekki saman að jafna áfengi og eiturlyfjum? Eða hefur lögum verið breytt til að koma til móts við athafnamenn á þessu sviði sem öðrum?
![]() |
Ævintýri á smyglskútu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lausn á vandanum?
6.6.2009 | 09:19
Gæti þetta ekki verið rétta farartækið á rúntinn á álagstímum?
![]() |
Illur eftir þvaglát |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sumir vilja meina að.....
6.6.2009 | 02:03
.... deyja úr svínaflensu sé ekki endilega verstu afleiðingar sjúkdómsins.

![]() |
Nýtt tilfelli svínaflensu í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 02:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er þá réttlætinu fullnægt?
5.6.2009 | 23:00
Það er undarlegt að aftökur skuli enn viðhafðar hjá siðuðum þjóðum.
Þó ekki væri nema fyrir þá sök hve algengt það hefur reynst t.d. í Bandaríkjunum að dauðadæmdir menn hafa síðar reynst saklausir þegar ný gögn hafa skotið upp kollinum.
Í mörgum þessara mála hefur málsmeðferðin öll frá a til ö reynst svo klúðursleg og illa unnin að furðu sætir.
Það er eins og það þyki ekkert tiltökumál að stúta fólki í lagana nafni, sér í lagi ef viðkomandi er svartur á hörund.
.
.
![]() |
Brennuvargur dæmdur til dauða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gordon Brown ætlar ekki.....
5.6.2009 | 17:28
.
.
.
.
.
.
.
.
...að láta af embætti.
Þvert á móti þá boðar hann pólitíska hreingerningu!
Verði ykkur að góðu!
![]() |
Gordon Brown ætlar ekki að víkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sparnaðartillaga, allrar athygli verð.
5.6.2009 | 14:02
Í símatíma á útvarpi Sögu í morgun kom hlustandi með hugmynd, sem er allrar athygli verð, til sparnaðar hjá ríkinu.
Stórfé mætti t.d. spara í fangelsismálum. Í stað rándýrrar vistunar í yfirfullu fangelsi, mætti gera mönnum þá refsingu fyrir afbrotin að þurfa daglega að hlusta á upptökur af pistlum Jóns Vals Jenssonar á útvarpi Sögu.
Þetta er óvitlaus hugmynd sem hægt er að framkvæma með tiltölulega einföldum búnaði. En til að þetta flokkist ekki undir pyntingar má dagleg spilun ekki vara nema nokkrar mínútur.
Það mun án efa halda mönnum á sporinu, eigi þeir von á að fá Jón Val í eyrað fyrirvaralaust, bregði þeir út af.
Því miður fann ég ekki betri mynd af Jóni, vona að mér fyrirgefist það.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)