Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
Verulega dapurlegur framagosi
1.10.2011 | 18:21
Það er broslegt að heyra fjarvistakóng Alþingis tala um kosningar til að endurnýja þingmanns umboð sitt.
Honum væri nær að mæta betur í vinnuna áður en hann fer fram á það við þjóðina að endurnýja núverandi ráðningarsamning.
Á þessu kjörtímabili kemst enginn þingmaður með tærnar þar sem lýðsskrumarinn Atli hefur hælana í fjarvistum frá þingstörfum.
Hann hefur öðrum hnöppum og mikilvægari að hneppa en hanga á þinginu.
Vill kosningar undir eins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um margt athyglisverð fréttamynd
1.10.2011 | 17:38
Á myndinni sjást Álfheiður Ingadóttir, Þuríður Backman, Unnur Brá Konráðsdóttir og Bjarni Benediktsson koma Árna Þór Sigurðssyni til hjálpar þar sem hann liggur óvígur í götunni eftir árásina.
Þannig bregðast flestir við, af samkennd og fórnfýsi. En það gera félagarnir Pétur Blöndal og Birgir Ármannsson ekki, þeir horfa í forundran á þingmennina koma félaga sínum til hjálpar, stíga fimlega til hliðar og halda för sinni áfram.
Það er greinilega ekki í þeirra eðli að koma fólki til hjálpar, eða hafa samkennd með öðrum. Þeir hafa öðrum hnöppum að hneppa. Þeir eru Þingmenn, með stórum staf.
Eggjum kastað í þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Friðareggið
1.10.2011 | 13:40
Auðvitað var friðsamlegu egginu ekki miðað á gagnauga Árna af velmeinandi mótmælandanum, það sjá allir, svo eru egg algerlega skaðlaus að mati Hagsmunasamtaka heimilanna.
,,Eggið hæfði mig á vondan stað" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skrílslæti í boði útvarps Sögu og Moggans – misheppnað herkall
1.10.2011 | 12:01
Mótmælin á Austurvelli voru miklu mun fámennari en reiknað var með af skipuleggjendum þeirra. Þetta sýnir, svo ekki verður um villst, að útvarpi Sögu, Morgunbalðin og þeim öðrum sem eggjuðu fólki átaka og óláta við þingsetninguna hafi mistekist gersamlega. Sómakært og löghlýðið fólk áttaði sig á hvað að baki hvatningu þursana lá, lét ekki ginnast og hélt sig heima.
Það voru hinsvegar ofbeldisseggir, mannorðsleysingjar og annar ósómaskríll sem fann sér samstöðu með fjölmiðlaþursunum og svöruðu kallinu. Sækir sér um líkan.
Hádegismóri seðlabankafellir, Arnþrúður grimma og Pétur rannsóknarnefndarskelfir hljóta að vera að rifna úr stolti af hirð sinni og framlagi þeirra til þjóðfélagsins.
Útvarp Saga gagnrýndi RUV fyrir rangar tölur um mannfjöldann og sagði alvarlegt þegar fjölmiðlar reyndu að falsa tölur um mannfjöldann! Útvarpsstöðin sagði mótmælendur hafa skipt þúsundum, talan 8000 var nefnd af innhringjanda, við góðan róm Arnþrúðar og Péturs!
Reynsluboltinn Geir Jón yfirlögregluþjónn nefndi töluna 2000, ég trúi honum.
Annað eggjaregn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)