Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
„Don't ask, don't tell“
25.9.2010 | 10:36
Hjúkrunarkonan Margaret Witt, sem rekin var úr Bandaríska flughernum fyrir að upplýsa samkynhneigð sína er hin lögulegasta skutla ef marka má myndina af henni, sem fylgir fréttinni.
Það er sennilega amma Margaretar sem er með henni á myndinni, hún er líka löguleg dama og hreint augnakonfekt, þótt orðin sé rígfullorðin. Amman er líklega ekki samkynhneigð, nema henni hafi tekist að leyna því alla tíð.
Margeret Witt var hjúkrunarkona hjá bandaríska flughernum. AP
Endalok don't ask, don't tell? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Skýrslutöku lokið, manninum sleppt.......
25.9.2010 | 09:25
Ekki þekki ég þetta gíslatökumál á Hvanneyri eða atburðarás þess að öðru leyti en af því sem fram hefur komið í fréttum. Ljóst má vera að hér var á ferðinni meira en venjulegur fyllirísgorgeir og mannalæti.
Manninum hefur verið sleppt, enda yfirheyrslum og skýrslutöku lokið, honum hefur verið vikið úr skólanum og hans bíða ákærur fyrir hótanir og hugsanlega frelsissviptingu. Málið virðist afgreitt af hálfu hins opinbera og boltinn er hjá saksóknara.
En er málinu lokið, hefur það hlotið fullnægjandi afgreiðslu? Er ég einn um að finnast eitthvað vanta í þetta mál af hálfu yfirvalda? Hver er orsök æðis mannsins, á hann vanda til slíkra kasta og ef svo, er ekki líklegt að þetta gerist aftur? Þarf maðurinn ekki hjálp og ef svo er, af hverju er hún ekki hluti af ferlinu?
Er ódýrast og best fyrir samfélagið að afgreiða málið með þessum hætti, galopnu í báða enda, með manninn ráðvilltan með brottvikningu á bakinu og kjörið tilefni til þess að detta í það aftur?
Sleppt og vikið frá Hvanneyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nei, þetta er misskilningur
24.9.2010 | 16:23
Það er mesti misskilningur að Úgandamenn líkist okkur, þeir standa okkur langtum framar á siðferðissviðinu, því þeir hafa verið öldungis ófeimnir að láta misheppnaða stjórnmálamenn axla sína ábyrgð, á tíðum á viðeigandi hátt.
Íslendingar líkir Úgandabúum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Af eða á
24.9.2010 | 07:17
Ef biðraðir fólks á Íslandi eftir matargjöfum og öðrum nauðsynjum eru ekki samstíga því sem gerist á hinum Norðurlöndunum þá þarf að gera annað af tvennu.
Það þarf að má burt þennan blett á Íslensku samfélagi - eða koma honum á, á hinum Norðurlöndunum, til að samræma framkvæmd Norræna velferðarmódelsins.
Spurningin er aðeins, hvor leiðin mönnum hugnast betur.
Matargjafirnar einsdæmi á Norðurlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heiðursmaðurinn Spassky
23.9.2010 | 23:08
Leitt að heyra þetta, þó maður voni að Spassky hristi þetta af sér, þá er útlitið ekki gott. Boris Spassky hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Að sjálfsögðu stóð ég með honum í einvíginu við Fischer í Reykjavík 1972.
Spassky þótti vera hinn sanni heiðursmaður í einvíginu meðan Fischer var óútreiknanlegur hagaði sér oft á tíðum eins og trúður. En háttvísi og kurteisi dugði Spassky ekki gegn Fischer við skákborðið og hann beið lægri hlut fyrir Fischer og tapaði heimsmeistaratitlinum.
Spassky fékk heilablóðfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja góðir hálsar, svona er þetta á Íslandi, Íslandi hinu góða!
23.9.2010 | 19:35
Nær allir dómar sem um áratuga skeið hafa fallið í svona málum hafa vakið undrun og hneykslan fyrir þær sakir hve dólgslega vægir þeir hafa verið. En núna tekur steininn úr.
Stúlkan segir að maðurinn hafi haft samfarir við hana nánast daglega frá því að hún var 13 ára til tvítugs.
Í dómsorði segir m.a.:
Í héraðsdómi segir, að maðurinn eigi sér engar málsbætur og hann hafi brotið gróflega og ítrekað gegn ungri stúlku á viðkvæmu aldurs- og þroskaskeiði hennar. Hafi honum mátt vera ljóst hversu alvarlegar afleiðingar atferli hans hlaut að hafa fyrir líf og sálarheill stúlkunnar. Þá segir dómurinn ljóst, að háttsemi af þessu tagi sé almennt til þess fallin að valda þeim, sem fyrir verður, margvíslegum sálrænum erfiðleikum. Í greinargerð sálfræðings komi fram að sú hafi orðið reyndin að því er stúlkuna varðar og samskiptin við manninn hafi haft alvarleg og víðtæk áhrif á hana.
Fritzlingurinn, er aðeins dæmdur fyrir misnotkun í þann tíma sem stúlkan var undir lögaldri eða fjögur ár. Leikum okkur aðeins að tölum, nauðgun nær daglega = 300 sinnum á ári, - í fjögur ár = 1200 sinnum!
Tveggja ára dómur og 1200 þúsund í fébætur, það gerir fangelsi í rúmlega ½ dag og 1000 króna bætur fyrir hverja misnotkun. Auðvitað verður svona aldrei metið til fjár eða fullu réttlæti náð með dómi, en þetta er fáránlegt.
Ég sé ekki betur en hluti af dómsorðum snúist í höndum dómarana og eigi við þá sjálfa ekki síður en fórnarlambið, því þeir eiga sér engar málsbætur fyrir dóminn og með honum hafa þeir gróflega og illa brotið gegn stúlkunni á viðkvæmum tíma í lífi hennar. Dómurunum ætti að vera ljóst hversu alvarlegar afleiðingar dómur þeirra hlýtur að hafa fyrir líf og sálarheill stúlkunnar. Því dómur af þessu tagi er almennt til þess fallin að valda fórnarlambinu margvíslegum sálrænum erfiðleikum.
Sem betur fer dæmdu þessir dómarar ekki í máli Josef Fritzl hins Austurríska, hann væri þá frjáls maður í dag!
Tældi unga stúlku með gjöfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Til lukku....
23.9.2010 | 12:20
Axel Rúdolfsson er ABC bikarmeistari 2010 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðal- og aukaatriði
23.9.2010 | 10:35
Skurðlæknir sem ærðist í miðri skurðaðgerð og réðst á svæfingarlækni og skaðaði líka hjúkrunarfræðing í látunum, er dæmdur til greiðslu á 9000 evru sekt og að greiða samtökum heimilislausra 3000 evrur! Læknirinn bar fyrir sig, sér til afsökunar, þreytu eftir fjölmargar aðgerðir þann daginn.
Ekki er minnst einu orði á sjúklinginn og hvernig honum reið af eftir örþreyttan lækninn. Ef marka má 3000 evru greiðsluna til samtaka heimilislausra, hefur sjúklingurinn að líkindum verið heimilislaus vesalingur. Spurning vaknar hvort sjúklingurinn hafi lifað aðgerðina af úr því honum voru ekki dæmdar bætur, heldur hans nánustu?
En auðvitað er það algert aukaatriði.
Skurðlæknir barði svæfingalækni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kunnuglegt stef
22.9.2010 | 23:03
Niðurstaða rannsóknar, sem fór fram á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna á árás Ísraelsmanna á skipalest hjálparsamtaka í maí, kemur ekki á óvart. Mannréttindaráðið telur fulla ástæðu til að sækja Ísraelsmenn til sakar fyrir manndráp og pyntingar.
Viðbrögð Ísraela við niðurstöðu rannsóknarinnar kemur heldur ekki á óvart, en þeir segja rannsóknina hlutdræga, öfgafulla og pólitíska. Ísraelsku sérsveitarmennirnir voru víst aðeins að verja hendur sínar þegar þeir réðust á skipið Mavi Marmara og skutu og drápu 9 skipverjana um borð í skipinu.
Það sjá það auðvitað allir að málflutningur Ísraelsku stjórnarinnar er ekki hlutdrægur, öfgafullur og pólitískur.
SÞ sakar Ísraelsmenn um glæpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Vonandi fyrirgefið þið mér....
22.9.2010 | 00:00
....þó ég sé hálf ráðvilltur þegar ég virði fyrir mér stefnu og markmið Samfylkingarinnar þessa dagana.
Minni á skoðanakönnunina hér til vinstri!
Ræða Jóhönnu mikil vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)