Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
Myrtur grindhvalur veldur usla
4.10.2011 | 23:38
Lík af 3,5 metra grindhval rak á land í New Jersey og í ljós kom að hann hafði verið skotinn, myrtur með köldu blóði.
Bandaríkjamenn eru eðlilega slegnir óhug yfir þessu ódæði og að sögn embættismanna verður einskis látið ófreistað að hafa hendur í hári ódæðismannsins.
Hans bíður væntanlega ákæra fyrir morð og gæti hann átt dauðadóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur.
Óvíst er með öllu að málið hefði vakið jafn mikla athygli, ef það hefði verið hræ af svörtum manni sem rak á land!
Skotinn hval rak á land í New Jersey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Síðasti dansinn á ballinu á Bessastöðum
4.10.2011 | 08:57
Ég neita því ekki, að sem stuðningsmaður forsetans, er ég nokkuð hugsi yfir ræðu hans við setningu Alþingis.
Það er fullkomlega eðlilegt að mínu mati að forsetinn nýti sér ákvæði 26. gr. Stjórnarskrárinnar og undirriti ekki lög, telji hann ríka ástæðu til, og vísi þeim til þjóðarinnar til endanlegrar ákvörðunar. Til þess hefur umrædd grein einmitt verið hugsuð, annars væri hún ekki í Stjórnarskránni.
Þetta vald forsetans til áhrifa á lagasetningar, er þó takmarkað, það nær ekki til annars en að synja lögunum undirskriftar. Það veitir forsetanum ekki vald til inngripa í störf þingsins á nokkurn hátt. Þá fyrst, þegar Alþingi hefur samþykkt lög, kemur til kasta forsetans, fyrr ekki. Ef ætlunin hefði verið að forsetinn væri með fingurna í daglegum störfum þingsins, væri fyrir því mælt í Stjórnarskránni.
Það er alveg skýrt samkvæmt 9. gr. Stjórnarskrárinnar að forsetinn má ekki vera alþingismaður. Þetta ákvæði er þarna aðeins til að undirstrika að fullkomlega á að vera skilið milli starfa og valds þingsins annarsvegar og starfa og valds forseta hinsvegar. Forseti getur að vísu látið leggja frumvörp fyrir Alþingi (25.gr.), en hann mælir ekki fyrir þeim þar eða kemur að afgreiðslu þeirra á nokkurn hátt.
Það er því gersamlega á skjön við stjórnarskránna að forseti leggi Alþingi línurnar um starfsemi þess og lagasetningar, hvort heldur er í orði eða á borði.
Það er getur verið stutt á milli vinsælda og óvinsælda. Vinsældir forsetans virðast í auknum mæli stafa af vaxandi þörf hans að nudda sér utan í óánægju almennings með innihalds- og ábyrgðalausum yfirlýsingum sem láta vel í eyrum. Að sama skapi reytist af honum fasta fylgið.
Undan öllum lýðsskrumurum fjarar að lokum og undantekningarlaust hafa þeir þá brennt að baki sér allar brýr í fyrirhyggjulausu kappinu að kaupa sér vinsældir.
Það er hætt við að sumum geti þá orðið ansi kalt að koma út í kaldan næðinginn að loknu ballinu á Bessastöðum.
Forseta lagðar línur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
„...og þó fyrr hefði verið“!
3.10.2011 | 22:55
Það var frábært hjá Steingrími J. Sigfússyni að nota eldhúsdagsumræðuna til vekja máls á þingsályktunartillögu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu.
Það verður fróðlegt að fylgjast með umræðum á Alþingi um þetta sjálfsagða og mikilvæga mannréttinda mál Palestínsku þjóðarinnar og fylgjast með framgangi þess.
Þó má færa fyrir því rök að umræðan öll og atkvæðagreiðslan um tillöguna sé næsta fyrirséð.
Fagnar tillögu um Palestínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ying og yang
3.10.2011 | 22:04
Ég var hreint ekki viss, þegar Þór Saari hafði lokið ræðu sinni, að hann hefði yfir höfuð, tekið til máls.
En mikið djöf... var Guðmundur Steingrímsson góður!
Vill nýjar kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enn ólgar eldur í æðum
3.10.2011 | 20:34
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á eldhúsdegi Alþingis í kvöld.
Jóhönnu, sem verður 69 ára á morgun, mæltist vel og hún sýndi að hún hefur engu gleymt og henni brennur enn eldur í æðum.
Stefnuræða á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
„Forsetafrúin kyssti mig“
3.10.2011 | 00:53
Sagði froskurinn vonsvikinn, því ekkert gerðist. Hann kom froskur og fór heim, alveg sami froskurinn.
Forsetafrúin kyssti mig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvar var okkar ríkisrekni Guð og allir hinir guðirnir þegar eggjum rigndi yfir þingmenn milli þings og kirkju?
2.10.2011 | 22:41
Fá þingmenn ekkert frá Guði, nema vanþakklætið, í staðin fyrir alla milljarðana sem þeir ákveða ár hvert að eyða í trúmál og þessháttar vitleysu, meðan heilbrigðiskerfið sveltur, meðan löggæslan sveltur, meðan menntakerfið sveltur, meðan fólkið sveltur?
Kirkjusókn fyrir setningu Alþingis ár hvert er greinilega meira upp á forneskjuna og hefðina gert en trúarhita þingmanna.
Það er löngu ljóst af auknum fjölda þingmanna á samkomu Siðmenntar sem haldin er á sama tíma, auk þeirra fjölmörgu þingmanna sem hvorugt sækja.
Ríkisrekið trúarapparat hverskonar er forneskjan uppmáluð og tímaskekkja. Burt með alla ríkisstyrki til trúfélaga, látum þau sjá um sig sjálf, á jafnréttisgrundvelli.
Talandi um eggjakast og önnur þingsetningarvandamál þá væri miljörðum kirkjunnar betur varið í lögregluna.
13 þingmenn mættu hjá Siðmennt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Athyglisvert
2.10.2011 | 13:55
Allir vita að Foringjalausi flokkurinn og þinglið hans allt eru grímulaust hagsmunagæsluapparat fyrir LÍÚ klíkuna sem húka eins og hrægammar yfir ránfeng sínum og neita að láta hann af hendi við réttmæta eigendur.
Það eina sem Pétur og Foringjalausi flokkurinn gætu hugsanlega komið með nýtt í umræðuna, væri tillaga um að ákvæði um eignarhald LÍÚ bófana á þýfinu væri sett í Stjórnarskránna með kennitölum og alles.
Pétur fer á höggstokkinn leggi hann til að eitt einasta hreistur verði skert á þessari einkaeign LÍÚ.
Pétur semur nýtt kvótafrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hvers konar afsökunarbeiðni er þetta?
2.10.2011 | 00:36
Þeim á mbl.is þóttu þessi meintu skrif Ólínu um lögregluna með slíkum ólíkindum rætin og ófyrirlitin að samstundis varð úr stór frétt um "ógeðið" hana Ólínu Þorvarðardóttur.
En eftir að ljóst varð að mistök höfðu verið gerð og Hilmar nokkur Magnússon var í raun höfundur skrifanna, þá virðist blaðið enga löngun hafa á því lengur að kynna þessi rætnu og ómerkilegu skrif fyrir lesendum sínum.
Og hvernig ætli standi á því? Jú, blaðið hefur enga sýnilega hagsmuni af því að skrifa illa um Hilmar Magnússon.
Mbl.is hefur beðist afsökunar á þessum mistökum, Ólína er þó ekki beðin afsökunar með beinum hætti, því ekki verður betur séð en afsökunarbeiðni Morgunblaðsins sé beint til lesenda, svona almennt.
En dæmi hver fyrir sig.
"Í frétt á mbl.is í kvöld var fyrir mistök vitnað í ummæli á bloggsíðu og þau eignuð Ólínu Þorvarðardóttur alþingismanni. Þetta var ekki rétt og beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Ummælin voru tekin af bloggsíðu Hilmars Magnússonar sem eins og Ólína bloggar á vefsíðunni smugan.is. Ummælin vörðuðu ályktun sem lögreglumenn sendu frá sér í dag".
Röng tilvitnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Leigupenni sægreifana
1.10.2011 | 22:38
Gæti það verið að þessi ofuráhugi sem Morgunblaðið leggur á níðskrif um Ólínu Þorvarðardóttur, þessa dagana, tengist eitthvað áhuga hennar á uppstokkun kvótakerfisins?
Þegar litið er á eignarhald Moggans, þarf það ekki að koma á óvart.
Ritstjóri blaðsins er þá sjálfur ekki annað en vesæll leigupenni af aumustu gerð, eftir öll stóru orðin um þá stétt manna?
Blogg-auki
Nú hefur þessi frétt verið fjarlægð og beðist afsökunar á henni, nei, nei Ólína var ekki beðin afsökunar, heldur lesendur.
Þeim liggur orðið svo á Moggamönnum að níða niður þingmanninn að þeir hafa ekki fyrir því að kanna hvort satt eða rétt sé með farið. Óttalega klént, verð ég að segja.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)