Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Kettirnir horfa ráðvilltir á smalann

Það er ekki ofsögum sagt að Jóhanna Sigurðardóttir hafi varpað sprengju inn í þingið í gær með ræðu sinni. Það varð uppi fótur og fit í Vinstri grænum, menn þar vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið, skiljanlega.

Þetta er óneitanlega sérkennileg staða, kettirnir sem hingað til hafa beðið þess að þeim yrði smalað saman fyrir atkvæðagreiðslur á Alþingi, sjá fram á að þurfa að taka að sér hlutverk smalans og smala forsætisráðherranum. 

Það verður gaman að fylgjast með þeim tilburðum, svo stygg og stíf sem hún Jóhanna blessunin getur verið.

Reiði og vonbrigði er ekki bundið við VG eina, þjóðfélagið logar og því fer fjarri að grasrótin í Samfylkingunni sé sátt við þá stöðu sem upp er komin.

 
mbl.is Mikil reiði innan VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokknum fórnað fyrir peð

Ef Jóhanna Sigurðardóttir er sannfærð um að Ingibjörg Sólrún verði sýknuð fyrir Landsdómi, þá skil ég ekki andstöðuna við ákæru.  

Þó Ingibjörg Sólrún hafi ekki farið með neitt þeirra fagráðuneyta sem að bankahruninu komu ber hún án minnsta vafa mikla ábyrgð, því hún myndaði, ásamt Geir H, Árna Matt og núverandi Hádegismóra, skuggasellu sem tók ákvarðanir í málum sem lögum samkvæmt átti að leggja fyrir ríkisstjórnina en var ekki gert.

Ég hef verið þeirrar skoðunar að sennilega orki sekt Björgvins G. Sigurðssonar mest tvímælis af þeim fjórmenningum, vegna þess hvernig honum var af skuggasellunni  skipulega haldið utan við þau mál sem hann bar þó ábyrgð á. En ég er samt sem áður þeirrar skoðunar að ákæra eigi Björgvin, sem hin. Honum, sem hinum, kemur miklu betur að hafa sýknu frá Landsdómi í farteskinu hendur en að hafa ákæruleysið á bakinu ævilangt.

Jóhanna Sigurðardóttir er komin út á hálan ís, svo virðist sem hún sé tilbúin að fórna grasrót flokksins fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Fari svo, þá segi ég bara verði þeim að góðu og „verið þið sælir allir Harrastaðahundar“!


mbl.is Gagnrýnir málsmeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miður ærlegar ættleiðingar

Mikill skelfingarlegur aumingjaskapur getur það verið að ættleiða barn og „skila“ því svo aftur vegna einhverra króna og aura eins og það væri súr mjólk eða myglað brauð.

Ég hélt satt að segja að ættleiðing væri ævilangur og órjúfanlegur samningur á tilfinningarlegum nótum milli barns og nýrra „foreldra“ en ekki hrein og klár verslun og viðskipti.

Þó það sé ekki tekið fram í fréttinni þá sá ég það einhverstaðar á öðrum vettvangi að hér er aðallega um ættleiðingar til Bandaríkjanna að ræða, þeirri leið hefur nú verið lokað. Ég veit ekki hvort ættleiðingar til Bandaríkjanna séu háðar eftirliti eða hvernig þeim málum er háttað þar, en þetta er þeirri þjóð til skammar.  Hér á landi eru t.a.m. gerðar meiri kröfur til þeirra foreldra sem ættleiða en þeirra sem geta farið auðveldari leiðina til barneigna.

Það hefur engum fregnum farið af ættleiðingum hingað til lands frá Rússlandi, hvernig ætli standi á því? Það virðist því miður ekki vera neinn skortur á munaðarlausum börnum austur þar sem vantar góða og ærlega foreldra.


mbl.is 30 þúsund börnum skilað eftir ættleiðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er umræða um innflytjendavandamál tabú?

Það er ekki sjálfgefið að mikil fylgisaukning Svíþjóðardemókratana og fylgi upp á 5,4% og 20 þingmenn sé eingöngu tilkomin vegna þeirrar eigin stefnu. Hún er allt eins og ekki síður tilkomin vegna  stefnu, eða frekar stefnuleysi, annarra flokka í innflytjendamálum.

Allir lýðræðissinnaðir flokkar, hvar sem er í Evrópu,  þurfa að taka sjálfa sig í naflaskoðun og íhuga hvað það gæti verið í þeirra eigin stefnu  sem gerir öfgaflokka eins og Svíþjóðardemókratana að raunhæfum valkosti.

Öll umræða um innflytjendamál og svokallað fjölmenningarsamfélag og þau vandamál sem þeim fylgja er nánast tabú hér á landi og þeir sem upp á þessum málum brydda eru samstundis stimplaðir sem rasistar.

Það er eins víst og dagur fylgi nótt að fylgi við öfga- og rasistasjónamið munu halda áfram að aukast á meðan menn neita að taka þessa umræðu.

Það mun líka gerast hér í fyllingu tímans að öllu óbreyttu.


mbl.is „Sorgardagur í Svíþjóð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort er stærri sandkassi, Alþingi eða Landeyjahöfn?

Mikið mál var gert á Alþingi og þess krafist að trúnaði yrði létt af rannsóknargögnum varðandi hugsanlega stefnu ráðherra fyrir Landsdóm og þingmönnum afhent gögnin.  Enda eðlilegt að  þeir sem ákveða eiga um saksókn þekki öll gögn og staðreyndir málsins.

Þór Saari lét ekki á sér standa og kom í sjónvarpsfréttir fullur vandlætingar yfir vinnubrögðum Alþingis í Landsdómsmálinu og lét að því liggja að þingmenn væru að leita allra leiða að eyðileggja málið.

En svo kom það í ljós við eftirgrennslan fréttamanna að þeir þingmenn sem rætt var við höfðu ekki kannað gögnin og töldu sumir ekki ástæðu til þess, enda þegar búnir að gera upp sinn hug.

Þessi tillaga Hreyfingarinnar að öll gögn málsins verði sett á netið er fáránleg og lýðsskrum eitt. Það er vísasta leiðin til að eyðileggja málið að gera öll rannsóknargögn opinber áður en málið fer fyrir dóm.

Mér finnst það liggja beinast við að sanddæluskipinu Perlunni verði fengið það verkefni, þegar stund gefst milli stríða í Landeyjum austur, að dæla sandinum úr sandkassanum við Austurvöll.


mbl.is Vilja trúnaðargögn á netið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju kjósa menn flokk eins og Svíþjóðardemókratana?

Bæði stjórn og stjórnarandstaðan í Svíþjóð hafa í kosningabaráttunni keppst við að afneita Svíþjóðardemókrötunum og sverja af sér hugsanlega stjórnarþátttöku með þeim.

Það er ekki sjálfgefið að fylgisaukning SD sé eingöngu tilkomin vegna þeirrar eigin stefnu, hún gæti allt eins og ekki síður legið í stefnu, eða stefnuleysi, annarra flokka í ákveðnum málaflokkum.

Það ættu allir lýðræðissinnaðir flokkar, jafnt hér á landi sem í Svíþjóð,  að íhuga hvað það gæti verið í þeirra eigin stefnu  sem gerir öfgaflokk eins og Sænskudemókratana að raunhæfum valkosti.


mbl.is Pólitísk kaflaskil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörður missir sig

Mörður Árnason virðist ekki hafa  borið sitt barr eftir landsfræga þrætuþætti hans og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. 

Það er engu líkara en hann hafi smitast af soranum úr Hannesi, því það er sama á hverju Mörður tekur, hann er alltaf öfugu megin á síðunni.

En líklegast verður að telja skrif Marðar sem auma smjörklípu tilraun Samfylkingarinnar í þeirri vonlausu viðleitni að forða Ingibjörgu Sólrúnu og Björgvin G. Sigurðssyni frá stefnu fyrir landsdóm. 


mbl.is Mörður: Hættið vitleysunni og fellið niður ákærur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Könnunin

Í nokkra daga hefur verið upp könnun á blogginu og spurt var:

Ef tímabundin skipun einræðisherra væri besta lausnin á vandamálum íslendinga á líðandi stundu, hvern eftirtalinna vildir þú fá í Jobbið?

191 svaraði og niðurstaðan er eftirfarandi:

Davíð Oddson 22,60%
Jón Baldvin Hannibals 16,80%
Þór Saari  8,40%
Guðni Ágústsson 6,30%
Steingrímur J Sigfússon6,30%
Ögmundur Jónasson4,20%
Ólafur Ragnar Grímsson4,20%
Jón Valur Jensson 2,60%
Bjarni Benediktsson 2,60%
Össur Skarphéðinsson2,60%
Jóhanna Sigurðardóttir1,60%
Sigmundur Davíð Gunnlaugs1,10%
Geir Haarde 1,10%
Halldór Ásgrímsson 0,50%

 

 

 

Kanntu annan 19.5%  

Halldór Ásgrímsson fékk eitt atkvæði, og er honum, sem öðrum, þakkað fyrir þátttökuna. 

 

 


Vonir og væntingar

Vonandi tryggir ríflega tveggja miljarða heimsókn páfa til Bretlands að sólin komi upp í framtíðinni hvern morgun, sem hingað til, í því guðs volaða landi.

Annað væri ekki sæmandi eftir viðkomu slíks mikilmennis.

   


mbl.is Páfi í Westminster
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er á krosstré betra að hengja sitt farg...?

Á ég að trúa því að bænhiti og rétttrúnaður prestsins í Reykholti komi að engu gagni í þessu tilviki? Og það þrátt fyrir að presturinn sá hafi rétt nýlega fengið blessum biskups fyrir að vera réttsýnn og velmeinandi prestur.

En svo bregðast krosstré sem ...


mbl.is Vatn flutt í Reykholt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband