Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Þetta verður ekki þægilegt fyrir Samfylkinguna.

Það var dapurlegt að horfa upp á þá sjokkerandi staðreynd að nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar mátu sekt fjórmenningana eftir pólitík. Það verður þeim til lítils sóma og  verður trúlega þungamiðja umræðunnar næstu vikur, en sú staðreynd að helmingur þingmanna gat ekki staðið í lappirnar og sinnt sinni skyldu, mun falla algerlega í skuggann. Skítlegt eðli liggur mér við að kalla þetta.

Nefnt hefur verið að ekki sé sanngjarnt að Geir sé ákærður en hin sleppi, það eru auðvitað ekki gild rök. Ekkert réttarkerfi væri starfandi í landinu væri það megin reglan. Það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að Geir, sem forsætisráðherra bar mesta ábyrgð ráðherrana, þó fleiri ættu vissulega erindi á sakamannabekkinn, bæði úr hans ríkisstjórn og þá ekki síður þeim ríkisstjórnum sem á undan fóru.


mbl.is Þægileg lausn fyrir Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Ef við slítum í sundur lögin, slítum við í sundur friðinn“

„Það er ekki búandi við það að ráðherrar beri ábyrgð á gjörðum sínum“ sagði maddama Þórunn Sveinbjarnardóttir á Alþingi í morgun.  Hvaða helvítis skilaboð eru þetta, verður næst ekki búandi við að Útrásar- og bankasóðarnir beri ábyrgð, er yfir höfuð búandi við það að nokkur beri ábyrgð á gjörðum sínum?

Eitt er orðið ljóst, það er ekki búandi við svona þingmenn eins og Þórunni Sveinbjarnardóttur.  Það bendir allt til þess að meirihluti þingmanna sé sama sinnis og Þórunn og telji það ótækt að þeir beri nokkra ábyrgð. Falli þeir á þessu siðferðisprófi og slíta í sundur lögin, verða þeir ekki bara sjálfum sér til skammar , heldur  Alþingi og þjóðinni allri og gera Ísland að athlægi erlendis og troða trúverðugleika landsins endanlega í svaðið.

skyrÞjóðinni er gróflega misboðið og Alþingi virðist fyrirmunað  að gera neitt annað en auka á sína skömm. Nýtt þing verður sett á föstudaginn, þá hlýða þingmenn á messu í Dómkirkjunni, meðtaka blessum fyrir sín störf og ganga síðan fylktu liði frá kirkju til þinghússins. Það þyrfti ekki að koma neinum á óvart, hafi þingmenn slitið í sundur friðinn, að föstudagurinn sá verði í framtíðinni kallaður skyrdagurinn mikli.


mbl.is Mistókst að ná sameiginlegri niðurstöðu um ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slá ei á formannshendur

Miklar  vangaveltur og spekúlantasjónir hafa verið uppi, hver sé hugsanlegur arftaki Jóhönnu Sigurðardóttur sem formaður Samfylkingarinnar, þegar hún óhjákvæmilega leggur frá sér keflið, innan ekki langs tíma.

Þetta  skemmtilega „vandamál“ hefur valdið ómældum titringi og ókyrrð í ritstjórn Morgunblaðsins og  hússtjórn Valhallar, skeyti  hafa verið send manna á milli og stofnana Sjálfstæðisflokksins þvers og kruss um áhyggjuefnið , valdandi ótöldum andvökunóttum vítt og breitt um flokkinn.

Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem erfðaefni, en fáir eru kostirnir góðir, eins og staðan er núna, það verður að viðurkennast. Árni Páll var margra vonarstjarna en hann hefur af eigin rammleik og hjálparlaust rutt þeim möguleika út af borðinu. Sömuleiðis verður Björgvin G. Sigurðsson sem margir litu til, ekki inni í myndinni hvernig sem Landsdómur fer. Svo verða femínistakerlingarnar,  allar með tölu, varla valkostur, í alvöru talað.

Svo eru menn á útleið eins og Kristján Möller og Össur ekki í kjöri, sama má segja um Ástu R. Jóhannesdóttur, Katrínu Júlíusdóttur og Ólínu Þorvarðardóttur (ekki í þetta sinn). Svo koma aðrir ekki til greina og ekki af annarri ástæðu en, af því bara.

Að öllum þessum frátöldum í þingflokknum stendur eftir aðeins eftir eitt nafn, Magnús Orri Schram, hvernig sem mönnum kann að þykja það við fyrstu sýn.

Á flokksþingi Alþýðuflokksins 1982, að mig minnir, fékk Jón Baldvin Hannibalsson 2 atkvæði  í formannskjöri, annað þeirra var mitt, tveim árum síðar var hann orðin formaður. Ég hef sömu tilfinningu núna gagnvart Magnúsi Orra og spái honum æðstu metorðum innan Samfylkingarinnar og því fyrr, því betra.

Magnús Orri var annar fulltrúi Samfylkingarinnar í „Atlanefndinni“ og nú verður Samfylkingin að passa sig að slá ekki á hendur hans, sem ég trúi að séu formannshendur. 


mbl.is Skiptar skoðanir um ákærur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá!

Er ekki dásamlegt að segjast hafa sannleikann að leiðarljósi, þegar honum hefur verið stungið undir stól.

Hvar höfum við séð sambærilega mennta- og kynþáttastefnu og frá er greint í fréttinni, hvar lærði Síonistastjórnin í Ísrael til verka?

  


mbl.is Ísraelskur skólastjóri kallaður á teppið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilja þingmenn hlutverk sitt?

Mörður Árnason þingmaður segist ekki hafa komist að niðurstöðu um sekt allra þeirra ráðherra, sem lagt er til að mál verði höfðað gegn fyrir Landsdómi.  Í þessari skoðun Marðar Árnasonar liggur sennilega sá misskilningur og vandi sem velkist fyrir Alþingi þessa dagana.

Það er ekki hlutverk Alþingis að skera úr um sekt eða sakleysi fjór- menningana, það er hlutverk Landsdóms. Hlutverk þingmanna er einungis að taka ákvörðun um að kæra  fjórmenningana  fyrir Landsdómi eða ekki.  

Það er þeirra eina hlutverk,  Landsdómur sér um rest.

   


mbl.is Alvarleg vanræksla og stórkostlegt gáleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Metnaðarleysið uppmálað

Sér er nú hver heiðurinn að setjast á þing og verða hluti af þeirri gegnsýrðu og rotnu ormagryfju sem Alþingi er orðið. Hlandblautir strætisrónar eiga meiri virðingu skilið en þetta sjálfbirgingslega sérhagsmunagæslulið og sjálfdáða skítapakk.


mbl.is Heiður að setjast á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað nýtt, ó nei!

Það þarf ekki  að koma neinum á óvart, þó bann við byggingarframkvæmdum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum verði ekki framlengt.  Það er hefðbundin aðferð Ísraels til að binda endi á málamynda friðarviðræður þeirra við Palestínumenn að hleypa, í krafti hervalds, landránsliði inn á Palestínskt land.

Þá verður að sjálfsögðu allt vitlaust og Ísraelsmenn geta sagt að Palestínumenn hafi skotið fyrsta skotinu. Útkoman verður á endanum sú, eftir manndráp og voðaverk á báða bóga, að Ísrael verður enn einu skrefinu nær markmiðinu, sem er að innlima allt Palestínskt land í Stór Ísrael.

Umheimurinn situr hnípinn hjá og samþykkir gjörninginn, rétt einu sinni, með aðgerðarleysi sínu.

israel-palestine_map 
mbl.is Landtökumenn fagna afnámi byggingarbanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er tungunni tamast, sem hjartanu er kærast.

Vonandi vefst henni ekki svona tunga um tönn í æstum munnmökum, konu kindinni.

 
mbl.is Ruglaði saman verðbólgu og munnmökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjá ljósið.

Til hamingju Bolvíkingar, Vestfirðingar og Íslendingar allir, með þessa nauðsynlegu og löngu tímabæru samgöngubót. Jarðgöng eru þeirrar náttúru að allir sem um þau fara sjá að lokum ljósið, hvort heldur þeir koma eða fara.


mbl.is „Stór stund fyrir okkur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður hún dæmd á bakið fyrir lífstíð?

Það er deginum ljósara, ef ýtrustu kröfur boltaguttans ná fram að ganga, þá mun það,  í bókstaflegri merkingu, leggja aumingja konuna í rúmið fyrir lífstíð.


mbl.is Beckham tæklar vændiskonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband