Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Aðför framsóknarkvenna að Vigdísi Hauksdóttur

Á hverju ætti Egill Helgason svo sem að biðja Vigdísi Hauksdóttur afsökunar?  Hvað er það í fari þingkonunnar sem Egill er ábyrgur fyrir, er það eitthvað eitt eða allur pakkinn; heiftin, reiðin, biturðin, ambögurnar og jafnvel  ábyrgðaleysið og ófyrirleitnin.

Annað hvort sjást framsóknarkonur ekki fyrir í viðleitni sinni að breiða yfir bresti og galla þingkonunnar  -  eða að þetta er útpæld aðför framsóknarkvenna að Vigdísi.  Því þetta tiltæki þeirra gerir fátt annað en auglýsa myndbandið og veikja stöðu þingmannsins og var vart á bætandi.

En hvort heldur er, þá kann Vigdís þeim örugglega litlar þakkir fyrir tiltækið.

Takk fyrir framsóknarkonur, þetta myndband hefði farið framhjá mér ef þið hefðuð ekki verið svo almennilegar að vekja á því athygli.

 


mbl.is Benti einungis á myndbandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju fær ASÍ hland fyrir hjartað gagnvart Kosti?

Í fyrri verðkönnunum ASÍ hefur alltaf verið tekið fram að  Kostur Dalvegi hafi neitað að taka þátt í könnunni. Hvernig er það,  hafa verslanir neitunarvald um það að greint sé frá því hvað vörurnar hjá þeim kosta?

Með þátttöku í könnun sem þessari er sennilegast átt við að með samvinnu við viðkomandi verslun þá þurfi ASÍ ekki að kaupa viðkomandi vörur og greiða fyrir þær.

En af hverju þessi aumingjaskapur hjá ASÍ gagnvart Jóni G. Sullenberger, eða hvað hann heitir sá góði maður, að láta hann komast upp þetta? Af hverju verslar ASÍ ekki einfaldlega vörurnar hjá Sullenberger til að komast að því hvað þær kosta?

Varla getur Sullenberger neitað fulltrúa ASÍ að versla hjá sér. ASÍ getur svo gefið fjölskylduhjálpinni vörurnar og slegið tvær flugur í einu höggi.

  


mbl.is Bónus oftast með lægsta verðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn er á barmi örvæntingar

Samkvæmt frétt í DV í dag þá magnast óðum örvænting sjálfstæðismanna að flokknum takist ekki að komast í stjórn áður en árangur endurreisnarstarfs ríkistjórnarinnar fer að verða almenningi sýnilegur.

Örvæntingin er svo mikil að Tryggvi Þór Herbertsson (af öllum mönnum) var gerður út af örkinni til að koma á framfæri við VG tilboði um nýtt stjórnarsamstarf, stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG.

Var tilboðinu komið á framfæri í gegnum Björn Val Gíslason og Sjálfstæðismenn kynntu hugmyndina þannig fyrir Birni Val að þeir sæju hann fyrir sér fara með sjávarútvegsmálin. Í hugmyndum þessum var líka tilboð þess efnis að Steingrímur J. Sigfússon yrði í forsæti nýrrar stjórnar.

Steingrímur mun hinsvegar hafa sýnt örvæntingu Bjarna Benediktssonar og þeirra sjálfstæðismanna lítinn skilning og enn minni áhuga á að bjarga þeim úr sínu sjálfsskapar víti.


Skip á beit í höfninni?

Þau eru mögnuð blaðabörnin á Mogganum. Þau segja að flutningaskipið Axel „hafi tekið niður“ á sandrifi í Sandgerðishöfn. Allir vita hinsvegar(nema blaðam á Mogga) að skip taka niðri, þegar þau rétt snerta botn, steyta á botni. Ef skip festast hinsvegar alveg þá stranda þau.

Orðatiltækið „að taka niður“ er hinsvegar notað um skepnur sem, rétt kroppa í grasið og samkvæmt því sagði Mogginn skipið vera á beit í Sandgerðishöfn.

Önnur frétt var fyrir skömmu á Mbl.is um eril í höfninni í Neskaupstað og sagði blaðið skip þar, liggja við höfn. En eins og allir vita koma skip til hafnar og leggjast við bryggju, sem er staðsett innan hennar.

E.S.  Nú hafa þeir leiðrétt fyrirsögnina, svo þeim er ekki alls varnað!  

Skip tók niður á sandrifi

  554306

06:36 Flutningaskip tók niður á sandrifi þegar það var á leið frá Sandgerðishöfn í nótt. Bátur frá slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og

 

 

 


mbl.is Skip tók niðri á sandrifi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var lagið Ögmundur.

Þetta er það fyrsta jákvæða sem upp hefur komið í Guðmundar og Geirfinnsmálunum frá því þau urðu til.

Vonandi mun þessi endurskoðun á málunum ná að létta af þjóðinni martröðinni, sem þessi óárans málatilbúnaður allur hefur valdið henni frá fyrsta degi.

Ég tek ofan fyrir Ögmundi.

  


mbl.is Starfshópur um Geirfinnsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umskiptingar

Við lifum svo sannarlega á undarlegum tímum, fátt er eins og það sýnist og veruleikinn er martröð líkastur. 

Sjálfstæðisflokkurinn er orðin þvílíkur umbótaflokkur að hann er komin í eina sæng með ASÍ, sem hefðu í eina tíð þótt nokkur tíðindi.

Ekki verður það geðslegt, en fróðlegt örugglega, að bergja afkvæmi ástarbríma þessara fornu fjenda augum.  

Það  ólíklegt að foreldranefnunnar vilji, þegar fram í sækir,  nokkuð við þann umskiptingsurðarkattarræfil kannast og muni sem minnst vilja af honum vita.

  


mbl.is Bjarni sammála ASÍ „í einu og öllu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórflokkafjósið

Ráðning Páls Magnússonar í stöðu forstjóra bankasýslu ríkisins  er  að verða leiðinda mál, hvernig sem á það er litið. Maður bar þá von í brjósti að breytt hugsun hefði hafið innreið sína eftir kollsteypuna miklu og að ráðning hans hafi verið vísbending um það.  (Sjá eldra blogg um sama mál)

En allt bendir til að svo hafi ekki verið, þó ljóst megi vera að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki haft puttana í ráðningarferlinu og útkomu þess. Þó hugur hafi eflaust fylgt máli hjá einhverjum pólitíkusum um vilja til breytinga, að skapa nýtt Ísland upp úr hruninu, þá hefur sú hugsun aldrei náð út fyrir sali Alþingis og inn í stjórnkerfið, þannig að gagn væri að.

Þetta ráðningarferli verður því ótrúverðugra sem meira er um það fjallað. Það virðist ekki vera annað en staðfesting á því gömlu góðu flokksstimplarnir séu enn í fullu gildi í stjórnsýslunni og embættismannakerfinu og að þar ríkir langt í frá fersk og ný hugsun.

Gamla gjörspillta embættismannakerfið situr enn sem fastast, eins og krabbamein á þjóðarlíkamanum. Allir flokkar stunduðu það grímulaust alla lýðveldistímann og fram að hruni að koma sínum flokksmönnum fyrir í stjórnunarstöðum sem mest þeir gátu.

Ekki þarf að efast um hvernig kerfið var orðið mannað og hvaða litur var komin á laufin á trjánum í embættismannagarðinum eftir 18 ára nánast samfelda stjórnarforystu Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun og lengst af í samvinnu við Framsóknarflokkinn.

Ef flokkarnir meina eitthvað af því sem þeir segja og stjórnarandstaðan ekki hvað síst, þá blasir verkefnið við, moka embættismanna flórinn í fjórflokkafjósinu og innleiða nýja hugsun og starfshætti, sem allir virðast, í orði kveðnu, sammála um.


mbl.is Segir ráðninguna hneyksli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritstuldur?

Ég reyndi að gera athugasemd við þetta hátterni Jóns, við færsluna, en þá kom upp eins og ég reyndar reiknaði með.

Bæta við athugasemd

[Innskráning] Eftirfarandi villur komu upp:
  • Þér er ekki heimilt að skrá athugasemdir

Þar sem JVJ er sannkristinn og hefur gert orð og kennisetningar Krists að sínum, þarf ekki að efast um viðbrögð hans við þessari athugasemd sem ég varð að birta hér á mínu bloggi af fyrrgreindum ástæðum. 

"PS. Einn Moggabloggari (vinstri maður) er með könnun á þessu máli:

SKOÐANAKÖNNUN

Ætlar þú að samþykkja eða hafna stjórnarskrárfrumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Samþykkja það 25.8%
Hafna því 57.9%
Ég læt útvarp Sögu ákveða það fyrir mig 16.3%
252 hafa svarað 


 


Föðurlandsvinurinn Árni Finnsson

Árni Finnsson náttúru-„ragú“ nr.1 bar sig illa í hádegisfréttum útvarps, hvar hann kvartaði sárann yfir breytingum á nefndaskipan Alþingis.

Árni hefur verulegar áhyggjur af því að með sameiningu og fækkun nefnda þingsins og breiðari verksviði þeirra muni talsmenn verklegra framkvæmda á Alþingi og landsbyggðarþingmenn ná að þrengja sér í þá nefnd þingsins sem fer með umhverfismál. Þangað eiga auðvitað ekkert erindi önnur sjónarmið en - umhverfisöfgar 101.  

Þessar breytingar vega að rómaðri réttlætiskennd Árna Finnssonar, manninum sem taldi ekki eftir sér að labba sér inn í Bandaríska sendiráðið og krefjast þess að Bandaríkin beittu  Ísland viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða.

Árni Finnsson – hann er þjóðhollustan og réttsýnin uppmáluð!

 

Frábær hugmynd, nýtum hana hér á landi

Ég legg til að smokkar verði staðlaður fylgibúnaður með atvinnuleysisbótum. Það þarf að hindra með öllum ráðum að nokkuð gott geti komið út úr svartnætti atvinnulausra.

Notuðum smokkum þarf svo auðvitað að skila inn mánaðarlega, svo viðkomandi haldi bótaréttinum.


mbl.is Smokkum komið á hamfarasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband