Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Er Íslendingar undirlægjur?

Öll Íslenska þjóðin, hvar sem menn í flokk skipast, hlýtur að fylkja sér að baki utanríkisráðherra í fordæmingu á þessari aðför Bandarískra stjórnvalda að friðhelgi Íslenskra alþingismanna svo ekki sé talað um árásina á tjáningarfrelsið og heilaga skyldu allra borgara að gera sitt til að sporna við lögbrotum og glæpum.

En svo undarlega sem það hljómar þá hafa heyrst  mjóróma raddir hér innanlands að áður en utanríkisráðherrann derri sig, skuldi hann fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna og þjóð hennar, í heild sinni, afsökunarbeiðni fyrir að hafa ekki sjálfkrafa nælt á dömuna Fálkaorðunni fyrir það eitt að hafa heiðrað landið með nærveru sinn við starfslok hennar  hér á landi.

Er hægt, í skítlegu undirlægjuhætti, að leggjast lægra?


mbl.is Sendiherrann kallaður á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iðnaðarnjósnir hjá Renault?

Hvernig má það vera að iðnaðarnjósnir ógni einhverjum lélegasta bifreiðaframleiðanda Evrópu?

Var þetta áramótaskaup Renault?

  


mbl.is Iðnaðarnjósnir ógna Renault
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löggiltir dópsalar

drugsÞað þarf enginn að velkjast í vafa um að þeir sem gróflega ofnota lyf að staðaldri stefna að engu öðru en eigin tortímingu, hvort sem þeir heita Jackson eða eitthvað annað.

Það er líka deginum ljósara að þeir læknar sem gefa út lyfseðla fyrir lyfjum til þeirra sömu einstaklinga í miklu meira magni en  eðlilegt getur talist eru engu betri en svörtustu dópsalar og þeirra ábyrgð er til muna meiri en dópistans, því þeir eiga að vita betur.

Hvað á að kalla íslenska lækna, sem ávísa á hálfsmánaðar fresti 3ja mánaða skömmtum af róandi lyfjum og það jafnvel margar tegundir, til sömu manneskjurnar, eins og ekkert sé sjálfsagðara?

Hvar er hið svokallaða rafræna eftirlit Landlæknis, sem átti að sögn að samtengja Apótekin og blokkera þannig misnotkun lyfseðla?  

Það kerfi, sem vafalaust kostaði einhverja tugi milljóna í uppsetningu og vafalaust annað eins í rekstri, virðist ekki einu sinni, samkvæmt minni reynslu, lyfta brún, hvað þá meira.

Dóp drepur, hver sem seljandinn er! Sjáið þetta myndband:


mbl.is Mál Jacksons tekur nýja stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Mafía er hún og Mafía skal hún heita“

Sjóvá þjófarnirMafía er hún og Mafía skal hún heita“ sagði Ólafur Jóhannesson forðum um ritstjórn Vísis. Þessi orð gætu allt eins átt við um tryggingarfélögin Íslensku sem farið hafa ránshendi um fébætur skjólstæðinga sinna, áratugum saman í skjóli íhaldsmafíunnar, og látið tilganginn helga meðulin.

Sjúkt og slasað fólk er í það óendanlega dregið á bótagreiðslum þar til það í neyð sinni verður að samþykkja tilboð tryggingarfélagana um smánargreiðslur sem yfirleitt nema aðeins broti af bótafjárhæðinni.

Þetta síðasta sótsvarta dæmi um ósvífni og lágkúru tryggingafélagsins Sjóvá, sem greint var frá í fréttum Stöðvar2 og í þessari frétt á Vísi.is, þar sem tryggingafélagið stal 2/3 af slysabótum mans upp í ógreidd iðgjöld fyrirtækisins, sem hann vann hjá, hlýtur að vera kornið sem fyllir mælinn.

Íslenska ríkið, sem lagði 12 milljarða inn í þennan Sjóvá ræningjaklúbb, honum til bjargar, hlýtur að sjá til þess  Sjóvá og önnur tryggingarfélög taki upp ný og  mannsæmandi vinnubrögð og komi fram af virðingu við sjúka og þjáða bótaþega.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband